Torvelt tímabil í sviðslistum Sigríður Jónsdóttir skrifar 20. maí 2017 09:30 Húsið, eftir Guðmund Steinsson, í leikstjórn Benedikts Erlingssonar í Þjóðleikhúsinu var ótvírætt ein af bestu sýningum leikársins. Hefð er orðin fyrir því að leikárið byrji með Act Alone á Suðureyri þar sem einleikirnir eiga sviðið og Lókal í samvinnu við Reykjavík Dance Festival á höfuðborgarsvæðinu. Að þessu sinni var titill hátíðarinnar EVERYBODY’S SPECTACULAR þar sem sviðsverk af ýmsum toga voru sýnd víðsvegar í borginni. Eftirminnilegasta sýningin var Þær spila blak, hallelúja, sem sviðslistateymið Díó, þær Aðalbjörg Árnadóttir og Ylfa Áskelsdóttir, skapaði um þátttöku sína í blaki áhugafólks. Leikárið hjá Borgarleikhúsinu byrjaði ansi brösuglega með misgóðum sýningum sem voru hvorki fugl né fiskur. Það var ekki fyrr en í nóvember þegar loksins kviknaði eftirminnilegt líf í húsinu með Broti úr hjónabandi í leikstjórn Ólafs Egils Egilssonar og ekki fyrr en í janúar að leikárið virtist fara almennilega af stað með Hún pabbi eftir leikhópinn Trigger Warning og Ræmunni með þeim frábæru Hirti Jóhanni Jónssyni, Kristínu Þóru Haraldsdóttur og Davíð Þór Katrínarsyni innanborðs. Þjóðleikhúsinu farnaðist aðeins betur framan af hausti; Maður sem heitir Ove með hinum stórkostlega Sigurði Sigurjónssyni var í fararbroddi, Lofthræddi örninn Örvar og Íslenski fíllinn í samvinnu við Brúðuheima stóðu allar fyrir sínu en þessar sýningar áttu það sameiginlegt að stóla á einfaldleikann og einlægnina. Stærri sýningar stóru húsanna hafa átt erfitt uppdráttar á leikárinu. Nánast allar sýningar Borgarleikhússins á stóra sviðinu s.s. Blái hnötturinn og farsinn Úti að aka náðu aldrei flugi. Að sama skapi voru Djöflaeyjan, Horft af brúnni og Álfahöllin ekki nægilega vel heppnaðar. Þessar sýningar voru ekki endilega alslæmar heldur frekar óeftirminnilegar. Sýningin Brot úr hjónabandi kom leikárinu betur af stað í Borgarleikhúsinu.Jólasýningarnar fóru í jólaköttinn Það voru nefnilega jólasýningarnar sem voru verstar. Þjóðleikhúsið breytti út af hefðinni og frumsýndi jólasýninguna fyrir jól en hélt sérstaka hátíðarsýningu á annan í jólum. Ekki fór betur en svo að Óþelló, í samvinnu við Vesturport sem Gísli Örn Garðarsson leikstýrði, brotlenti á stóra sviði Þjóðleikhússins með miklum látum. Mikið var skrifað um þá sýningu sem ekki verður rætt frekar en gagnrýni á aldrei að vera persónuleg, heldur fagleg og yfirveguð. Einnig var hlutverkaskipan Nínu Daggar Filippusardóttur sem Jagó umrædd en hvernig væri að hætta skrafinu og láta verkin tala? Hvernig væri að gera eitthvað almennilega róttækt og gefa kvenkyns leikstjóra stjórnartaumana að stórri Shakespeare sýningu? Slíkt hefur ekki gerst í meira en þrjátíu ár á stóru sviðunum Reykjavíkur sem er gjörsamlega ótækt. Ekki fór betur fyrir jólasýningu Borgarleikhússins en Salka Valka eftir Halldór Laxness í leikstjórn Yönu Ross og leikgerð Sölku Guðmundsdóttir í samvinnu við leikstjóra var nánast líflaus með öllu þrátt fyrir feikifínan leikhóp. Virðingarvert er að sjá stóru leikhúsin taka listræna áhættu með stærstu sýningar ársins en spyrja má: Er kominn tími til að stofnanaleikhúsin breyti áherslum sínum þannig að engin ein sýning gnæfi yfir leikárið með þessum hætti?Fjarskaland í Þjóðleikhúsinu var ein af mörgum fínum barnasýningum leikársins.Barnasýningar blómstra Ljósið í skammdeginu er að loksins eru barnasýningar á landinu að blómstra, nánast á öllum vígstöðum og margt í boði fyrir börn á öllum aldri. Íslenski fíllinn, Lofthræddi örninn Örvar og Fjarskaland eftir Guðjón Davíð Karlsson hristu vel upp í Þjóðleikhúsinu þar sem sköpunargleðin ríkti og frumleg nálgun var í fyrirrúmi. Barnasýningar í Borgarleikhúsinu voru aðeins lakari en Blái hnötturinn gekk samt gríðarlega vel og var yndislegt að sjá innra barnastarf hússins skila sér á þennan hátt. Fallega brúðusýningin Á eigin fótum í leikstjórn Agnesar Wild sem var sýnd í Tjarnarbíói lokaði síðan líflegu leikári fyrir yngstu áhorfendurna.Viðvarandi handritahallæri Í viðtali fyrir tíu árum gagnrýndi leikskáldið Edward Albee þá skoðun að leikritaskrif væru byggð á samvinnu. Að hans mati virka leikritaskrif alls ekki þannig heldur er úrvinnsla þess sem leikskáldið skrifar byggt á samvinnu. Útfærslur þessa ferðalags frá blaðsíðu til leiksviðs eru auðvitað misjafnar en staðreyndin er sú að hópavinna í handritagerð skilar sér ekki í góðu handriti, með örfáum undantekningum. Í besta falli komast skilaboðin áleiðis en ná sjaldnast einhverri dýpt. Leikgerðir skáldsagna, sem enn þá er alltof mikið um á íslenskum leiksviðum, takast á við þennan sama vanda og höfundar leikgerða treysta alltof oft á áhorfendur til að fylla upp í eyðurnar með því að hafa lesið bókina. Slíkt býður sjaldnast upp á gott eða ögrandi leikhús heldur frekar upp á endurfrásögn með leikrænum tilburðum. Meira fé verður að veita til leikskálda og lengri tíma til verksins. Alltof lítið er um styrki sem beinast sérstaklega til leikskálda heldur virðast þeir styrkir sem í boði eru fara frekar til sviðslistahópa. Sporna verður við þessari þróun á markvissan og varanlegan hátt með samstilltu átaki leikhúsanna, Reykjavíkurborgar, ríkisins og fagaðila innan sviðslistageirans. En að sama skapi verða áhorfendur að styðja slíka vinnu og metnað með því að mæta á sýningarnar. Alltof oft höfum við séð áleitin ný leikverk líkt og Hún pabbi, eftir sviðslistahópinn Trigger Warning, hverfa af sviðinu of fljótt. Aðspurð hvernig danskt sjónvarpsefni sigraði heiminn svaraði Pia Bernth, yfirmaður leikins efni hjá DR, afdráttarlaust: „Niðurstaðan var sú að setja handritshöfundinn í öndvegi en ekki leikstjórann eins og tíðkast við kvikmyndagerð?…“ En ekki má gleyma því sem gott er og á Borgarleikhúsið skilið hrós fyrir að gefa út ný verk á fallegu prenti. Nú í maí komu út verkin Sending eftir Bjarna Jónsson, Flóð eftir Björn Thors og Hrafnhildi Hagalín og Auglýsing ársins eftir Tyrfing Tyrfingsson. Framtakið er bæði lofsvert og gífurlega mikilvægt fyrir íslenska menningarsögu en alltof mörg handrit enda ofan í skúffu eða á tölvuskjali og verða þannig óaðgengileg fyrir komandi kynslóðir.Sóley Rós ræstitæknir, mætti á fjalir Tjarnarbíós og sló í gegn.Tjarnarbíó og sjálfstæða senan Heimili sjálfstæðu senunnar á höfuðborgarsvæðisins er í Tjarnarbíói en húsið, undir stjórn Friðriks Friðrikssonar, hefur markað sér mikilvæga stöðu sem vettvangur sviðslistatilrauna á höfuðborgarsvæðinu. Heimildarverkið Sóley Rós ræstitæknir í leikstjórn Maríu Reyndal sló í gegn, ekki síst vegna frammistöðu Sólveigar Guðmundsdóttur í titilhlutverkinu. Sviðslistahópurinn Kriðpleir náði nýjum hæðum með Ævisögu einhvers ritaðri af Bjarna Jónssyni sem var þeirra besta sýning til þessa. Eðlilegt er að tilraunakenndar sýningar heppnist misjafnlega vel en sorglegt er að sjá atvinnuhópa spara til við handritasmíðina og byggja þannig á veikum grunni. Ein lausn væri að skapa stöðu dramatúrgs innan Tjarnarbíós sem veitir hópum listræna aðstoð en til þess þarf fjármagn sem sjálfstæða senan fær alltof lítið af. Ekki má gleyma að listarýmið Mengi hefur verið að sækja í sig veðrið en Þúsund ára þögn í boði Sóma þjóðar var áhrifamikið innlegg í sviðslistaflóruna. Þar fá nemendur Listaháskóla Íslands einnig tækifæri til að prufa sig áfram sem og annað sviðslistafólk.Leikfélag Akureyrar og landsbyggðin Erfitt er að henda reiður á hver staða Leikfélags Akureyrar er um þessar mundir. Tvær atvinnusýningar voru í boði á leikárinu og heppnuðust báðar þokkalega. Helgi magri og Núnó og Júnía gáfu ungu leiklistarfólki tækifæri til að spreyta sig, en í bæði skiptin skorti slagkraft og skýrari heildarsýn í sviðsetninguna. Sigrún Huld Skúladóttir og Sara Martí Guðmundsdóttir eru mjög spennandi teymi og hika þær ekki við að búa til metnaðarfullt leikhús. Er MAK að kæfa starfsemi leikfélagsins? Einnig má spyrja hvort fjárskortur aftri því að hægt sé að mynda fastráðinn leikhóp þar í bæ. Frystiklefinn á Rifi undir stjórn Kára Viðarssonar heldur áfram sinni siglingu og fer Ferðin að miðju jarðar í leikstjórn Árna Kristjánssonar aftur í sýningar nú í sumar. Einnig verður að hrósa Þjóðleikhúsinu fyrir fjölmargar leikferðir og líka Kómedíuleikhúsinu fyrir að sinna landsbyggðinni dyggilega.Úr óvæntri og erlendri átt Þá er sérstök ástæða til að hvetja leikhúsáhugafólk til að fylgjast með Bíói Paradís en þar eru sýndar upptökur af enskum leiksýningum í gegnum NT Live. Á þessu leikári höfum við séð Heddu Gabler í leikstjórn Ivo van Hove, sem er búinn að hasla sér völl á heimsvísu, og No Man’s Land eftir Harold Pinter þar sem Patrick Stewart og Ian Mckellen fóru með aðalhlutverk. Með haustinu fá bíóáhorfendur að sjá Who’s afraid of Virginia Woolf?, svo dæmi séu tekið, með Imeldu Staunton í framlínunni en sýningin hefur fengið frábæra dóma í London. Einnig er mikil gróska í jaðarsýningum og uppistandi á höfuðborgarsvæðinu. Mið-Ísland sýndi meira en sjötíu sýningar í Þjóðleikhúskjallaranum en uppistand af öllu tagi bæði á ensku og íslensku má finna út um allan bæ. Þá ber líka að nefna mánaðarlegu dragsýningar Dragsúgs á Gauknum og alþjóðlegu dragdrottningarnar sem dúkka reglulega upp á sviði Lofts Hostels.Ellý nýtur mikillra vinsælda hjá Borgarleikhúsinu.Brot af hinu besta Besta sýning ársins er klárlega Húsið eftir Guðmund Steinsson í leikstjórn Benedikts Erlingsonar og Brot úr hjónabandi eftir Ingmar Bergman í leikstjórn Ólafs Egilssonar var líka mjög sterk. Aftur á móti ber líka að nefna Pulitzer-verðlaunaleikritið Ræmuna eftir Annie Baker í leikstjórn Dóru Jóhannsdóttur sem hvarf af Nýja sviði Borgarleikhússins alltof fljótt. Katrín Halldóra Sigurðardóttir stimplaði sig inn sem stórstjörnu í hlutverki Ellyjar Vilhjálmsdóttur og Sólveig Guðmundsdóttir heldur áfram að sanna ágæti sitt í sjálfstæðum sýningum. Vigdís Hrefna Pálsdóttir sneri aftur á svið eftir veikindaleyfi og hefur engu gleymt enda var hún gríðargóð í Húsinu. Þrátt fyrir meingallaða sýningu og furðulegt fitubúningaval þá stal Björn Hlynur Haraldsson senunni í Óþelló og tókst að gera hinn óáhugaverða Anton segulmagnaðan í hinni fínu sýningu Tímaþjófurinn. Björn Thors var einnig eftirminnilegur sem ónefndi eiginmaðurinn í verki Bergman. Hvað yngri leikarakynslóðina varðar þá komu Davíð Þór Katrínarson og Aldís Amah Hamilton bæði sterk inn sem nýútskrifaðir nýliðar þó að Aldís hafi ekki verið heppin með hlutverk. Þess væri þó óskandi að ungt fólk innan sviðslistageirans fengi fleiri tækifæri til að þroskast og dafna en skortur er á bæði ungum leikstjórum og leikskáldum.Að lokum, inn í sumarið Í heildina hefur leikárið verið ansi misjafnt þar sem hroðvirkni í handritavinnu og undarlegar listrænar ákvarðanir hafa gegnt stóru hlutverki. Aftur á móti hafa leiksýningar fyrir yngstu kynslóðina verið reglulega góðar og frammistaða fjölmargra leikara verið góð. Forvitnilegt verður að vita hverjar áherslur næsta leikárs verða en miðað við tilkynningar stóru leikhúsanna þá verða þjóðmálin í brennidepli. Kannski verður þetta ár hins rammpólitíska leikhúss. Þrátt fyrir misgott leikár þá skal ekki örvænta því leikhúsið hefur nefnilega þann einstaka kost að endurnýja sig reglulega með nýjum áherslum.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 20. maí. Menning Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Hefð er orðin fyrir því að leikárið byrji með Act Alone á Suðureyri þar sem einleikirnir eiga sviðið og Lókal í samvinnu við Reykjavík Dance Festival á höfuðborgarsvæðinu. Að þessu sinni var titill hátíðarinnar EVERYBODY’S SPECTACULAR þar sem sviðsverk af ýmsum toga voru sýnd víðsvegar í borginni. Eftirminnilegasta sýningin var Þær spila blak, hallelúja, sem sviðslistateymið Díó, þær Aðalbjörg Árnadóttir og Ylfa Áskelsdóttir, skapaði um þátttöku sína í blaki áhugafólks. Leikárið hjá Borgarleikhúsinu byrjaði ansi brösuglega með misgóðum sýningum sem voru hvorki fugl né fiskur. Það var ekki fyrr en í nóvember þegar loksins kviknaði eftirminnilegt líf í húsinu með Broti úr hjónabandi í leikstjórn Ólafs Egils Egilssonar og ekki fyrr en í janúar að leikárið virtist fara almennilega af stað með Hún pabbi eftir leikhópinn Trigger Warning og Ræmunni með þeim frábæru Hirti Jóhanni Jónssyni, Kristínu Þóru Haraldsdóttur og Davíð Þór Katrínarsyni innanborðs. Þjóðleikhúsinu farnaðist aðeins betur framan af hausti; Maður sem heitir Ove með hinum stórkostlega Sigurði Sigurjónssyni var í fararbroddi, Lofthræddi örninn Örvar og Íslenski fíllinn í samvinnu við Brúðuheima stóðu allar fyrir sínu en þessar sýningar áttu það sameiginlegt að stóla á einfaldleikann og einlægnina. Stærri sýningar stóru húsanna hafa átt erfitt uppdráttar á leikárinu. Nánast allar sýningar Borgarleikhússins á stóra sviðinu s.s. Blái hnötturinn og farsinn Úti að aka náðu aldrei flugi. Að sama skapi voru Djöflaeyjan, Horft af brúnni og Álfahöllin ekki nægilega vel heppnaðar. Þessar sýningar voru ekki endilega alslæmar heldur frekar óeftirminnilegar. Sýningin Brot úr hjónabandi kom leikárinu betur af stað í Borgarleikhúsinu.Jólasýningarnar fóru í jólaköttinn Það voru nefnilega jólasýningarnar sem voru verstar. Þjóðleikhúsið breytti út af hefðinni og frumsýndi jólasýninguna fyrir jól en hélt sérstaka hátíðarsýningu á annan í jólum. Ekki fór betur en svo að Óþelló, í samvinnu við Vesturport sem Gísli Örn Garðarsson leikstýrði, brotlenti á stóra sviði Þjóðleikhússins með miklum látum. Mikið var skrifað um þá sýningu sem ekki verður rætt frekar en gagnrýni á aldrei að vera persónuleg, heldur fagleg og yfirveguð. Einnig var hlutverkaskipan Nínu Daggar Filippusardóttur sem Jagó umrædd en hvernig væri að hætta skrafinu og láta verkin tala? Hvernig væri að gera eitthvað almennilega róttækt og gefa kvenkyns leikstjóra stjórnartaumana að stórri Shakespeare sýningu? Slíkt hefur ekki gerst í meira en þrjátíu ár á stóru sviðunum Reykjavíkur sem er gjörsamlega ótækt. Ekki fór betur fyrir jólasýningu Borgarleikhússins en Salka Valka eftir Halldór Laxness í leikstjórn Yönu Ross og leikgerð Sölku Guðmundsdóttir í samvinnu við leikstjóra var nánast líflaus með öllu þrátt fyrir feikifínan leikhóp. Virðingarvert er að sjá stóru leikhúsin taka listræna áhættu með stærstu sýningar ársins en spyrja má: Er kominn tími til að stofnanaleikhúsin breyti áherslum sínum þannig að engin ein sýning gnæfi yfir leikárið með þessum hætti?Fjarskaland í Þjóðleikhúsinu var ein af mörgum fínum barnasýningum leikársins.Barnasýningar blómstra Ljósið í skammdeginu er að loksins eru barnasýningar á landinu að blómstra, nánast á öllum vígstöðum og margt í boði fyrir börn á öllum aldri. Íslenski fíllinn, Lofthræddi örninn Örvar og Fjarskaland eftir Guðjón Davíð Karlsson hristu vel upp í Þjóðleikhúsinu þar sem sköpunargleðin ríkti og frumleg nálgun var í fyrirrúmi. Barnasýningar í Borgarleikhúsinu voru aðeins lakari en Blái hnötturinn gekk samt gríðarlega vel og var yndislegt að sjá innra barnastarf hússins skila sér á þennan hátt. Fallega brúðusýningin Á eigin fótum í leikstjórn Agnesar Wild sem var sýnd í Tjarnarbíói lokaði síðan líflegu leikári fyrir yngstu áhorfendurna.Viðvarandi handritahallæri Í viðtali fyrir tíu árum gagnrýndi leikskáldið Edward Albee þá skoðun að leikritaskrif væru byggð á samvinnu. Að hans mati virka leikritaskrif alls ekki þannig heldur er úrvinnsla þess sem leikskáldið skrifar byggt á samvinnu. Útfærslur þessa ferðalags frá blaðsíðu til leiksviðs eru auðvitað misjafnar en staðreyndin er sú að hópavinna í handritagerð skilar sér ekki í góðu handriti, með örfáum undantekningum. Í besta falli komast skilaboðin áleiðis en ná sjaldnast einhverri dýpt. Leikgerðir skáldsagna, sem enn þá er alltof mikið um á íslenskum leiksviðum, takast á við þennan sama vanda og höfundar leikgerða treysta alltof oft á áhorfendur til að fylla upp í eyðurnar með því að hafa lesið bókina. Slíkt býður sjaldnast upp á gott eða ögrandi leikhús heldur frekar upp á endurfrásögn með leikrænum tilburðum. Meira fé verður að veita til leikskálda og lengri tíma til verksins. Alltof lítið er um styrki sem beinast sérstaklega til leikskálda heldur virðast þeir styrkir sem í boði eru fara frekar til sviðslistahópa. Sporna verður við þessari þróun á markvissan og varanlegan hátt með samstilltu átaki leikhúsanna, Reykjavíkurborgar, ríkisins og fagaðila innan sviðslistageirans. En að sama skapi verða áhorfendur að styðja slíka vinnu og metnað með því að mæta á sýningarnar. Alltof oft höfum við séð áleitin ný leikverk líkt og Hún pabbi, eftir sviðslistahópinn Trigger Warning, hverfa af sviðinu of fljótt. Aðspurð hvernig danskt sjónvarpsefni sigraði heiminn svaraði Pia Bernth, yfirmaður leikins efni hjá DR, afdráttarlaust: „Niðurstaðan var sú að setja handritshöfundinn í öndvegi en ekki leikstjórann eins og tíðkast við kvikmyndagerð?…“ En ekki má gleyma því sem gott er og á Borgarleikhúsið skilið hrós fyrir að gefa út ný verk á fallegu prenti. Nú í maí komu út verkin Sending eftir Bjarna Jónsson, Flóð eftir Björn Thors og Hrafnhildi Hagalín og Auglýsing ársins eftir Tyrfing Tyrfingsson. Framtakið er bæði lofsvert og gífurlega mikilvægt fyrir íslenska menningarsögu en alltof mörg handrit enda ofan í skúffu eða á tölvuskjali og verða þannig óaðgengileg fyrir komandi kynslóðir.Sóley Rós ræstitæknir, mætti á fjalir Tjarnarbíós og sló í gegn.Tjarnarbíó og sjálfstæða senan Heimili sjálfstæðu senunnar á höfuðborgarsvæðisins er í Tjarnarbíói en húsið, undir stjórn Friðriks Friðrikssonar, hefur markað sér mikilvæga stöðu sem vettvangur sviðslistatilrauna á höfuðborgarsvæðinu. Heimildarverkið Sóley Rós ræstitæknir í leikstjórn Maríu Reyndal sló í gegn, ekki síst vegna frammistöðu Sólveigar Guðmundsdóttur í titilhlutverkinu. Sviðslistahópurinn Kriðpleir náði nýjum hæðum með Ævisögu einhvers ritaðri af Bjarna Jónssyni sem var þeirra besta sýning til þessa. Eðlilegt er að tilraunakenndar sýningar heppnist misjafnlega vel en sorglegt er að sjá atvinnuhópa spara til við handritasmíðina og byggja þannig á veikum grunni. Ein lausn væri að skapa stöðu dramatúrgs innan Tjarnarbíós sem veitir hópum listræna aðstoð en til þess þarf fjármagn sem sjálfstæða senan fær alltof lítið af. Ekki má gleyma að listarýmið Mengi hefur verið að sækja í sig veðrið en Þúsund ára þögn í boði Sóma þjóðar var áhrifamikið innlegg í sviðslistaflóruna. Þar fá nemendur Listaháskóla Íslands einnig tækifæri til að prufa sig áfram sem og annað sviðslistafólk.Leikfélag Akureyrar og landsbyggðin Erfitt er að henda reiður á hver staða Leikfélags Akureyrar er um þessar mundir. Tvær atvinnusýningar voru í boði á leikárinu og heppnuðust báðar þokkalega. Helgi magri og Núnó og Júnía gáfu ungu leiklistarfólki tækifæri til að spreyta sig, en í bæði skiptin skorti slagkraft og skýrari heildarsýn í sviðsetninguna. Sigrún Huld Skúladóttir og Sara Martí Guðmundsdóttir eru mjög spennandi teymi og hika þær ekki við að búa til metnaðarfullt leikhús. Er MAK að kæfa starfsemi leikfélagsins? Einnig má spyrja hvort fjárskortur aftri því að hægt sé að mynda fastráðinn leikhóp þar í bæ. Frystiklefinn á Rifi undir stjórn Kára Viðarssonar heldur áfram sinni siglingu og fer Ferðin að miðju jarðar í leikstjórn Árna Kristjánssonar aftur í sýningar nú í sumar. Einnig verður að hrósa Þjóðleikhúsinu fyrir fjölmargar leikferðir og líka Kómedíuleikhúsinu fyrir að sinna landsbyggðinni dyggilega.Úr óvæntri og erlendri átt Þá er sérstök ástæða til að hvetja leikhúsáhugafólk til að fylgjast með Bíói Paradís en þar eru sýndar upptökur af enskum leiksýningum í gegnum NT Live. Á þessu leikári höfum við séð Heddu Gabler í leikstjórn Ivo van Hove, sem er búinn að hasla sér völl á heimsvísu, og No Man’s Land eftir Harold Pinter þar sem Patrick Stewart og Ian Mckellen fóru með aðalhlutverk. Með haustinu fá bíóáhorfendur að sjá Who’s afraid of Virginia Woolf?, svo dæmi séu tekið, með Imeldu Staunton í framlínunni en sýningin hefur fengið frábæra dóma í London. Einnig er mikil gróska í jaðarsýningum og uppistandi á höfuðborgarsvæðinu. Mið-Ísland sýndi meira en sjötíu sýningar í Þjóðleikhúskjallaranum en uppistand af öllu tagi bæði á ensku og íslensku má finna út um allan bæ. Þá ber líka að nefna mánaðarlegu dragsýningar Dragsúgs á Gauknum og alþjóðlegu dragdrottningarnar sem dúkka reglulega upp á sviði Lofts Hostels.Ellý nýtur mikillra vinsælda hjá Borgarleikhúsinu.Brot af hinu besta Besta sýning ársins er klárlega Húsið eftir Guðmund Steinsson í leikstjórn Benedikts Erlingsonar og Brot úr hjónabandi eftir Ingmar Bergman í leikstjórn Ólafs Egilssonar var líka mjög sterk. Aftur á móti ber líka að nefna Pulitzer-verðlaunaleikritið Ræmuna eftir Annie Baker í leikstjórn Dóru Jóhannsdóttur sem hvarf af Nýja sviði Borgarleikhússins alltof fljótt. Katrín Halldóra Sigurðardóttir stimplaði sig inn sem stórstjörnu í hlutverki Ellyjar Vilhjálmsdóttur og Sólveig Guðmundsdóttir heldur áfram að sanna ágæti sitt í sjálfstæðum sýningum. Vigdís Hrefna Pálsdóttir sneri aftur á svið eftir veikindaleyfi og hefur engu gleymt enda var hún gríðargóð í Húsinu. Þrátt fyrir meingallaða sýningu og furðulegt fitubúningaval þá stal Björn Hlynur Haraldsson senunni í Óþelló og tókst að gera hinn óáhugaverða Anton segulmagnaðan í hinni fínu sýningu Tímaþjófurinn. Björn Thors var einnig eftirminnilegur sem ónefndi eiginmaðurinn í verki Bergman. Hvað yngri leikarakynslóðina varðar þá komu Davíð Þór Katrínarson og Aldís Amah Hamilton bæði sterk inn sem nýútskrifaðir nýliðar þó að Aldís hafi ekki verið heppin með hlutverk. Þess væri þó óskandi að ungt fólk innan sviðslistageirans fengi fleiri tækifæri til að þroskast og dafna en skortur er á bæði ungum leikstjórum og leikskáldum.Að lokum, inn í sumarið Í heildina hefur leikárið verið ansi misjafnt þar sem hroðvirkni í handritavinnu og undarlegar listrænar ákvarðanir hafa gegnt stóru hlutverki. Aftur á móti hafa leiksýningar fyrir yngstu kynslóðina verið reglulega góðar og frammistaða fjölmargra leikara verið góð. Forvitnilegt verður að vita hverjar áherslur næsta leikárs verða en miðað við tilkynningar stóru leikhúsanna þá verða þjóðmálin í brennidepli. Kannski verður þetta ár hins rammpólitíska leikhúss. Þrátt fyrir misgott leikár þá skal ekki örvænta því leikhúsið hefur nefnilega þann einstaka kost að endurnýja sig reglulega með nýjum áherslum.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 20. maí.
Menning Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira