Frábær byrjun í Norðurá Karl Lúðvíksson skrifar 5. júní 2017 10:21 28 laxar eru komnir á land í opnun Norðurár Norðurá opnaði með pomp og prakt í fyrradag þegar Gylfi Sigurðsson landsliðsmaður í knattspyrnu landaði fyrsta laxinum og einum til viðbótar. Þetta er búin að vera ótrúleg helgi hjá veiðimönnum í Norðurá en alls eru komnir 28 laxar á land og þar af einn 102 sm sem veiddist í Laugakvörn. "Þetta er mun betri opnun en ég þorði að vonast eftir en það er töluvert af laxi kominn í ánna og þessir sem hafa veiðst eru allir stórir og vel haldnir tveggja ára laxar" sagði Einar Sigfússon umsjónarmaður Norðurár í samtali við Veiðivísi í morgun. "Allir laxarnir eru að taka í yfirborðinu og við erum eingöngu að nota yfirborðsflugur og hitch en ekkert að veiða á flugur sem fara niður og þetta er að skila okkur þrlæskemmtilegum tökum. Fyrir utan þessa sem eru komnir á land erum við búnir að missa um 20 laxa og þá á ég við missa eftir lengri tíma baráttu og suma jafnvel rétt fyrir löndun svo það er búið að vera mikið líf hér á bökkum Norðurár" bætir Einar við. Það er uppselt að kalla í Norðurá því aðeins eru fjórar stangir lausar og þær verða líklega fljótar að fara þegar veiðin fer jafnvel af stað og raun ber vitni. Þess má geta að veiðimenn voru þegar varir við smálaxa sem þykir óvenjusnemmt en veit á gott upp á framhaldið. "Miðað við þessa byrjun er ég afskaplega bjartsýnn á framhaldið og held að þetta verði mjög gott smálaxasumar" sagði Einar í lokinn en hann var við Konungsstreng ásamt Hákon matreiðslumanni Norðurár þar sem Hákon var að þreyta vænan lax. Það verður spennandi að fylgjast með opnunum fleiri laxveiðiáa næstu daga og sjá hvort að þessi byrjun sé það sem setur tóninn fyrir sumarið. Mest lesið Hálendisveiðin gengur vel Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Fjórir á land við opnun Selár Veiði Nokkrar lokatölur og orð um aflabrest í hafbeitinni Veiði Minnkandi laxgengd kemur fram í meðafla skipa Veiði Víðidalsá komin í 25 laxa og áinn í góðu vatni Veiði Fyrsta rjúpnahelgin að baki Veiði Flottar bleikjur úr Kleifarvatni Veiði Ytri Rangá að detta í gang Veiði Flott sjóbleikja í Fögruhlíðarósi Veiði
Norðurá opnaði með pomp og prakt í fyrradag þegar Gylfi Sigurðsson landsliðsmaður í knattspyrnu landaði fyrsta laxinum og einum til viðbótar. Þetta er búin að vera ótrúleg helgi hjá veiðimönnum í Norðurá en alls eru komnir 28 laxar á land og þar af einn 102 sm sem veiddist í Laugakvörn. "Þetta er mun betri opnun en ég þorði að vonast eftir en það er töluvert af laxi kominn í ánna og þessir sem hafa veiðst eru allir stórir og vel haldnir tveggja ára laxar" sagði Einar Sigfússon umsjónarmaður Norðurár í samtali við Veiðivísi í morgun. "Allir laxarnir eru að taka í yfirborðinu og við erum eingöngu að nota yfirborðsflugur og hitch en ekkert að veiða á flugur sem fara niður og þetta er að skila okkur þrlæskemmtilegum tökum. Fyrir utan þessa sem eru komnir á land erum við búnir að missa um 20 laxa og þá á ég við missa eftir lengri tíma baráttu og suma jafnvel rétt fyrir löndun svo það er búið að vera mikið líf hér á bökkum Norðurár" bætir Einar við. Það er uppselt að kalla í Norðurá því aðeins eru fjórar stangir lausar og þær verða líklega fljótar að fara þegar veiðin fer jafnvel af stað og raun ber vitni. Þess má geta að veiðimenn voru þegar varir við smálaxa sem þykir óvenjusnemmt en veit á gott upp á framhaldið. "Miðað við þessa byrjun er ég afskaplega bjartsýnn á framhaldið og held að þetta verði mjög gott smálaxasumar" sagði Einar í lokinn en hann var við Konungsstreng ásamt Hákon matreiðslumanni Norðurár þar sem Hákon var að þreyta vænan lax. Það verður spennandi að fylgjast með opnunum fleiri laxveiðiáa næstu daga og sjá hvort að þessi byrjun sé það sem setur tóninn fyrir sumarið.
Mest lesið Hálendisveiðin gengur vel Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Fjórir á land við opnun Selár Veiði Nokkrar lokatölur og orð um aflabrest í hafbeitinni Veiði Minnkandi laxgengd kemur fram í meðafla skipa Veiði Víðidalsá komin í 25 laxa og áinn í góðu vatni Veiði Fyrsta rjúpnahelgin að baki Veiði Flottar bleikjur úr Kleifarvatni Veiði Ytri Rangá að detta í gang Veiði Flott sjóbleikja í Fögruhlíðarósi Veiði