Rory McIlroy var talsvert frá því að vinna Masters-mótið í golfi í ár en það stöðvaði hann ekki frá því að gleðjast með vini sínu, Sergio Garcia.
Eyðimerkurganga Garcia á risamótum er öllum golfáhugamönnum kunn og flestir, ef ekki allir, glöddust með Spánverjanum er hann náði loksins að vinna risamót.
Rory og Garcia eru miklir vinir og Norður-Írinn gladdist mikið með vini sínum.
„Ég grét er hann vann. Þetta var ótrúlegt,“ sagði McIlroy skælbrosandi.
„Ég sá hann í fyrsta skipti eftir þetta í brúðkaupinu mína. Ég gaf honum alvöru bjarnarknús og tjáði honum hvað mér þætti þetta magnað. Eftir allt sem á undan er gengið hjá honum. Að hann hafi svo náð að vinna á Augusta er stórkostlegt. Ég fæ gæsahúð að tala um það núna.“
Rory grét er Garcia vann Masters
Henry Birgir Gunnarsson skrifar
