Oyama hitar upp fyrir Dinosaur Jr. Stefán Árni Pálsson skrifar 8. júní 2017 16:30 Margir eflaust ánægðir með þetta. Íslenska hjómsveitin Oyama hefur verið valin af liðsmönnum Dinosaur Jr. til að hita upp fyrir sig í Silfurbergi, Hörpu laugardaginn 22. júlí en þetta kemur fram í tilkynningu frá Senu Live. „Við erum í skýjunum yfir að fá að hita upp fyrir goðsagnirnar í Dinosaur Jr! Lou Barlow og J Mascis eru tvímælalaust snillingar og við hlökkum alveg geðveikt til að deila sviði með þeim. Þeir hafa haft töluverð áhrif á tónsmíðar Oyama, og okkur sem tónlistarfólk,“ segja meðlimir Oyama í tilkynningunni. Oyama er Reykvísk hljómsveit sem spilar jaðarrokk í anda tíunda áratugarins, sem þau kalla gjarnan sveimrokk. Í lagasmíðum sínum sækja meðlimir Oyama mikinn innblástur í Dinosaur Jr., My Bloody Valentine, Sonic Youth, Slowdive og fleiri sveitir á svipuðum nótum. Oyama gaf sjálf út fyrstu þröngskífu sína, I Wanna, árið 2013, og breiðskífan Coolboy kom svo út hjá 12 Tónum árið 2014 við góðar undirtektir. Sveitin hefur á stuttum ferli náð ágætum árangri og vakið athygli víða um heim, og gerði til að mynda útgáfusamninga vegna Coolboy bæði við Topshelf Record í Bandaríkjunum og Imperial Records í Japan. Sveitin fór svo í tónleikaferð um Japan til að fylgja plötunni eftir. Oyama hafa einnig komið fram á The Great Escape í Bretlandi, Eurosonic í Hollandi og By:Larm í Noregi, svo fátt eitt sé nefnt. Síðastliðið vor gaf sveitin út smáskífuna Handsome Devil sem náði 17. sæti á viral spotify top 50 vinsældalista Billboard og eru þau um þessar mundir að vinna að meira efni fyrir næstu breiðskífu. Miðasala fer fram á midi.is. Tónlist Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Íslenska hjómsveitin Oyama hefur verið valin af liðsmönnum Dinosaur Jr. til að hita upp fyrir sig í Silfurbergi, Hörpu laugardaginn 22. júlí en þetta kemur fram í tilkynningu frá Senu Live. „Við erum í skýjunum yfir að fá að hita upp fyrir goðsagnirnar í Dinosaur Jr! Lou Barlow og J Mascis eru tvímælalaust snillingar og við hlökkum alveg geðveikt til að deila sviði með þeim. Þeir hafa haft töluverð áhrif á tónsmíðar Oyama, og okkur sem tónlistarfólk,“ segja meðlimir Oyama í tilkynningunni. Oyama er Reykvísk hljómsveit sem spilar jaðarrokk í anda tíunda áratugarins, sem þau kalla gjarnan sveimrokk. Í lagasmíðum sínum sækja meðlimir Oyama mikinn innblástur í Dinosaur Jr., My Bloody Valentine, Sonic Youth, Slowdive og fleiri sveitir á svipuðum nótum. Oyama gaf sjálf út fyrstu þröngskífu sína, I Wanna, árið 2013, og breiðskífan Coolboy kom svo út hjá 12 Tónum árið 2014 við góðar undirtektir. Sveitin hefur á stuttum ferli náð ágætum árangri og vakið athygli víða um heim, og gerði til að mynda útgáfusamninga vegna Coolboy bæði við Topshelf Record í Bandaríkjunum og Imperial Records í Japan. Sveitin fór svo í tónleikaferð um Japan til að fylgja plötunni eftir. Oyama hafa einnig komið fram á The Great Escape í Bretlandi, Eurosonic í Hollandi og By:Larm í Noregi, svo fátt eitt sé nefnt. Síðastliðið vor gaf sveitin út smáskífuna Handsome Devil sem náði 17. sæti á viral spotify top 50 vinsældalista Billboard og eru þau um þessar mundir að vinna að meira efni fyrir næstu breiðskífu. Miðasala fer fram á midi.is.
Tónlist Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira