Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fann sig ekki á þriðja degi LPGA Volvik meistaramótsins í golfi sem fer fram á Ann Arbor vellinum í Detroit.
Ólafía spilaði vel fyrstu tvo dagana og sú spilamennska skilaði henni í gegnum niðurskurðinn. Hún var á fjórum höggum undir pari eftir fyrstu tvo dagana.
Ólafía lék á þremur höggum yfir pari í dag. Hún fékk tvo skolla á fyrri níu holunum og var komin með fjóra slíka eftir 15 holur.
Á síðustu þremur holunum fékk Ólafía tvö pör og einn fugl og rétt sinn hlut. Hún er núna á einu höggi undir pari.
Ólafía er í 70.-73. sæti fyrir lokadaginn á Volvik meistaramótinu.
Erfiður dagur hjá Ólafíu Þórunni

Tengdar fréttir

Ólafía fékk frábæran örn á lokaholunni og er örugg í gegnum niðurskurðinn
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék annan hringinn á LPGA Volvik meistaramótinu á einu höggi undir pari og er komin í gegnum niðurskurðinn en mótið fer fram á Ann Arbor vellinum við Detroit.

Besta byrjunin hjá Ólafíu á LPGA-mótaröðinni síðan í mars
Íslenski atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir átti mjög flottan fyrsta hring á LPGA Volvik meistaramótinu á Ann Arbor vellinum við Detroit í Bandaríkjunum en þetta mót er hluti af LPGA mótaröðinni.

Ólafía er í 21. sætinu eftir fyrsta dag | Snertimarksdagur hjá okkar konu
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir byrjaði með glæsilegum hætti á fyrsta keppnisdeginum á LPGA Volvik meistaramótinu sem fram fer á Ann Arbor vellinum við Detroit.