Besta byrjunin hjá Ólafíu á LPGA-mótaröðinni síðan í mars Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2017 16:32 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. vísir/getty Íslenski atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir átti mjög flottan fyrsta hring á LPGA Volvik meistaramótinu á Ann Arbor vellinum við Detroit í Bandaríkjunum en þetta mót er hluti af LPGA mótaröðinni. Ólafía Þórunn lék átján holurnar á 69 höggum eða þremur höggum undir pari vallarins. Hún var einu höggi yfir pari eftir fimm fyrstu holurnar en náði þá þremur fuglum á fjórum síðustu holum á fyrri níu. Ólafía lék síðan seinni níu holurnar á einu höggi undir pari og fékk samtals fjóra fugla á þessum hring. Ólafía Þórunn er eins og er í sjötta sæti á mótinu en margar eiga eftir að ljúka leik á fyrsta hringnum og því gæti hún færst eitthvað niður á listanna í dag. Ólafía Þórunn fékk nýjan aðstoðarmann á LPGA Volvik mótinu en þar mætti til leiks þaulreyndur atvinnukylfuberi. Thomas Bojanowski, unnusti Ólafíu Þórunnar, var aðstoðarmaður hennar á Kingsmill meistaramótinu í Williamsburg í síðustu viku. Eftir þessa góðu byrjun á Ólafía Þórunn ágæta möguleika á því að ná lokaniðurskurðinum í fyrsta sinn síðan á ISPS Handa mótinu í Ástralíu í febrúar. Ólafía Þórunn hefur ekki komist í gegnum niðurskurðinn á síðustu fimm LPGA-mótum sínum en þetta er besta byrjun hennar á móti síðan á Bank of Hope mótinu um miðjan mars. Þetta er annað mótið hennar í fjögurra móta törn því hún á síðan eftir að keppa á ShopRite LPGA Classic í New Jersey 2. til 4. júní og svo á Manulife LPGA Classic mótinu í Toronto 8. til 11. júní. Ólafía Þórunn hefur nú þegar leikið á sjö mótum á LPGA mótaröðinni frá því í janúar. Hún komst í gegnum niðurskurðinn á fyrstu tveimur mótunum en síðan þrjú mót í röð þar sem hún komst ekki í gegnum niðurskurðinn. Á sjötta mótinu komst hún í gegnum fyrri niðurskurðinn eftir 54 holur en hún komst ekki í gegnum niðurskurðinn á síðasta móti i Williamsburg. Golf Tengdar fréttir Ólafía Þórunn á þremur yfir pari eftir fyrsta hringinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er á þremur höggum yfir pari eftir fyrsta hringinn á Volunteers of America Texas Shootout mótinu í golfi. 28. apríl 2017 00:34 Frábær frammistaða Ólafíu sem komst örugglega í gegnum niðurskurðinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék frábærlega á öðrum hring á Volunteers of America Texas Shootout mótinu í golfi. 28. apríl 2017 19:11 Ólafía Þórunn fékk sér að sjálfsögðu Hawaii pizzu á Hawaii Íslenski atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er komin til Hawaiieyja þar sem hún mun í páskavikunni taka þátt í Lotte Championship mótinu á bandarísku mótaröðinni í golfi. 11. apríl 2017 13:00 Afleitur hringur Ólafíu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fann sig ekki á þriðja degi Volunteers of America Texas Shootout mótsins í golfi sem fer fram á Las Colinas vellinum í Texas. 29. apríl 2017 18:21 Vonir um íslenska páskafugla Páskahelgin er söguleg fyrir því í fyrsta sinn á Ísland keppendur á bandarísku og evrópsku mótaröðinni á sama tíma. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir keppir á LPGA á Hawaii og Valdís Þóra Jónsdóttir á LET í Marokkó. 13. apríl 2017 06:00 Ólafía Þórunn á tveimur höggum yfir pari Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék á tveimur höggum yfir pari á fyrsta degi Kingsmill Championship mótinu í Williamsburg í Virginíu. Mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni í golfi. 18. maí 2017 21:28 Ólafía Þórunn: Golf er ekki alltaf dans á rósum Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir segir í nýjum pistli á Facebook að hún þurfi að slaka betur á og halda sér í núinu. 15. apríl 2017 11:45 Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Íslenski atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir átti mjög flottan fyrsta hring á LPGA Volvik meistaramótinu á Ann Arbor vellinum við Detroit í Bandaríkjunum en þetta mót er hluti af LPGA mótaröðinni. Ólafía Þórunn lék átján holurnar á 69 höggum eða þremur höggum undir pari vallarins. Hún var einu höggi yfir pari eftir fimm fyrstu holurnar en náði þá þremur fuglum á fjórum síðustu holum á fyrri níu. Ólafía lék síðan seinni níu holurnar á einu höggi undir pari og fékk samtals fjóra fugla á þessum hring. Ólafía Þórunn er eins og er í sjötta sæti á mótinu en margar eiga eftir að ljúka leik á fyrsta hringnum og því gæti hún færst eitthvað niður á listanna í dag. Ólafía Þórunn fékk nýjan aðstoðarmann á LPGA Volvik mótinu en þar mætti til leiks þaulreyndur atvinnukylfuberi. Thomas Bojanowski, unnusti Ólafíu Þórunnar, var aðstoðarmaður hennar á Kingsmill meistaramótinu í Williamsburg í síðustu viku. Eftir þessa góðu byrjun á Ólafía Þórunn ágæta möguleika á því að ná lokaniðurskurðinum í fyrsta sinn síðan á ISPS Handa mótinu í Ástralíu í febrúar. Ólafía Þórunn hefur ekki komist í gegnum niðurskurðinn á síðustu fimm LPGA-mótum sínum en þetta er besta byrjun hennar á móti síðan á Bank of Hope mótinu um miðjan mars. Þetta er annað mótið hennar í fjögurra móta törn því hún á síðan eftir að keppa á ShopRite LPGA Classic í New Jersey 2. til 4. júní og svo á Manulife LPGA Classic mótinu í Toronto 8. til 11. júní. Ólafía Þórunn hefur nú þegar leikið á sjö mótum á LPGA mótaröðinni frá því í janúar. Hún komst í gegnum niðurskurðinn á fyrstu tveimur mótunum en síðan þrjú mót í röð þar sem hún komst ekki í gegnum niðurskurðinn. Á sjötta mótinu komst hún í gegnum fyrri niðurskurðinn eftir 54 holur en hún komst ekki í gegnum niðurskurðinn á síðasta móti i Williamsburg.
Golf Tengdar fréttir Ólafía Þórunn á þremur yfir pari eftir fyrsta hringinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er á þremur höggum yfir pari eftir fyrsta hringinn á Volunteers of America Texas Shootout mótinu í golfi. 28. apríl 2017 00:34 Frábær frammistaða Ólafíu sem komst örugglega í gegnum niðurskurðinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék frábærlega á öðrum hring á Volunteers of America Texas Shootout mótinu í golfi. 28. apríl 2017 19:11 Ólafía Þórunn fékk sér að sjálfsögðu Hawaii pizzu á Hawaii Íslenski atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er komin til Hawaiieyja þar sem hún mun í páskavikunni taka þátt í Lotte Championship mótinu á bandarísku mótaröðinni í golfi. 11. apríl 2017 13:00 Afleitur hringur Ólafíu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fann sig ekki á þriðja degi Volunteers of America Texas Shootout mótsins í golfi sem fer fram á Las Colinas vellinum í Texas. 29. apríl 2017 18:21 Vonir um íslenska páskafugla Páskahelgin er söguleg fyrir því í fyrsta sinn á Ísland keppendur á bandarísku og evrópsku mótaröðinni á sama tíma. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir keppir á LPGA á Hawaii og Valdís Þóra Jónsdóttir á LET í Marokkó. 13. apríl 2017 06:00 Ólafía Þórunn á tveimur höggum yfir pari Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék á tveimur höggum yfir pari á fyrsta degi Kingsmill Championship mótinu í Williamsburg í Virginíu. Mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni í golfi. 18. maí 2017 21:28 Ólafía Þórunn: Golf er ekki alltaf dans á rósum Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir segir í nýjum pistli á Facebook að hún þurfi að slaka betur á og halda sér í núinu. 15. apríl 2017 11:45 Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Ólafía Þórunn á þremur yfir pari eftir fyrsta hringinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er á þremur höggum yfir pari eftir fyrsta hringinn á Volunteers of America Texas Shootout mótinu í golfi. 28. apríl 2017 00:34
Frábær frammistaða Ólafíu sem komst örugglega í gegnum niðurskurðinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék frábærlega á öðrum hring á Volunteers of America Texas Shootout mótinu í golfi. 28. apríl 2017 19:11
Ólafía Þórunn fékk sér að sjálfsögðu Hawaii pizzu á Hawaii Íslenski atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er komin til Hawaiieyja þar sem hún mun í páskavikunni taka þátt í Lotte Championship mótinu á bandarísku mótaröðinni í golfi. 11. apríl 2017 13:00
Afleitur hringur Ólafíu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fann sig ekki á þriðja degi Volunteers of America Texas Shootout mótsins í golfi sem fer fram á Las Colinas vellinum í Texas. 29. apríl 2017 18:21
Vonir um íslenska páskafugla Páskahelgin er söguleg fyrir því í fyrsta sinn á Ísland keppendur á bandarísku og evrópsku mótaröðinni á sama tíma. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir keppir á LPGA á Hawaii og Valdís Þóra Jónsdóttir á LET í Marokkó. 13. apríl 2017 06:00
Ólafía Þórunn á tveimur höggum yfir pari Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék á tveimur höggum yfir pari á fyrsta degi Kingsmill Championship mótinu í Williamsburg í Virginíu. Mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni í golfi. 18. maí 2017 21:28
Ólafía Þórunn: Golf er ekki alltaf dans á rósum Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir segir í nýjum pistli á Facebook að hún þurfi að slaka betur á og halda sér í núinu. 15. apríl 2017 11:45