Willum Þór: Við verðum bara betri Smári Jökull Jónsson skrifar 22. maí 2017 23:15 Willum Þór er þjálfari KR. vísir/andri marinó Willum Þór Þórsson var nokkuð sáttur með leik KR-inga gegn Val í kvöld þó auðvitað væri hann ekki sáttur með að fara stigalaus frá Hlíðarenda. „Mér fannst við spila feykilega vel stærstan hluta fyrri hálfleiks, þar til kannski á kafla undir lok hálfleiksins þar sem vörnin fór aðeins úr skipulagi og við vorum teknir flatir í tví- eða þrígang.“ „Þeir ná inn einu marki þar sem við héldum að Kristinn Ingi væri rangstæður, sem hann var svo sannarlega, en svo kemur seinna hlaupið og ég skal ekkert sverja fyrir það hvort Sigurður Egill hafi verið rangstæður. En við eigum auðvitað ekkert að stoppa heldur halda áfram þar til flautan gellur,“ sagði Willum Þór í samtali við Vísi að leik loknum í kvöld. KR-liðið byrjaði mun betur en Valsmenn og hefðu vel getað skorað mörk í fyrri hálfleiknum. „Mér fannst við eiga miklu meira inni eftir fyrri hálfleikinn en að vera 2-0 undir. Við yfirspiluðum Valsliðið fyrstu 25 mínútur leiksins og spilum feykivel, við verðum að horfa á það. Við gáfumst heldur ekki upp og höfðum trú á því allan tímann að við gætum jafnað. Ég er feykilega sáttur með spilamennskuna en þeir refsuðu okkur grimmilega því þeir eru með frábært lið.“ Óskar Örn Hauksson misnotaði vítaspyrnu á 22.mínútu þegar hann þrumaði í stöngina og í kjölfarið tóku Valsmenn yfir og fengu nokkur góð færi. „Það er akkúrat í kjölfarið á því sem þessi skrýtni kafli kom, sérstaklega í varnarleikinn hjá okkur. Það má vel vera að það hafi slegið okkur út af laginu. Við eigum að vera það sterkir að við náum að yfirstíga það og við gerðum það í síðari hálfleiknum.“ Willum ræddi aðeins við fjórða dómara leiksins á meðan á leiknum stóð en hann virtist vera ósáttur með það að Valsarinn Haukur Páll Sigurðsson fengi ekki gult spjald í fleiri en eitt skipti. „Við erum í sókn og hann (Þóroddur Hjaltalín dómari) lætur leikinn halda áfram eftir brot hjá Hauki Páli og ég spyr þá einfaldlega hvort þeir ætli að gleyma honum. Mér fannst það verðskulda spjald sem hefði kannski stoppað hann í að ganga jafn vasklega fram og hann gerði í síðari hálfleik. En ég kvarta ekkert undan því að menn gangi vasklega fram,“ sagði Willum Þór. KR-ingar eru komnir með sex stig eftir fyrstu fjórar umferðirnar, eftir sigra gegn Víkingi Ólafsvík og ÍA en töp gegn Víkingum og Val. „Ég met stöðuna þannig að við erum að spila feykilega vel og það er góður bragur á liðinu. Við verðum bara betri,“ sagði Willum Þór að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Sigurbjörn: Erum ekkert að spá í liðunum í kring Sigurbjörn Hreiðarsson aðstoðarþjálfari Vals var ánægður með stigin þrjú sem hans menn náðu í með 2-0 sigrinum á KR en sagði að KR-ingarnir hefðu verið sterkari að mörgu leyti í kvöld. 22. maí 2017 22:21 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - KR 2-1 | Valsmenn hlupu framhjá KR-ingum Valsmenn settust við hlið Stjörnumanna á toppi Pepsi-deildar karla eftir heimasigur á nágrönnunum og erkifjendunum úr Vesturbænum. 22. maí 2017 23:00 Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Körfubolti Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira
Willum Þór Þórsson var nokkuð sáttur með leik KR-inga gegn Val í kvöld þó auðvitað væri hann ekki sáttur með að fara stigalaus frá Hlíðarenda. „Mér fannst við spila feykilega vel stærstan hluta fyrri hálfleiks, þar til kannski á kafla undir lok hálfleiksins þar sem vörnin fór aðeins úr skipulagi og við vorum teknir flatir í tví- eða þrígang.“ „Þeir ná inn einu marki þar sem við héldum að Kristinn Ingi væri rangstæður, sem hann var svo sannarlega, en svo kemur seinna hlaupið og ég skal ekkert sverja fyrir það hvort Sigurður Egill hafi verið rangstæður. En við eigum auðvitað ekkert að stoppa heldur halda áfram þar til flautan gellur,“ sagði Willum Þór í samtali við Vísi að leik loknum í kvöld. KR-liðið byrjaði mun betur en Valsmenn og hefðu vel getað skorað mörk í fyrri hálfleiknum. „Mér fannst við eiga miklu meira inni eftir fyrri hálfleikinn en að vera 2-0 undir. Við yfirspiluðum Valsliðið fyrstu 25 mínútur leiksins og spilum feykivel, við verðum að horfa á það. Við gáfumst heldur ekki upp og höfðum trú á því allan tímann að við gætum jafnað. Ég er feykilega sáttur með spilamennskuna en þeir refsuðu okkur grimmilega því þeir eru með frábært lið.“ Óskar Örn Hauksson misnotaði vítaspyrnu á 22.mínútu þegar hann þrumaði í stöngina og í kjölfarið tóku Valsmenn yfir og fengu nokkur góð færi. „Það er akkúrat í kjölfarið á því sem þessi skrýtni kafli kom, sérstaklega í varnarleikinn hjá okkur. Það má vel vera að það hafi slegið okkur út af laginu. Við eigum að vera það sterkir að við náum að yfirstíga það og við gerðum það í síðari hálfleiknum.“ Willum ræddi aðeins við fjórða dómara leiksins á meðan á leiknum stóð en hann virtist vera ósáttur með það að Valsarinn Haukur Páll Sigurðsson fengi ekki gult spjald í fleiri en eitt skipti. „Við erum í sókn og hann (Þóroddur Hjaltalín dómari) lætur leikinn halda áfram eftir brot hjá Hauki Páli og ég spyr þá einfaldlega hvort þeir ætli að gleyma honum. Mér fannst það verðskulda spjald sem hefði kannski stoppað hann í að ganga jafn vasklega fram og hann gerði í síðari hálfleik. En ég kvarta ekkert undan því að menn gangi vasklega fram,“ sagði Willum Þór. KR-ingar eru komnir með sex stig eftir fyrstu fjórar umferðirnar, eftir sigra gegn Víkingi Ólafsvík og ÍA en töp gegn Víkingum og Val. „Ég met stöðuna þannig að við erum að spila feykilega vel og það er góður bragur á liðinu. Við verðum bara betri,“ sagði Willum Þór að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Sigurbjörn: Erum ekkert að spá í liðunum í kring Sigurbjörn Hreiðarsson aðstoðarþjálfari Vals var ánægður með stigin þrjú sem hans menn náðu í með 2-0 sigrinum á KR en sagði að KR-ingarnir hefðu verið sterkari að mörgu leyti í kvöld. 22. maí 2017 22:21 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - KR 2-1 | Valsmenn hlupu framhjá KR-ingum Valsmenn settust við hlið Stjörnumanna á toppi Pepsi-deildar karla eftir heimasigur á nágrönnunum og erkifjendunum úr Vesturbænum. 22. maí 2017 23:00 Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Körfubolti Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira
Sigurbjörn: Erum ekkert að spá í liðunum í kring Sigurbjörn Hreiðarsson aðstoðarþjálfari Vals var ánægður með stigin þrjú sem hans menn náðu í með 2-0 sigrinum á KR en sagði að KR-ingarnir hefðu verið sterkari að mörgu leyti í kvöld. 22. maí 2017 22:21
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - KR 2-1 | Valsmenn hlupu framhjá KR-ingum Valsmenn settust við hlið Stjörnumanna á toppi Pepsi-deildar karla eftir heimasigur á nágrönnunum og erkifjendunum úr Vesturbænum. 22. maí 2017 23:00