Kastað til bata við bakka Langár á Mýrum Karl Lúðvíksson skrifar 26. maí 2017 14:49 Hress hópur kvenna og leiðsögumenn við Langá í Kastað til Bata verkefninu mynd: Ólína Geirsdóttir Síðustu helgi hittust hressar konur upp við Langá í tengslum við verkefnið "Kastað til bata" og það er óhætt að segja að það hafi verið gaman við bakkana þótt veiðivon væri lítil. Systraverkefnið Casting for recvovery var stofnað í Bandaríkjum 1996. Verkefnið gaf konum sem greinst höfðu með með brjóstakrabbamein tækifæri á því að koma saman í náttúrunni, æfa flugukast undir handleiðslu og njóta samvista hver við aðra. Þessi hugmyndafræði hefur veitt þúsundum kvenna hvatningu og styrk. Hugmynd vaknaði hér að styðjast við þær upplýsingar sem fengust á netinu og verkefninu ýtt úr vör. “Kastað til bata” var fyrst haldið 2010 að Laxá í Laxárdal, verkefnið tókst frábærlega og því var ekki nokkur vafi á að aftur skyldi “Kastað til bata”. Ásdís Káradóttir á heiðurinn af fyrstu þremur árunum, hún sá um að að halda utan um Kastað til bata. "Ég fór í fyrstu ferðina og Ragnheiður í aðra ferðina. Við vorum svo heppnar að vinna með Ásdísi. Síðan höfum við Ragnheiður Guðmundsdóttir haldið utan um “Kastað til bata” og það er eitt besta sem ég hef tekið að mér, farið í ferðir og upplifað frábærar stundir með konunum" segir Ólína Geirsdóttir frá Brjóstheill sem er innan Krabbameinsfélagsins.. Markmið þessa boðs er að veita konum tækifæri til að endurnæra sig á líkama og sál með því að æfa flugukast í stórkostlegu umhverfi, njóta samvista við veiðifélaga með svipaða reynslu og veiða ef heppnin er með. Vanir fluguveiðimenn kenna konunum að kasta flugu og verður tekið mið af líkamlegri getu þátttatakenda. Á bökkum gefst konum tækifæri til að gleyma sér í kyrrð og ró í stórbrotinni náttúrufegurð og sækja og gefa styrk til kvenna með svipaða reynslu og eru tilbúnar að miðla af sinni reynslu. Síðast en ekki síst er tilgangurinn sá að njóta gleðinnar sem því fylgir að kasta flugu, renna fyrir fisk, vaða tært vatn og endurnærast á sál og líkama. Veiði snýst um að kasta, vona og landa. Konur á öllum aldri sem eiga það eitt sameiginlegt að hafa greinst með brjóstaktabbamein upplifa að “Kastað til bata” snýst um það að hafa gaman af lífinu takast á við það og sigra sjálfa sig. Umsjónaraðilar verkefnisins vildu koma þökkum á framfæri til allra sem styrktu þetta góða starf og það er ljóst að það verður farið aftur að ári. Mest lesið Hálendisveiðin gengur vel Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Fjórir á land við opnun Selár Veiði Nokkrar lokatölur og orð um aflabrest í hafbeitinni Veiði Minnkandi laxgengd kemur fram í meðafla skipa Veiði Víðidalsá komin í 25 laxa og áinn í góðu vatni Veiði Fyrsta rjúpnahelgin að baki Veiði Flottar bleikjur úr Kleifarvatni Veiði Ytri Rangá að detta í gang Veiði Flott sjóbleikja í Fögruhlíðarósi Veiði
Síðustu helgi hittust hressar konur upp við Langá í tengslum við verkefnið "Kastað til bata" og það er óhætt að segja að það hafi verið gaman við bakkana þótt veiðivon væri lítil. Systraverkefnið Casting for recvovery var stofnað í Bandaríkjum 1996. Verkefnið gaf konum sem greinst höfðu með með brjóstakrabbamein tækifæri á því að koma saman í náttúrunni, æfa flugukast undir handleiðslu og njóta samvista hver við aðra. Þessi hugmyndafræði hefur veitt þúsundum kvenna hvatningu og styrk. Hugmynd vaknaði hér að styðjast við þær upplýsingar sem fengust á netinu og verkefninu ýtt úr vör. “Kastað til bata” var fyrst haldið 2010 að Laxá í Laxárdal, verkefnið tókst frábærlega og því var ekki nokkur vafi á að aftur skyldi “Kastað til bata”. Ásdís Káradóttir á heiðurinn af fyrstu þremur árunum, hún sá um að að halda utan um Kastað til bata. "Ég fór í fyrstu ferðina og Ragnheiður í aðra ferðina. Við vorum svo heppnar að vinna með Ásdísi. Síðan höfum við Ragnheiður Guðmundsdóttir haldið utan um “Kastað til bata” og það er eitt besta sem ég hef tekið að mér, farið í ferðir og upplifað frábærar stundir með konunum" segir Ólína Geirsdóttir frá Brjóstheill sem er innan Krabbameinsfélagsins.. Markmið þessa boðs er að veita konum tækifæri til að endurnæra sig á líkama og sál með því að æfa flugukast í stórkostlegu umhverfi, njóta samvista við veiðifélaga með svipaða reynslu og veiða ef heppnin er með. Vanir fluguveiðimenn kenna konunum að kasta flugu og verður tekið mið af líkamlegri getu þátttatakenda. Á bökkum gefst konum tækifæri til að gleyma sér í kyrrð og ró í stórbrotinni náttúrufegurð og sækja og gefa styrk til kvenna með svipaða reynslu og eru tilbúnar að miðla af sinni reynslu. Síðast en ekki síst er tilgangurinn sá að njóta gleðinnar sem því fylgir að kasta flugu, renna fyrir fisk, vaða tært vatn og endurnærast á sál og líkama. Veiði snýst um að kasta, vona og landa. Konur á öllum aldri sem eiga það eitt sameiginlegt að hafa greinst með brjóstaktabbamein upplifa að “Kastað til bata” snýst um það að hafa gaman af lífinu takast á við það og sigra sjálfa sig. Umsjónaraðilar verkefnisins vildu koma þökkum á framfæri til allra sem styrktu þetta góða starf og það er ljóst að það verður farið aftur að ári.
Mest lesið Hálendisveiðin gengur vel Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Fjórir á land við opnun Selár Veiði Nokkrar lokatölur og orð um aflabrest í hafbeitinni Veiði Minnkandi laxgengd kemur fram í meðafla skipa Veiði Víðidalsá komin í 25 laxa og áinn í góðu vatni Veiði Fyrsta rjúpnahelgin að baki Veiði Flottar bleikjur úr Kleifarvatni Veiði Ytri Rangá að detta í gang Veiði Flott sjóbleikja í Fögruhlíðarósi Veiði