Sindri Snær Jensson mun standa í marki KR þegar liðið mætir FH í stórleik 5. umferðar Pepsi-deildar karla í kvöld.
Stefán Logi Magnússon, aðalmarkvörður KR, þurfti að gangast undir aðgerð á dögunum og verður frá keppni næstu vikurnar. Á meðan mun Sindri standa vaktina í marki KR.
Sindra er fleira til lista lagt en að verja skot en hann rekur verslunina Húrra Reykjavík á Hverfisgötu. Guðjón Guðmundsson kíkti í heimsókn til Sindra í Húrra Reykjavík í gær.
„Það er áskorun að spila alla leiki, sama hver andstæðingurinn er. En það er vissulega gaman fyrir mig að fá minn fyrsta leik á móti FH,“ sagði Sindri sem hefur leikið einn leik í sumar; bikarleik gegn Leikni F.
„Það er leiðinlegt að koma inn á þessum forsendum; að Stefán meiðist. En ég spilaði annan hvorn leik á móti Stefáni á undirbúningstímabilinu og spilaði gegn Leikni F. Ég er í mjög góðu standi,“ bætti markvörðurinn við.
Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Gaupi kíkti í Húrra Reykjavík | Myndband
Tengdar fréttir

Sindri Snær mun standa í marki KR gegn FH
KR-ingar hafa orðið fyrir áfalli því markvörður félagsins, Stefán Logi Magnússon, er meiddur og þurfti að fara í aðgerð.