Taylor Swift komin aftur á Spotify Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. júní 2017 10:45 Taylor Swift lét fjarlægja alla tónlist sína af Spotify í nóvember árið 2014 en er nú snúin aftur. Tónlistarkonan Taylor Swift hefur snúið aftur á allar tónlistarveitur, þar á meðal Spotify, eftir tæplega þriggja ára fjarveru. Kynningarteymi Swift tilkynnti þetta á samfélagsmiðlum í gær en öll tónlist hennar varð opin notendum Spotify á miðnætti í dag, 9. júní. Athygli vekur að þetta útspil söngkonunnar samtvinnast útgáfu nýjustu breiðskífu Katy Perry, sem kemur út í dag, en þær hafa lengi eldað grátt silfur saman. Í tilkynningu, sem kynningarteymi Taylor Swift sendi frá sér á Twitter í gær, segir að tónlist söngkonunnar verði gerð aðgengileg á Spotify í tilefni þess að platan 1989 hafi nú selst í 10 milljónum eintaka um allan heim. Með útgáfu tónlistarinnar vill Swift þakka aðdáendum sínum fyrir stuðninginn.pic.twitter.com/kcpY03qHLp— Taylor Nation (@taylornation13) June 8, 2017 Í nóvember 2014 lét Swift fjarlægja alla tónlist sína af Spotify, einni af vinsælustu tónlistarveitum í heimi. Ári síðar tilkynnti hún að tónlist sín yrði einnig fjarlægð af Apple Music á grundvelli þess að tónlistarmönnum væri ekki borgað fyrir það streymi tónlistar sem fram færi á ókeypis reynslutímabilum notenda. Nýjasta plata söngkonunnar Katy Perry, Witness, kom einnig út í dag. Söngkonurnar hafa átt í miklum erjum í gegnum tíðina, allt frá því að Swift, í viðtali við tímaritið Rolling Stone árið 2014, sagði Perry hafa reynt að eyðileggja fyrir sér tónleikaferðalag með því að stela frá sér starfsmönnum. Aðdáendur tónlistarkvennanna hafa því leitt að því líkum að tímasetning útgáfu tónlistar Taylor Swift á Spotify sé vandlega tímasett.Katy: I'm dropping a new album tonight Taylor: I'm putting my music on all streaming sitesKaty: pic.twitter.com/pv7dnffFti— Cisco (@TSwiftCisco) June 9, 2017 Þá ræddi Katy Perry átök sín og Swift við James Corden í bíltúr þeirra nýverið. „Hún byrjaði þetta og það er kominn tími til þess að hún klári þetta,“ sagði Perry um málið en „Carpool Karaoke“ hennar og Corden má sjá hér að neðan. Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Tónlistarkonan Taylor Swift hefur snúið aftur á allar tónlistarveitur, þar á meðal Spotify, eftir tæplega þriggja ára fjarveru. Kynningarteymi Swift tilkynnti þetta á samfélagsmiðlum í gær en öll tónlist hennar varð opin notendum Spotify á miðnætti í dag, 9. júní. Athygli vekur að þetta útspil söngkonunnar samtvinnast útgáfu nýjustu breiðskífu Katy Perry, sem kemur út í dag, en þær hafa lengi eldað grátt silfur saman. Í tilkynningu, sem kynningarteymi Taylor Swift sendi frá sér á Twitter í gær, segir að tónlist söngkonunnar verði gerð aðgengileg á Spotify í tilefni þess að platan 1989 hafi nú selst í 10 milljónum eintaka um allan heim. Með útgáfu tónlistarinnar vill Swift þakka aðdáendum sínum fyrir stuðninginn.pic.twitter.com/kcpY03qHLp— Taylor Nation (@taylornation13) June 8, 2017 Í nóvember 2014 lét Swift fjarlægja alla tónlist sína af Spotify, einni af vinsælustu tónlistarveitum í heimi. Ári síðar tilkynnti hún að tónlist sín yrði einnig fjarlægð af Apple Music á grundvelli þess að tónlistarmönnum væri ekki borgað fyrir það streymi tónlistar sem fram færi á ókeypis reynslutímabilum notenda. Nýjasta plata söngkonunnar Katy Perry, Witness, kom einnig út í dag. Söngkonurnar hafa átt í miklum erjum í gegnum tíðina, allt frá því að Swift, í viðtali við tímaritið Rolling Stone árið 2014, sagði Perry hafa reynt að eyðileggja fyrir sér tónleikaferðalag með því að stela frá sér starfsmönnum. Aðdáendur tónlistarkvennanna hafa því leitt að því líkum að tímasetning útgáfu tónlistar Taylor Swift á Spotify sé vandlega tímasett.Katy: I'm dropping a new album tonight Taylor: I'm putting my music on all streaming sitesKaty: pic.twitter.com/pv7dnffFti— Cisco (@TSwiftCisco) June 9, 2017 Þá ræddi Katy Perry átök sín og Swift við James Corden í bíltúr þeirra nýverið. „Hún byrjaði þetta og það er kominn tími til þess að hún klári þetta,“ sagði Perry um málið en „Carpool Karaoke“ hennar og Corden má sjá hér að neðan.
Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira