Milos: Þeir tala alltaf illa um fólk Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. maí 2017 15:04 Milos Milojevic og Hajrudin Cardakilja lenti saman. vísir/ernir/gva Milos Milojevic vísar ásökunum framkvæmdastjóra Víkings R. til föðurhúsanna og segir að stjórn félagsins hafi valið markmannsþjálfarann Hajrudin Cardakilja fram yfir hann.Í samtali við Vísi í dag sakaði Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings, Milos um að hafa sett upp hálfgert leikrit þegar hann hætti hjá Víkingi og tók í kjölfarið við Breiðabliki í gær. „Þetta var mjög hönnuð atburðarrás. Það er alveg ljóst. Maður er svolítið pirraður yfir þessu,“ sagði Haraldur. „Atburðarrásin er klárlega hönnuð og ég ætla að skrifa bók um þetta. Sú bók gæti endað á fjölum leikhússins. Milos er ægilega lyginn í öllu þessu ferli. Síðast í gær er hann að panta gám til Serbíu er við erum að ganga frá við hann. Tveim tímum síðar er hann orðinn þjálfari Blika. Það voru líka hlutir sem gerðust í síðustu viku sem bera þess vitni að þetta hafi allt verið planað. Ég veit samt ekki hversu mikla sök Blikar eiga í þessari atburðarrás. Ég held það sé meira Milos.“Var á leiðinni til SerbíuÍ samtali við Fótbolta.net sver Milos af sér allar sakir og segist ekki hafa farið á bak við Víkingana. „Þetta eru stór orð sem framkvæmdastjóri félagsins er að gefa út sem hann hefur engan rökstuðning á bakvið. Ég myndi endilega vilja sjá rökstuðninginn," sagði Milos við Fótbolta.net. Hann segist ekki hafa heyrt í Blikum fyrr en eftir að hann hætti hjá Víkingi. „Það er sannleikur að ég hafði ekki heyrt frá Blikum og ég var á leiðinni til Serbíu. En svo kemur áhugi og ég er atvinnuþjálfari og fer þangað sem ég er velkominn," sagði Milos. „Ég veit ekki hvort þeir vildu hafa þetta eins hjá nokkrum þjálfurum sem voru áður hjá þeim en luku ferlinum eftir að þeir hættu hjá Víkingi, Leifur Garðarsson og fleiri. Því þeir tala alltaf illa um fólk. Ég ber þessu fólki í Víkingi bara bestu orð, og félaginu líka og óska þeim alls hins besta. Það þarf að spyrja Halla hvort hann hafi verði heiðarlegur með öllu við mig. Ég er pottþétt ekki lyginn, það er 100%.“Cardakilja varð fyrir valinu Milos og Cardakilja lenti saman í bikarleik Víkings og Hauka í síðustu viku. Milos var ósáttur við framkomu Cardakilja sem hótaði að hætta eftir leikinn. Milos rauk svo út af sáttafundi á föstudaginn og hætti hjá Víkingi eftir nær áratugs starf fyrir félagið. „Þeir völdu á milli mín og Cardaklija og völdu hann. Þeir völdu að bakka hann upp því þeir töldu mikilvægt að hafa markmannsþjálfara á meðan Róló [Róbert Örn Óskarsson, markvörður liðsins] er meiddur. Ég á ekki að taka ábyrgð á þeirra mistökum. Þeir sýndu að þeir treystu honum frekar en mér og þá var erfitt fyrir mig að halda áfram. Þú sérð svo næsta skref í þessu, hann fékk stöðuhækkun og er tímabundið annar þjálfari liðsins ásamt Dragan Kazic,“ segir Milos. „Ég vildi að hann ynni sína vinnu og hugsaði bara um markmann okkar liðs og markmann andstæðinganna. Hann vildi skipta sér af dómaranum og þjálfaraboxinu hinum megin. Hann er góður maður en gat ekki stjórnað sínu skapi í leikjum.“ Milos stýrði sinni fyrstu æfingu hjá Breiðabliki í gær en fyrsti leikur liðsins undir hans stjórn er gegn Víkingi Ó. á sunnudaginn. Víkingar eru hins vegar enn þjálfaralausir. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Valur - Stjarnan | Evrópubaráttan í algleymi Íslenski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Fleiri fréttir Valur - Stjarnan | Evrópubaráttan í algleymi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Sjá meira
Milos Milojevic vísar ásökunum framkvæmdastjóra Víkings R. til föðurhúsanna og segir að stjórn félagsins hafi valið markmannsþjálfarann Hajrudin Cardakilja fram yfir hann.Í samtali við Vísi í dag sakaði Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings, Milos um að hafa sett upp hálfgert leikrit þegar hann hætti hjá Víkingi og tók í kjölfarið við Breiðabliki í gær. „Þetta var mjög hönnuð atburðarrás. Það er alveg ljóst. Maður er svolítið pirraður yfir þessu,“ sagði Haraldur. „Atburðarrásin er klárlega hönnuð og ég ætla að skrifa bók um þetta. Sú bók gæti endað á fjölum leikhússins. Milos er ægilega lyginn í öllu þessu ferli. Síðast í gær er hann að panta gám til Serbíu er við erum að ganga frá við hann. Tveim tímum síðar er hann orðinn þjálfari Blika. Það voru líka hlutir sem gerðust í síðustu viku sem bera þess vitni að þetta hafi allt verið planað. Ég veit samt ekki hversu mikla sök Blikar eiga í þessari atburðarrás. Ég held það sé meira Milos.“Var á leiðinni til SerbíuÍ samtali við Fótbolta.net sver Milos af sér allar sakir og segist ekki hafa farið á bak við Víkingana. „Þetta eru stór orð sem framkvæmdastjóri félagsins er að gefa út sem hann hefur engan rökstuðning á bakvið. Ég myndi endilega vilja sjá rökstuðninginn," sagði Milos við Fótbolta.net. Hann segist ekki hafa heyrt í Blikum fyrr en eftir að hann hætti hjá Víkingi. „Það er sannleikur að ég hafði ekki heyrt frá Blikum og ég var á leiðinni til Serbíu. En svo kemur áhugi og ég er atvinnuþjálfari og fer þangað sem ég er velkominn," sagði Milos. „Ég veit ekki hvort þeir vildu hafa þetta eins hjá nokkrum þjálfurum sem voru áður hjá þeim en luku ferlinum eftir að þeir hættu hjá Víkingi, Leifur Garðarsson og fleiri. Því þeir tala alltaf illa um fólk. Ég ber þessu fólki í Víkingi bara bestu orð, og félaginu líka og óska þeim alls hins besta. Það þarf að spyrja Halla hvort hann hafi verði heiðarlegur með öllu við mig. Ég er pottþétt ekki lyginn, það er 100%.“Cardakilja varð fyrir valinu Milos og Cardakilja lenti saman í bikarleik Víkings og Hauka í síðustu viku. Milos var ósáttur við framkomu Cardakilja sem hótaði að hætta eftir leikinn. Milos rauk svo út af sáttafundi á föstudaginn og hætti hjá Víkingi eftir nær áratugs starf fyrir félagið. „Þeir völdu á milli mín og Cardaklija og völdu hann. Þeir völdu að bakka hann upp því þeir töldu mikilvægt að hafa markmannsþjálfara á meðan Róló [Róbert Örn Óskarsson, markvörður liðsins] er meiddur. Ég á ekki að taka ábyrgð á þeirra mistökum. Þeir sýndu að þeir treystu honum frekar en mér og þá var erfitt fyrir mig að halda áfram. Þú sérð svo næsta skref í þessu, hann fékk stöðuhækkun og er tímabundið annar þjálfari liðsins ásamt Dragan Kazic,“ segir Milos. „Ég vildi að hann ynni sína vinnu og hugsaði bara um markmann okkar liðs og markmann andstæðinganna. Hann vildi skipta sér af dómaranum og þjálfaraboxinu hinum megin. Hann er góður maður en gat ekki stjórnað sínu skapi í leikjum.“ Milos stýrði sinni fyrstu æfingu hjá Breiðabliki í gær en fyrsti leikur liðsins undir hans stjórn er gegn Víkingi Ó. á sunnudaginn. Víkingar eru hins vegar enn þjálfaralausir.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Valur - Stjarnan | Evrópubaráttan í algleymi Íslenski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Fleiri fréttir Valur - Stjarnan | Evrópubaráttan í algleymi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Sjá meira