Geir: Tími Gísla kemur klárlega síðar Henry Birgir Gunnarsson skrifar 30. maí 2017 17:15 Gísli fór hamförum í úrslitunum gegn Val og lék við hvurn sinn fingur. vísir/eyþór Geir Sveinsson landsliðsþjálfari tilkynnti leikmannahóp sinn fyrir mót í Noregi í gær og fannst mörgum handboltaáhugamönnum skrítið að ekkert pláss væri fyrir efnilegasta handboltamann landsins í hópnum. Hinn 17 ára gamli Gísli Þorgeir Kristjánsson fór á kostum með FH í úrslitakeppni Olís-deildarinnar og dró FH-vagninn. Hann var svo valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar. Aron Pálmarsson, Arnór Atlason og Ásgeir Örn Hallgrímsson fengu frí og fara ekki til Noregs og svo var heldur ekki hægt að velja leikmenn í þýska úrvalsdeildinni. Sex nýliðar eru því í hópnum en enginn Gísli. Það fannst mörgum skrítið og var það mikið rætt á samfélagsmiðlum í gær. „Gísli er frábær leikmaður sem hefur staðið sig einstaklega vel. Hann kom svo virkilega sterkur út úr úrslitakeppninni. Sýndi á sér sterka hlið sem við vorum ekki alveg búin að sjá í Íslandsmótinu fram að því,“ segir Geir í samtali við Vísi. „Það er klárt mál að Gísli er framtíðarleikmaður en við ákváðum að bíða með að velja hann í þetta skiptið. Hann stendur líka í ströngu og mörg verkefni fram undan. Hans tími kemur klárlega síðar.“ Miðjumennirnir Janus Daði Smárason og Gunnar Steinn Jónsson eru í hópnum og fá tækifæri til þess að láta ljós sitt skína í þessu sterka æfingamóti í Noregi. „Gísli kom sterklega til greina í valinu en í þetta skiptið erum við með Janus og Gunnar sem fá enn stærra tækifæri þar sem hvorki Aron né Arnór eru með okkur. Það hefur vantað tækifæri og þá kannski sérstaklega fyrir Gunna. Það er kannski það sem ræður því að Gísli þarf aðeins að bíða. En hann gerði engu að síður gott tilkall til þess að fá tækifærið.“ Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Sex nýliðar fara til Noregs Nokkrir af sterkustu handboltamönnum landsins fá frí er A-landslið karla tekur þátt á æfingamóti í Noregi. 29. maí 2017 17:18 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Fleiri fréttir Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur Sjá meira
Geir Sveinsson landsliðsþjálfari tilkynnti leikmannahóp sinn fyrir mót í Noregi í gær og fannst mörgum handboltaáhugamönnum skrítið að ekkert pláss væri fyrir efnilegasta handboltamann landsins í hópnum. Hinn 17 ára gamli Gísli Þorgeir Kristjánsson fór á kostum með FH í úrslitakeppni Olís-deildarinnar og dró FH-vagninn. Hann var svo valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar. Aron Pálmarsson, Arnór Atlason og Ásgeir Örn Hallgrímsson fengu frí og fara ekki til Noregs og svo var heldur ekki hægt að velja leikmenn í þýska úrvalsdeildinni. Sex nýliðar eru því í hópnum en enginn Gísli. Það fannst mörgum skrítið og var það mikið rætt á samfélagsmiðlum í gær. „Gísli er frábær leikmaður sem hefur staðið sig einstaklega vel. Hann kom svo virkilega sterkur út úr úrslitakeppninni. Sýndi á sér sterka hlið sem við vorum ekki alveg búin að sjá í Íslandsmótinu fram að því,“ segir Geir í samtali við Vísi. „Það er klárt mál að Gísli er framtíðarleikmaður en við ákváðum að bíða með að velja hann í þetta skiptið. Hann stendur líka í ströngu og mörg verkefni fram undan. Hans tími kemur klárlega síðar.“ Miðjumennirnir Janus Daði Smárason og Gunnar Steinn Jónsson eru í hópnum og fá tækifæri til þess að láta ljós sitt skína í þessu sterka æfingamóti í Noregi. „Gísli kom sterklega til greina í valinu en í þetta skiptið erum við með Janus og Gunnar sem fá enn stærra tækifæri þar sem hvorki Aron né Arnór eru með okkur. Það hefur vantað tækifæri og þá kannski sérstaklega fyrir Gunna. Það er kannski það sem ræður því að Gísli þarf aðeins að bíða. En hann gerði engu að síður gott tilkall til þess að fá tækifærið.“
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Sex nýliðar fara til Noregs Nokkrir af sterkustu handboltamönnum landsins fá frí er A-landslið karla tekur þátt á æfingamóti í Noregi. 29. maí 2017 17:18 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Fleiri fréttir Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur Sjá meira
Sex nýliðar fara til Noregs Nokkrir af sterkustu handboltamönnum landsins fá frí er A-landslið karla tekur þátt á æfingamóti í Noregi. 29. maí 2017 17:18