Harmagrátur Óttar Guðmundsson skrifar 27. maí 2017 07:00 Í Heimsljósi Halldórs Laxness er rakin saga Ólafs Kárasonar niðursetnings og skálds. Fyrstu kaflarnir fjalla um ömurlega æsku drengsins að Fæti undir Fótarfæti. Einn af þjáningarbræðrum Ólafs var gamall maður og sveitarómagi, Jósef að nafni. Einhverju sinni var honum misþyrmt svo hrottalega af heimilisfólkinu að hann grét beisklega. Ólafur Kárason hafði alltaf haldið að gamlir menn gætu ekki grátið en vissi frá þeirri stundu hið gagnstæða. Engir gráta jafnsárt, „grátur gamalla manna er sá eini sanni grátur“. Nú er kominn til sögunnar enn sárari harmasöngur þar sem forsvarsmenn ferðaþjónustunnar gráta í kór yfir sterku gengi krónunnar. Ég var alinn upp á tímum gengisfellinga. Alvöruþrungnir, dökkklæddir seðlabankastjórar komu reglulega fram í fréttatímum og sögðust ætla að fella gengið um tugi prósenta. Vöruverð hækkaði og í kjölfarið fylgdu víxlhækkanir kaupgjalds og verðlags með óðaverðbólgu. Allir voru sammála um það að gengisfelling hefði dauða og djöful í för með sér. Á síðustu árum hefur tekist að halda verðlagi í landinu stöðugu. Gengi krónunnar hefur styrkst til blessunar fyrir alþýðu manna. Meðan almenningur fagnar hagstæðu gengi grætur ferðamannaiðnaðurinn eins og niðursetningur. Hátt gengi þýðir að ferðamenn kaupa minna af tuskudúkkum og skrani við Laugaveginn. Túristar kvarta undan okurverði í sjoppum hringinn í kringum landið. Þessi grátkór ferðaþjónustunnar er svo hávær og sannfærandi að skynsamasta fólk er farið að kvarta undan of sterkri krónu. Sumir vilja góða og hressandi gengisfellingu upp á gamla móðinn svo að þetta fullorðna fólk hætti að gráta. Jósef gamli dó úr harmi. Enginn vill sjá ferðaþjónustuna drukkna í eigin táraflóði meðan ferðamönnum fjölgar um 20 prósent á hverju ári. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óttar Guðmundsson Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson Skoðun
Í Heimsljósi Halldórs Laxness er rakin saga Ólafs Kárasonar niðursetnings og skálds. Fyrstu kaflarnir fjalla um ömurlega æsku drengsins að Fæti undir Fótarfæti. Einn af þjáningarbræðrum Ólafs var gamall maður og sveitarómagi, Jósef að nafni. Einhverju sinni var honum misþyrmt svo hrottalega af heimilisfólkinu að hann grét beisklega. Ólafur Kárason hafði alltaf haldið að gamlir menn gætu ekki grátið en vissi frá þeirri stundu hið gagnstæða. Engir gráta jafnsárt, „grátur gamalla manna er sá eini sanni grátur“. Nú er kominn til sögunnar enn sárari harmasöngur þar sem forsvarsmenn ferðaþjónustunnar gráta í kór yfir sterku gengi krónunnar. Ég var alinn upp á tímum gengisfellinga. Alvöruþrungnir, dökkklæddir seðlabankastjórar komu reglulega fram í fréttatímum og sögðust ætla að fella gengið um tugi prósenta. Vöruverð hækkaði og í kjölfarið fylgdu víxlhækkanir kaupgjalds og verðlags með óðaverðbólgu. Allir voru sammála um það að gengisfelling hefði dauða og djöful í för með sér. Á síðustu árum hefur tekist að halda verðlagi í landinu stöðugu. Gengi krónunnar hefur styrkst til blessunar fyrir alþýðu manna. Meðan almenningur fagnar hagstæðu gengi grætur ferðamannaiðnaðurinn eins og niðursetningur. Hátt gengi þýðir að ferðamenn kaupa minna af tuskudúkkum og skrani við Laugaveginn. Túristar kvarta undan okurverði í sjoppum hringinn í kringum landið. Þessi grátkór ferðaþjónustunnar er svo hávær og sannfærandi að skynsamasta fólk er farið að kvarta undan of sterkri krónu. Sumir vilja góða og hressandi gengisfellingu upp á gamla móðinn svo að þetta fullorðna fólk hætti að gráta. Jósef gamli dó úr harmi. Enginn vill sjá ferðaþjónustuna drukkna í eigin táraflóði meðan ferðamönnum fjölgar um 20 prósent á hverju ári.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun