Lagið er stútfull af góðum gestum en með honum í laginu og myndbandinu eru þeir Birnir, Herra Hnetusmjör og Aron Can en eins og alþjóð veit hafa þessir menn allir verið að gera það gott í rappbransanum upp á síðkastið. Myndbandið var tekið upp í versluninni Costco – sem hefur verið töluvert á milli tannanna á fólki síðustu tvær vikurnar eins og vonandi hefur ekki farið fram hjá neinum.
Var ekkert verið að skammast í ykkur fyrir að vera með einhvern fíflagang þarna í versluninni?
„Nei, nei, við vorum bara beðnir að hætta að veipa, það var alveg sjálfsagt mál. Það tóku þessu allir furðu vel, ég bjóst einhvern veginn við að þetta yrði meira vesen en það svo varð.“Þetta lag verður á mixteipinu þínu sem fer að koma út – hvenær getum við átt von á því?
„Það kemur í júní. Það verður hellingur af gestum á þessu – kannski ekki allir, en þeir sem hafa virkilega verið „poppin“ undanfarið verða þarna til staðar.“