Gjafmildir ferðamenn hafa gefið 10 milljónir af Tax Free Sæunn Gísladóttir skrifar 11. maí 2017 07:00 Ferðamenn sem gefa endurgreiðslu á Tax Free þurfa að fara í gegnum sama ferli og aðrir. vísir/eyþór Á síðustu sex árum hafa ferðamenn sem versla hér á landi og vilja ekki nýta sér endurgreiðslu á Tax Free látið 10 milljónir renna til styrktar góðgerðarmála í gegnum Premier Tax Free á Íslandi. Allur ágóðinn hefur runnið til Umhyggju, félags sem vinnur að bættum hag langveikra barna og fjölskyldna þeirra. „Auðvitað hefur þetta gríðarleg áhrif, svona upphæð. Fyrir Umhyggju þá skiptir alltaf máli að fólk hugsi svona til okkar. Fyrirtæki sem hafa okkur í huga eru afskaplega góð fyrir okkar starfsemi,“ segir Ragna K. Marinósdóttir, framkvæmdastjóri Umhyggju. Hún segir féð hafa nýst til margs, meðal annars til reksturs orlofshúsa fyrir fjölskyldur langveikra barna, sem eru fullbúin fyrir hreyfihömluð börn, og til þess að ráða sálfræðing.Arnar Sveinn Geirsson, markaðsstjóri Premier Tax Free.Mynd/Aðsend„Frá árinu 2010 hafa 8,5 milljónir runnið frá ferðamönnum í gegnum okkur til Umhyggju og við erum að fara að gera upp við Umhyggju á næstu dögum ágóðann fyrir árið 2016 sem nemur 1,5 milljónum króna,“ segir Arnar Sveinn Geirsson, markaðsstjóri Premier Tax Free á Íslandi. Hann segist ekki vita til þess að þetta fyrirkomulag tíðkist annars staðar. „Það er ekki sjálfsagt mál að ferðamenn sem komi hingað til landsins geri þetta. Það er engin flýtimeðferð á ferlinu þó þú ætlir að gefa til góðgerðarmála. Það þarf að bíða í röð og skila inn öllum formum rétt útfylltum.“ Arnar segir að fyrirtækið vilji auðvelda ferðamönnum að gefa. „Þetta er umræða sem við erum búin að vera að reyna að taka með tollinum, að liðka fyrir þessu ferli hjá þeim sem vilja gefa til góðgerðarmála. Peningurinn væri þá áfram eftir í landinu og þótt hann fari ekki beint í ríkiskassann fer hann samt á mjög góðan stað. Vonandi sjá þeir sér hag í að gera þetta,“ segir Arnar. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Sjá meira
Á síðustu sex árum hafa ferðamenn sem versla hér á landi og vilja ekki nýta sér endurgreiðslu á Tax Free látið 10 milljónir renna til styrktar góðgerðarmála í gegnum Premier Tax Free á Íslandi. Allur ágóðinn hefur runnið til Umhyggju, félags sem vinnur að bættum hag langveikra barna og fjölskyldna þeirra. „Auðvitað hefur þetta gríðarleg áhrif, svona upphæð. Fyrir Umhyggju þá skiptir alltaf máli að fólk hugsi svona til okkar. Fyrirtæki sem hafa okkur í huga eru afskaplega góð fyrir okkar starfsemi,“ segir Ragna K. Marinósdóttir, framkvæmdastjóri Umhyggju. Hún segir féð hafa nýst til margs, meðal annars til reksturs orlofshúsa fyrir fjölskyldur langveikra barna, sem eru fullbúin fyrir hreyfihömluð börn, og til þess að ráða sálfræðing.Arnar Sveinn Geirsson, markaðsstjóri Premier Tax Free.Mynd/Aðsend„Frá árinu 2010 hafa 8,5 milljónir runnið frá ferðamönnum í gegnum okkur til Umhyggju og við erum að fara að gera upp við Umhyggju á næstu dögum ágóðann fyrir árið 2016 sem nemur 1,5 milljónum króna,“ segir Arnar Sveinn Geirsson, markaðsstjóri Premier Tax Free á Íslandi. Hann segist ekki vita til þess að þetta fyrirkomulag tíðkist annars staðar. „Það er ekki sjálfsagt mál að ferðamenn sem komi hingað til landsins geri þetta. Það er engin flýtimeðferð á ferlinu þó þú ætlir að gefa til góðgerðarmála. Það þarf að bíða í röð og skila inn öllum formum rétt útfylltum.“ Arnar segir að fyrirtækið vilji auðvelda ferðamönnum að gefa. „Þetta er umræða sem við erum búin að vera að reyna að taka með tollinum, að liðka fyrir þessu ferli hjá þeim sem vilja gefa til góðgerðarmála. Peningurinn væri þá áfram eftir í landinu og þótt hann fari ekki beint í ríkiskassann fer hann samt á mjög góðan stað. Vonandi sjá þeir sér hag í að gera þetta,“ segir Arnar.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Sjá meira