KR-konur unnu þá fyrsta leikinn sinn í Pepsi-deild kvenna í sumar en Vesturbæjarliðið var stigalaust eftir fyrstu fimm leikina.
KR vann 3-1 sigur á Fylki í Árbænum í fyrsta leik sjöttu umferðar en KR-konur fjórfölduðu markaskor sumarsins í þessum leik
Landsliðskonan Hólmfríður Magnúsdóttir er að koma til baka eftir meiðsli en hafði aðeins komið inná sem varamaður fram að leiknum í dag. Hólmfríður fékk nú að byrja leikinn og þá var ekki sökum að spyrja. Hólmfríður sýndi styrk sinn og skoraði tvö af mörkum KR.
Fyrsta mark KR-liðsins skoraði Sigríður María S Sigurðardóttir, hennar fyrsta mark í sumar. Markið kom á 28. mínútu og aðeins þremur mínútum síðar var Hólmfríður búin að koma KR í 2-0. Jesse Shugg minnkaði muninn fyrir Fylki rétt fyrir hálfleik og það var því enn spenna í leiknum.
Hólmfríður fór hinsvegar langt með að gera út um leikinn þegar hún kom KR-liðinu í 3-1 á 66. mínútu.
Hólmfríður Magnúsdóttir var ekki valin í landsliðshópinn fyrir leikina á móti Írlandi og Brasilíu en þessi frammistaða hennar í dag eru mjög góðar fréttir fyrir landsliðsþjálfarann Frey Alexanderssonar nú þegar styttist í Evrópumótið í Hollandi.
Upplýsingar um markaskorara er fengnar frá úrslitaþjónustunni úrslit.net.
Eyþór Árnason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í dag og tók þessar skemmtilegu myndir hér fyrir neðan.







