Umfjöllun og viðtöl: Fram - Stjarnan 25-22 | Fram einum sigri frá titlinum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. maí 2017 20:30 Sigurbjörg Jóhannsdóttir sækir að vörn Stjörnunnar. vísir/ernir Fram er einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum í handbolta kvenna eftir 25-22 sigur á Stjörnunni í öðrum leik liðanna í Safamýrinni í kvöld. Fram er 2-0 yfir í einvíginu og getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri í þriðja leik liðanna á sunnudaginn kemur. Leikurinn í kvöld var lengst af jafn en Fram tók fram úr um miðjan seinni hálfleik og byggði upp forystu sem liðið hélt út leikinn. Líkt og í fyrsta leiknum byrjaði Stjarnan betur og eftir 12 mínútna leik var staðan 3-6, Garðbæingum í vil. Fram svaraði með þremur mörkum í röð og jafnaði metin. Eftir þetta skiptust liðin á að ná snörpum áhlaupum og forystan flakkaði á milli þeirra. Fram gekk ekkert sérstaklega vel í uppstilltum sóknarleik en vel útfærð hraðaupphlaup skiluðu liðinu mikilvægum mörkum. Staðan var jöfn í hálfleik, 13-13. Framkonur mættu ákveðnar til leiks í seinni hálfleiknum og náðu fljótlega undirtökunum. Sólveig Lára Kjærnested minnkaði muninn í eitt mark, 18-17, þegar 16 mínútur voru til leiksloka en þá kom Fram með 5-1 áhlaup og náði fimm marka forystu, 23-18. Stjörnukonur voru afar óskynsamar í sókninni á þessum kafla og tóku léleg skot sem enduðu annað hvort í hávörn Fram eða hjá Guðrúnu Ósk Maríasdóttur sem átti mjög góðan seinni hálfleik. Á meðan vörðu markverðir Stjörnunnar sama og ekki neitt. Í stöðunni 23-18 vaknaði Stjarnan til lífsins, skoraði fjögur mörk í röð og minnkaði muninn í eitt mark. Ragnheiður Júlíusdóttir kom Fram hins vegar tveimur mörkum yfir, 24-22, með frábæru skoti þegar rúm mínúta var til leiksloka og það reyndist náðarhöggið. Sigurbjörg Jóhannsdóttir innsiglaði svo sigur Fram, 25-22, með síðasta marki leiksins. Sigurbjörg, Ragnheiður og Hildur Þorgeirsdóttir drógu vagninn í sókn Fram og skoruðu samtals 20 af 25 mörkum liðsins. Steinunn Björnsdóttir komst aldrei þessu vant ekki á blað en spilaði frábæra vörn eins og venjulega. Helena Rut Örvarsdóttir var öflug í fyrri hálfleik en gaf mikið eftir í þeim seinni eins og allt Stjörnuliðið. Helena skoraði sjö mörk en næstar komu Rakel Dögg Bragadóttir og Hanna G. Stefánsdóttir með fimm mörk hvor.Mörk Fram: Ragnheiður Júlíusdóttir 8/4, Hildur Þorgeirsdóttir 7, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 5, Rebekka Rut Skúladóttir 3, Guðrún Þóra Hálfdánardóttir 2.Varin skot: Guðrún Ósk Maríasdóttir 14Mörk Stjörnunnar: Helena Rut Örvarsdóttir 7, Hanna G. Stefánsdóttir 5/3, Rakel Dögg Bragadóttir 5, Sólveig Lára Kjærnested 2, Brynhildur Kjartansdóttir 2, Elena Elísabet Birgisdóttir 1.Varin skot: Heiða Ingólfsdóttir 6 Hafdís Renötudóttir 4Sigurbjörg: Þurfum að hafa mikið fyrir hverju einasta marki „Það var klárlega vörnin og baráttan. Þetta var erfitt og við þurftum virkilega að hafa fyrir þessu í 60 mínútur,“ sagði Sigurbjörg Jóhannsdóttir, leikmaður Fram, aðspurð hvað skóp sigur liðsins á Stjörnunni í kvöld. Líkt og í flestum leikjunum í úrslitakeppninni byrjaði Fram illa í kvöld. Liðið náði þó fljótlega vopnum sínum og tók svo fram úr um miðjan seinni hálfleikinn. „Við byrjuðum þetta aðeins betur en við höfum gert. Við höfum gert okkur erfitt fyrir með því að lenda undir og þurft að elta,“ sagði Sigurbjörg. „Þetta er ofboðslega jafnt allan leikinn en við græddum á því að halda haus frá upphafi.“ Sigurbjörg og stöllur hennar í útilínu Fram, Hildur Þorgeirsdóttir og Ragnheiður Júlíusdóttir, skoruðu samtals 20 af 25 mörkum liðsins í kvöld. „Þær spila gríðarlega öfluga vörn og þær stíga mikið út í Ragnheiði. Þær gera okkur erfitt fyrir og við þurfum að hafa mikið fyrir hverju einasta marki. Við þurfum að vera skipulagðar,“ sagði Sigurbjörg sem vill klára einvígið í Garðabænum á sunnudaginn. „Það er stefnan, ekki spurning,“ sagði Sigurbjörg sem skoraði fimm mörk í leiknum.Halldór Harri: Þurfum að keyra þetta í gang Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, var að vonum svekktur eftir tapið fyrir Fram í kvöld. „Það var margt sem klikkaði. Sóknarleikurinn varð erfiður í seinni hálfleik. Við tókum snögg skot og flýttum okkur of mikið,“ sagði Halldór Harri. „Svo fengum við á okkur of mikið af klaufamörkum á okkur,“ bætti þjálfarinn við. Líkt og í fyrsta leiknum á mánudaginn fór Stjarnan betur af stað en náði ekki að fylgja því eftir. „Þetta eru tvö góð lið og það er ekki þannig að þú rífir þig frá þeim einn, tveir og bingó. Þetta er 60 mínútna vinna. Við náðum ágætis áhlaupi í fyrri hálfleik en misstum það aftur niður,“ sagði Halldór Harri. En hvað þarf Stjarnan að laga fyrir þriðja leikinn á sunnudaginn? „Við þurfum að leggjast yfir þetta. Það er tvennt í stöðunni; annað hvort leggjumst við niður og segjum greyið ég eða rífum þetta áfram. Við höfum áður verið með bakið upp við vegg og unnið þrjá leiki í röð. Við þurfum bara að stilla saman strengi okkur og keyra þetta í gang,“ sagði Halldór Harri sem hefur fulla trú á sínum stelpum. „Klárlega. Ef við hefðum ekki trú á þessu hefðum við ekki mætt hingað. Við erum með gott lið en þurfum að ná fram betri leik.“25-22 (Leik lokið): Sigurbjörg klárar þetta með sínu fimmta marki. Fram er komið í 2-0 og getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri í þriðja leik liðanna á sunnudaginn.24-22 (59. mín): Ragnheiður skorar ótrúlega mikilvægt mark og erfiðri stöðu. Komin alveg hægra megin en nær frábæru skoti í fjærhornið. Halldór Harri tekur sitt síðasta leikhlé.23-22 (59. mín): Rakel minnkar muninn í eitt mark! Hvað er í gangi?23-21 (57. mín): Fram tapar boltanum og Hanna skorar. Tveggja marka munur. Þetta er orðið áhugavert.23-20 (56. mín): Tvö mörk í röð hjá Stjörnunni og Fram verður einni færri næstu tvær mínúturnar. Enn er von fyrir gestina.23-18 (54. mín): Ragnheiður kemur Fram fimm mörkum yfir. Þetta er líklega síðasti naglinn í kistu Stjörnunnar.22-18 (51. mín): Sigurbjörg kemur Fram fjórum mörkum yfir. Sé þær ekki klúðra þessu. Stjarnan hefur bara verið það máttlítil í seinni hálfleik.21-18 (49. mín): Stjörnuvörnin hleypir Hildi of nálægt og hún refsar. Stjarnan verður að fá smá markvörslu. Markverðir gestanna hafa varið eitt skot í seinni hálfleik. Á meðan hefur Guðrún Ósk verið öflug í marki Fram í seinni hálfleiknum.20-17 (47. mín): Sigurbjörg skorar með skoti af gólfinu. Afskaplega vel gert. Halldóri Harri tekur leikhlé. Hann þarf að koma með einhverjar lausnir.18-17 (44. mín): Sólveig Lára minnkar muninn í eitt mark. 3-1 kafli hjá Stjörnunni.17-15 (41. mín): Sólveig Lára skrefar. Arnar og Svavar eru örugglega búnir að dæma svona 15 skref í leiknum. Leikmenn liðanna eru að gera sig seka um afar barnaleg mistök.17-14 (39. mín): Ragnheiður kemur Fram þremur mörkum yfir með marki af vítalínunni. Heimakonur eru með vindinn í bakið þessa stundina.16-14 (37. mín): Hildur skorar í fyrstu sókn Fram með sjö sóknarmenn inni á í einu. Þrjú mörk í röð frá heimakonum.15-14 (34. mín): Brynhildur skýtur í vörnina og Rebekka refsar með marki úr hraðaupphlaupi. Hennar þriðja mark. Fram hefur útfært hraðaupphlaupin virkilega vel í leiknum.13-14 (32. mín): Helena ryðst í gegn og skorar sitt fimmta mark.13-13 (Seinni hálfleikur hafinn): Stjarnan byrjar með boltann.13-13 (Fyrri hálfleik lokið): Hafdís ver lokaskot Rebekku og staðan er því jöfn þegar liðin ganga til búningsherbergja. Sanngjörn staða í afar sveiflukenndum leik. Liðin hafa skipst á því að skora nokkur mörk í röð. Markvarslan hefur ekki verið neitt sérstök og liðin hafa verið full dugleg við að tapa boltanum.11-12 (27. mín): Hanna kemur Stjörnunni með marki úr vítakasti. 3-0 kafli hjá gestunum. Leikhléið hjá Halldóri Harra er greinilega að virka.11-10 (24. mín): Hafdís kemur í mark Stjörnunnar í staðinn fyrir Heiðu sem er aðeins búin að verja þrjú skot. Hafdís tekur dauðafæri frá Steinunni í fyrsta skotinu sem hún fær á sig. Halldór Harri tekur leikhlé. Leyfi mér að giska á að hann sé ósáttur með hversu lengi hans stelpur eru að hlaupa til baka.9-9 (22. mín): Sigurbjörg skorar eftir hraðaupphlaup. Aftur 3-0 kafli hjá Fram. Rakel svarar í næstu sókn. Þetta er rosalega jafnt.8-8 (20. mín): Ragnheiður með tvö mörk í röð og jafnar metin. Verið hættulegasti sóknarmaður Fram í leiknum.6-7 (18. mín): Sigurbjörg skrefar í hraðaupphlaupi. Fram er búið að tapa boltanum of oft og of klaufalega. Stjarnan er reyndar ekki saklaus í þeim efnum.6-6 (15. mín): Rebekka skorar eftir hraðaupphlaup og jafnar metin. Þrjú mörk í röð frá Fram-stúlkum sem hafa heldur betur tekið við sér.4-6 (13. mín): Sigurbjörg skorar með skoti af gólfinu. Bindur endahnútinn á langa og erfiða sókn. Fram þarf að hafa meira fyrir mörkunum sínum hér í upphafi leiks.3-5 (10. mín): Heiða ver og kveikir í hraðaupphlaupi sem Sólveig Lára klárar. Stjarnan byrjar þetta betur.3-4 (8. mín): Helena þrumar boltanum í slá og inn. Byssan er greinilega vel hlaðin í dag.2-3 (6. mín): Helena kemst alveg upp að vörninni og skorar með skoti í nærhornið. Kemur Stjörnunni yfir.1-1 (5. mín): Hanna jafnar metin með marki úr hraðaupphlaupi. Hefur gert þetta skrilljón sinnum áður. Guðrún Ósk fer út úr markinu og var heppin að snerta Hönnu ekki. Það hefði þýtt rautt spjald.1-0 (2. mín): Ragnheiður skorar fyrsta mark leiksins úr vítakasti.0-0 (Leikur hafinn): Fram byrjar með boltann.Fyrir leik:Það er fámennt en eflaust góðmennt Stjörnumegin í stúkunni. Garðbæingum fjölgar vonandi á næstu mínútum.Fyrir leik:Fram gerir vel við blaðamenn og fóðrar þá á sætabrauði og sælgæti. Engar áhyggjur, þeir mega við því.Fyrir leik:Stjarnan þarf að fá betri markvörslu í leiknum í dag en þær fengu á mánudaginn. Þá vörðu, markverðir Stjörnunnar, Heiða Ingólfsdóttir og Hafdís Renötudóttir, samtals 12 skot gegn 24 skotum Guðrúnar Óskar í marki Fram.Fyrir leik:Karen Knútsdóttir er væntanlega á heimleið í Fram. Þórey Rósa Stefánsdóttir er búin að semja við Fram sem verður með svakalegt lið á næsta tímabili. Fram er með sterkt lið í dag en það verður enn sterkara eftir að hafa fengið tvo byrjunarliðsmenn í íslenska landsliðinu.Fyrir leik:Stórskytturnar Ragnheiður Júlíusdóttir og Helena Rut Örvarsdóttir voru markahæstar í leiknum í mánudaginn. Þær skoruðu báðar átta mörk.Fyrir leik:Fram sópaði Haukum úr leik í undanúrslitunum en Stjarnan þurfti oddaleik til að komast í gegnum Gróttu. Raunar vann Stjarnan fjóra leiki í því einvíginu en Gróttu var dæmdur sigur í einum þeirra eins og frægt er orðið.Fyrir leik:Stjarnan er að spila í úrslitum fimmta árið. Liðið tapaði fyrir Fram 2013, Val 2014 og Gróttu 2015 og 2016. Stjörnukonum finnst eflaust vera kominn tími til að vinna Íslandsmeistaratitilinn sem liðið hefur ekki unnið síðan 2009.Fyrir leik:Þetta er sjötti leikur liðanna í vetur. Fram vann fyrri leikinn í Olís-deildinni, 22-27, en Stjarnan vann þann seinni hér í Safamýrinni, 21-27, og tryggði sér þar með deildarmeistaratitilinn. Fram vann Stjörnuna, 23-22, í úrslitaleik deildabikarsins um áramótin. Stjarnan vann hins vegar bikarúrslitaleik liðanna, 19-18.Fyrir leik:Lokamínúturnar voru afar skrautlegar þar sem Guðrún Ósk Maríasdóttir, markvörður Fram, gerði sér m.a. ferð úr markinu eins og sjá má hér. Guðrún Ósk var annars besti leikmaður vallarins en hún varði yfir 20 skot.Fyrir leik:Fram er 1-0 yfir í einvíginu eftir 24-25 sigur í fyrsta leik liðanna í TM-höllinni í Garðabænum. Stjarnan byrjaði leikinn betur en Fram náði svo yfirhöndinni og hélt út þrátt fyrir að skora ekki síðustu 13 mínútur leiksins. Stjarnan skoraði reyndar bara tvö mörk á þessum kafla.Fyrir leik:Góðan daginn og velkomin til leiks! Hér munum við fylgjast með öðrum leik Fram og Stjörnunnar í úrslitum Olís-deildar kvenna í handbolta. Olís-deild kvenna Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Sjá meira
Fram er einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum í handbolta kvenna eftir 25-22 sigur á Stjörnunni í öðrum leik liðanna í Safamýrinni í kvöld. Fram er 2-0 yfir í einvíginu og getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri í þriðja leik liðanna á sunnudaginn kemur. Leikurinn í kvöld var lengst af jafn en Fram tók fram úr um miðjan seinni hálfleik og byggði upp forystu sem liðið hélt út leikinn. Líkt og í fyrsta leiknum byrjaði Stjarnan betur og eftir 12 mínútna leik var staðan 3-6, Garðbæingum í vil. Fram svaraði með þremur mörkum í röð og jafnaði metin. Eftir þetta skiptust liðin á að ná snörpum áhlaupum og forystan flakkaði á milli þeirra. Fram gekk ekkert sérstaklega vel í uppstilltum sóknarleik en vel útfærð hraðaupphlaup skiluðu liðinu mikilvægum mörkum. Staðan var jöfn í hálfleik, 13-13. Framkonur mættu ákveðnar til leiks í seinni hálfleiknum og náðu fljótlega undirtökunum. Sólveig Lára Kjærnested minnkaði muninn í eitt mark, 18-17, þegar 16 mínútur voru til leiksloka en þá kom Fram með 5-1 áhlaup og náði fimm marka forystu, 23-18. Stjörnukonur voru afar óskynsamar í sókninni á þessum kafla og tóku léleg skot sem enduðu annað hvort í hávörn Fram eða hjá Guðrúnu Ósk Maríasdóttur sem átti mjög góðan seinni hálfleik. Á meðan vörðu markverðir Stjörnunnar sama og ekki neitt. Í stöðunni 23-18 vaknaði Stjarnan til lífsins, skoraði fjögur mörk í röð og minnkaði muninn í eitt mark. Ragnheiður Júlíusdóttir kom Fram hins vegar tveimur mörkum yfir, 24-22, með frábæru skoti þegar rúm mínúta var til leiksloka og það reyndist náðarhöggið. Sigurbjörg Jóhannsdóttir innsiglaði svo sigur Fram, 25-22, með síðasta marki leiksins. Sigurbjörg, Ragnheiður og Hildur Þorgeirsdóttir drógu vagninn í sókn Fram og skoruðu samtals 20 af 25 mörkum liðsins. Steinunn Björnsdóttir komst aldrei þessu vant ekki á blað en spilaði frábæra vörn eins og venjulega. Helena Rut Örvarsdóttir var öflug í fyrri hálfleik en gaf mikið eftir í þeim seinni eins og allt Stjörnuliðið. Helena skoraði sjö mörk en næstar komu Rakel Dögg Bragadóttir og Hanna G. Stefánsdóttir með fimm mörk hvor.Mörk Fram: Ragnheiður Júlíusdóttir 8/4, Hildur Þorgeirsdóttir 7, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 5, Rebekka Rut Skúladóttir 3, Guðrún Þóra Hálfdánardóttir 2.Varin skot: Guðrún Ósk Maríasdóttir 14Mörk Stjörnunnar: Helena Rut Örvarsdóttir 7, Hanna G. Stefánsdóttir 5/3, Rakel Dögg Bragadóttir 5, Sólveig Lára Kjærnested 2, Brynhildur Kjartansdóttir 2, Elena Elísabet Birgisdóttir 1.Varin skot: Heiða Ingólfsdóttir 6 Hafdís Renötudóttir 4Sigurbjörg: Þurfum að hafa mikið fyrir hverju einasta marki „Það var klárlega vörnin og baráttan. Þetta var erfitt og við þurftum virkilega að hafa fyrir þessu í 60 mínútur,“ sagði Sigurbjörg Jóhannsdóttir, leikmaður Fram, aðspurð hvað skóp sigur liðsins á Stjörnunni í kvöld. Líkt og í flestum leikjunum í úrslitakeppninni byrjaði Fram illa í kvöld. Liðið náði þó fljótlega vopnum sínum og tók svo fram úr um miðjan seinni hálfleikinn. „Við byrjuðum þetta aðeins betur en við höfum gert. Við höfum gert okkur erfitt fyrir með því að lenda undir og þurft að elta,“ sagði Sigurbjörg. „Þetta er ofboðslega jafnt allan leikinn en við græddum á því að halda haus frá upphafi.“ Sigurbjörg og stöllur hennar í útilínu Fram, Hildur Þorgeirsdóttir og Ragnheiður Júlíusdóttir, skoruðu samtals 20 af 25 mörkum liðsins í kvöld. „Þær spila gríðarlega öfluga vörn og þær stíga mikið út í Ragnheiði. Þær gera okkur erfitt fyrir og við þurfum að hafa mikið fyrir hverju einasta marki. Við þurfum að vera skipulagðar,“ sagði Sigurbjörg sem vill klára einvígið í Garðabænum á sunnudaginn. „Það er stefnan, ekki spurning,“ sagði Sigurbjörg sem skoraði fimm mörk í leiknum.Halldór Harri: Þurfum að keyra þetta í gang Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, var að vonum svekktur eftir tapið fyrir Fram í kvöld. „Það var margt sem klikkaði. Sóknarleikurinn varð erfiður í seinni hálfleik. Við tókum snögg skot og flýttum okkur of mikið,“ sagði Halldór Harri. „Svo fengum við á okkur of mikið af klaufamörkum á okkur,“ bætti þjálfarinn við. Líkt og í fyrsta leiknum á mánudaginn fór Stjarnan betur af stað en náði ekki að fylgja því eftir. „Þetta eru tvö góð lið og það er ekki þannig að þú rífir þig frá þeim einn, tveir og bingó. Þetta er 60 mínútna vinna. Við náðum ágætis áhlaupi í fyrri hálfleik en misstum það aftur niður,“ sagði Halldór Harri. En hvað þarf Stjarnan að laga fyrir þriðja leikinn á sunnudaginn? „Við þurfum að leggjast yfir þetta. Það er tvennt í stöðunni; annað hvort leggjumst við niður og segjum greyið ég eða rífum þetta áfram. Við höfum áður verið með bakið upp við vegg og unnið þrjá leiki í röð. Við þurfum bara að stilla saman strengi okkur og keyra þetta í gang,“ sagði Halldór Harri sem hefur fulla trú á sínum stelpum. „Klárlega. Ef við hefðum ekki trú á þessu hefðum við ekki mætt hingað. Við erum með gott lið en þurfum að ná fram betri leik.“25-22 (Leik lokið): Sigurbjörg klárar þetta með sínu fimmta marki. Fram er komið í 2-0 og getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri í þriðja leik liðanna á sunnudaginn.24-22 (59. mín): Ragnheiður skorar ótrúlega mikilvægt mark og erfiðri stöðu. Komin alveg hægra megin en nær frábæru skoti í fjærhornið. Halldór Harri tekur sitt síðasta leikhlé.23-22 (59. mín): Rakel minnkar muninn í eitt mark! Hvað er í gangi?23-21 (57. mín): Fram tapar boltanum og Hanna skorar. Tveggja marka munur. Þetta er orðið áhugavert.23-20 (56. mín): Tvö mörk í röð hjá Stjörnunni og Fram verður einni færri næstu tvær mínúturnar. Enn er von fyrir gestina.23-18 (54. mín): Ragnheiður kemur Fram fimm mörkum yfir. Þetta er líklega síðasti naglinn í kistu Stjörnunnar.22-18 (51. mín): Sigurbjörg kemur Fram fjórum mörkum yfir. Sé þær ekki klúðra þessu. Stjarnan hefur bara verið það máttlítil í seinni hálfleik.21-18 (49. mín): Stjörnuvörnin hleypir Hildi of nálægt og hún refsar. Stjarnan verður að fá smá markvörslu. Markverðir gestanna hafa varið eitt skot í seinni hálfleik. Á meðan hefur Guðrún Ósk verið öflug í marki Fram í seinni hálfleiknum.20-17 (47. mín): Sigurbjörg skorar með skoti af gólfinu. Afskaplega vel gert. Halldóri Harri tekur leikhlé. Hann þarf að koma með einhverjar lausnir.18-17 (44. mín): Sólveig Lára minnkar muninn í eitt mark. 3-1 kafli hjá Stjörnunni.17-15 (41. mín): Sólveig Lára skrefar. Arnar og Svavar eru örugglega búnir að dæma svona 15 skref í leiknum. Leikmenn liðanna eru að gera sig seka um afar barnaleg mistök.17-14 (39. mín): Ragnheiður kemur Fram þremur mörkum yfir með marki af vítalínunni. Heimakonur eru með vindinn í bakið þessa stundina.16-14 (37. mín): Hildur skorar í fyrstu sókn Fram með sjö sóknarmenn inni á í einu. Þrjú mörk í röð frá heimakonum.15-14 (34. mín): Brynhildur skýtur í vörnina og Rebekka refsar með marki úr hraðaupphlaupi. Hennar þriðja mark. Fram hefur útfært hraðaupphlaupin virkilega vel í leiknum.13-14 (32. mín): Helena ryðst í gegn og skorar sitt fimmta mark.13-13 (Seinni hálfleikur hafinn): Stjarnan byrjar með boltann.13-13 (Fyrri hálfleik lokið): Hafdís ver lokaskot Rebekku og staðan er því jöfn þegar liðin ganga til búningsherbergja. Sanngjörn staða í afar sveiflukenndum leik. Liðin hafa skipst á því að skora nokkur mörk í röð. Markvarslan hefur ekki verið neitt sérstök og liðin hafa verið full dugleg við að tapa boltanum.11-12 (27. mín): Hanna kemur Stjörnunni með marki úr vítakasti. 3-0 kafli hjá gestunum. Leikhléið hjá Halldóri Harra er greinilega að virka.11-10 (24. mín): Hafdís kemur í mark Stjörnunnar í staðinn fyrir Heiðu sem er aðeins búin að verja þrjú skot. Hafdís tekur dauðafæri frá Steinunni í fyrsta skotinu sem hún fær á sig. Halldór Harri tekur leikhlé. Leyfi mér að giska á að hann sé ósáttur með hversu lengi hans stelpur eru að hlaupa til baka.9-9 (22. mín): Sigurbjörg skorar eftir hraðaupphlaup. Aftur 3-0 kafli hjá Fram. Rakel svarar í næstu sókn. Þetta er rosalega jafnt.8-8 (20. mín): Ragnheiður með tvö mörk í röð og jafnar metin. Verið hættulegasti sóknarmaður Fram í leiknum.6-7 (18. mín): Sigurbjörg skrefar í hraðaupphlaupi. Fram er búið að tapa boltanum of oft og of klaufalega. Stjarnan er reyndar ekki saklaus í þeim efnum.6-6 (15. mín): Rebekka skorar eftir hraðaupphlaup og jafnar metin. Þrjú mörk í röð frá Fram-stúlkum sem hafa heldur betur tekið við sér.4-6 (13. mín): Sigurbjörg skorar með skoti af gólfinu. Bindur endahnútinn á langa og erfiða sókn. Fram þarf að hafa meira fyrir mörkunum sínum hér í upphafi leiks.3-5 (10. mín): Heiða ver og kveikir í hraðaupphlaupi sem Sólveig Lára klárar. Stjarnan byrjar þetta betur.3-4 (8. mín): Helena þrumar boltanum í slá og inn. Byssan er greinilega vel hlaðin í dag.2-3 (6. mín): Helena kemst alveg upp að vörninni og skorar með skoti í nærhornið. Kemur Stjörnunni yfir.1-1 (5. mín): Hanna jafnar metin með marki úr hraðaupphlaupi. Hefur gert þetta skrilljón sinnum áður. Guðrún Ósk fer út úr markinu og var heppin að snerta Hönnu ekki. Það hefði þýtt rautt spjald.1-0 (2. mín): Ragnheiður skorar fyrsta mark leiksins úr vítakasti.0-0 (Leikur hafinn): Fram byrjar með boltann.Fyrir leik:Það er fámennt en eflaust góðmennt Stjörnumegin í stúkunni. Garðbæingum fjölgar vonandi á næstu mínútum.Fyrir leik:Fram gerir vel við blaðamenn og fóðrar þá á sætabrauði og sælgæti. Engar áhyggjur, þeir mega við því.Fyrir leik:Stjarnan þarf að fá betri markvörslu í leiknum í dag en þær fengu á mánudaginn. Þá vörðu, markverðir Stjörnunnar, Heiða Ingólfsdóttir og Hafdís Renötudóttir, samtals 12 skot gegn 24 skotum Guðrúnar Óskar í marki Fram.Fyrir leik:Karen Knútsdóttir er væntanlega á heimleið í Fram. Þórey Rósa Stefánsdóttir er búin að semja við Fram sem verður með svakalegt lið á næsta tímabili. Fram er með sterkt lið í dag en það verður enn sterkara eftir að hafa fengið tvo byrjunarliðsmenn í íslenska landsliðinu.Fyrir leik:Stórskytturnar Ragnheiður Júlíusdóttir og Helena Rut Örvarsdóttir voru markahæstar í leiknum í mánudaginn. Þær skoruðu báðar átta mörk.Fyrir leik:Fram sópaði Haukum úr leik í undanúrslitunum en Stjarnan þurfti oddaleik til að komast í gegnum Gróttu. Raunar vann Stjarnan fjóra leiki í því einvíginu en Gróttu var dæmdur sigur í einum þeirra eins og frægt er orðið.Fyrir leik:Stjarnan er að spila í úrslitum fimmta árið. Liðið tapaði fyrir Fram 2013, Val 2014 og Gróttu 2015 og 2016. Stjörnukonum finnst eflaust vera kominn tími til að vinna Íslandsmeistaratitilinn sem liðið hefur ekki unnið síðan 2009.Fyrir leik:Þetta er sjötti leikur liðanna í vetur. Fram vann fyrri leikinn í Olís-deildinni, 22-27, en Stjarnan vann þann seinni hér í Safamýrinni, 21-27, og tryggði sér þar með deildarmeistaratitilinn. Fram vann Stjörnuna, 23-22, í úrslitaleik deildabikarsins um áramótin. Stjarnan vann hins vegar bikarúrslitaleik liðanna, 19-18.Fyrir leik:Lokamínúturnar voru afar skrautlegar þar sem Guðrún Ósk Maríasdóttir, markvörður Fram, gerði sér m.a. ferð úr markinu eins og sjá má hér. Guðrún Ósk var annars besti leikmaður vallarins en hún varði yfir 20 skot.Fyrir leik:Fram er 1-0 yfir í einvíginu eftir 24-25 sigur í fyrsta leik liðanna í TM-höllinni í Garðabænum. Stjarnan byrjaði leikinn betur en Fram náði svo yfirhöndinni og hélt út þrátt fyrir að skora ekki síðustu 13 mínútur leiksins. Stjarnan skoraði reyndar bara tvö mörk á þessum kafla.Fyrir leik:Góðan daginn og velkomin til leiks! Hér munum við fylgjast með öðrum leik Fram og Stjörnunnar í úrslitum Olís-deildar kvenna í handbolta.
Olís-deild kvenna Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Sjá meira