Dauðinn getur verið ótímabær, en aldrei óeðlilegur. Þetta segir Birna Dröfn Jónasdóttir sem missti föður sinn ung að árum. Hún hvetur foreldra til að ræða við börn sín um dauðann. Í sama streng tekur Halldór Reynisson, rektor Skálholtsskóla, en hann hefur aðstoðað syrgjendur á öllum aldri við að takast á við harm sinn. Halldór segir tímann ekki lækna öll sár og kallar eftir meiri umræðu um listina að lifa, og deyja.Fjallað var um föðurmissi í 19:10 í gærkvöldi að loknum kvöldfréttum Stöðvar 2. Hægt er að horfa á umfjöllina í heild hér að neðan. Birna Dröfn Jónasdóttir var tólf ára þegar faðir hennar drukknaði á Spáni. Árið var 1997. Flestir kannast við það sem tók við hjá Birnu og fjölskyldu hennar. Húsið fylltist af fólki, blómum og auðvitað mat - fjölskyldan sameinaðist í sorginni. En lífið gekk sinn vanagang. Birna fór í skólann og var þá ekki aðeins Birna Dröfn, heldur Birna Dröfn sem hafði misst pabba sinn. Hún ræddi við skólasálfræðinginn, sem hjálpaði að sögn Birnu, en sjálf sorgin var lítið rædd þar. Orðið pabbi varð í kjölfarið fyrirferðarminna í orðaforða Birnu. Þegar Birna missti síðan móður sína árið 2012 eftir stutt veikindi, var hún staðráðin í að takast á við harminn með öðrum hætti. „Eftir að pabbi dó, þá gat ég ekki sagt orðið pabbi, því ég átti engan pabba,“ segir Birna. „Mér fannst ég ekki mega tala um hann. Eins og allir yrðu svo vandræðalegir ef ég myndi tala um hann. Ég var mjög meðvituð um að gera þetta ekki þegar mamma dó. Núna tala ég um þau á hverjum degi, hendi þeim inn í samræður þegar vinkonur mínar eru að tala um mömmur sínar og pabba. Þó einhver sé dáinn þá er hann enn hluti af lífi þínu.“Á Íslandi misstu sextíu og fimm börn foreldri á síðasta ári.VÍSIR/STÖÐ 2Að upplifa foreldramissi í bernsku er einhver mesti harmur sem einstaklingur getur upplifað. Þetta er áfall sem vegur að grunnstoðum einstaklingsins - með foreldrinu hverfur öryggið sem áhyggjulaus æskan veitir. Birna segir mikilvægt að leyfa börnum að vera virkir þátttakendur í sorginni en eftir fráfall móður sinnar hefur hún lagt áherslu á að ræða sorgina og einnig hjálpað öðrum að gera það í gegnum samtökin Nýja dögun, sem veita þeim stuðning sem gengið hafa í gegnum ástvinamissi.Birna Dröfn hvetur foreldra til að ræða dauðann við börn sín.VÍSIR/STÖÐ 2„Ég sá mömmu gráta og ég vorkenndi henni svo mikið, en ég get ekki farið til hennar því hún passaði að ég myndi ekki sjá að henni liði illa. Ég held að foreldrar — eftirlifandi foreldrar — séu mikið að reyna að flækja ekki líf barnanna meira en þegar er búið að gera. Þannig tala þau ekki við barnið um sinn harm og sínar tilfinningar. Ég tel að það sé mjög mikilvægt að leyfa börnunum að vera með í sorginni, alveg eins og í öllu öðru.“ Samtökin Ný dögun eru þrjátíu ára á þessu ári. Halldór Reynisson, rektor Skálholtsskóla, kom að stofnun þeirra. Á síðustu áratugum hefur orðið vitundarvakning um andleg málefni, um sorgina og afleiðingar hennar. Halldór telur þó að gera þurfi meira í ræða um dauðann, þá sérstaklega þegar börn eru annars vegar. „Þegar maður missir foreldri þá endar bernskan að vissu leyti,“ segir Halldór. „Börn sem missa einhvern nákominn ótímabært verða fullorðin fyrir aldur fram, og það er ekki hollt. Þegar við erum börn veita foreldrarnir okkur öryggi og öryggistilfinningin er einhver mesta þörf sem við höfum þegar við erum að vaxa úr grasi. Þegar mamma og eða pabbi deyr þá er öryggi mínu ógnað á þessum aldri.“ Halldór segir mikilvægt að börn fái að taka þátt í harminum sem fjölskyldan gengur í gegnum og í því ferli sem tekur við eftir andlát ástvinar. Það sé í raun réttur barnsins að fá að gera það.Halldór Reynisson, rektor Skálholtsskóla.„Þau upplifa það oft að þau eru svikin þegar það er reynt að halda þeim fyrir utan þetta. Ég hef reynslu af því að fara með lítil börn, allt niður í 2 til 3 ára börn, að kistu foreldris og það er þeim eðlilegt. Þeim er líka eðlilegt að taka þátt í þessu, þessum hinstu sporum, þessu ritúali sem við tengjum við lífslok.“ Sonur Birnu er sjö ára gamall og hann man vel eftir ömmu sinni. Birna segir honum reglulega sögur af ömmu og afa, hvernig manneskjur þau voru og hvernig þau létust. „Hann veit að þau dóu ung og hann gerir sér grein fyrir að svona hlutir gerast, en það hefur ekki þayu áhrif að hann sé kvíðinn fyrir dauðanum eða hræddur um að missa mig eða pabba sinn.“Sp. blm. En þú? Óttaðist þú dauðann eftir að þú misstir mömmu þína?„Já, ég var lengi rosalega hrædd við dauðann. Ég var hrædd um að mamma myndi deyja líka og hvað við myndum gera. Við erum fjögur systkynin, en ég var stressuð fyrir því að eitthvað myndi gerast. Ég var orðin 27 ára þegar það gerist og það var hrikalegt, en við vorum öll orðin það stór að við gátum séð um okkur sjálf.“ Birna og Halldór segja foreldramissinn sannarlega geta skilgreint líf þess sem verður fyrir honum, en með því að ræða dauðann , fræða börnin um hann og styðja við bakið á þeim sem upplifa missinn, þá sé hægt að nálgast hann á uppbyggilegan hátt.Sp. blm. Hvað höfum við lært?„Við höfum lært það að leyfa börnunum að vera með. Og það er allt í lagi að tala um dauðann við börn. Dauðinn er partur af lífi okkar, þó svo að hann sé ekki alltaf tímabær. Þó svo að þú hafir lent í áfalli þá þarf það ekki að skilgreina líf þitt. Ég ætla ekki alltaf að vera Birna sem á enga mömmu og engan pabba, ég ætla að vera Birna sem lenti í áfalli og tókst á við það.“Halldór segir mikilvægt að læra listina að lifa, og listina að deyja.VÍSIR/VILHELMÞannig er aldrei of seint að leita sér aðstoðar. Það eitt að færa tilfinningar sínar í orð og spegla sig í öðrum getur hjálpað. „Tíminn læknar ekki sárin í þessu tilviki,“ segir Halldór. „Það þarf að vinna með sárin og ná ákveðinni heilun. Besta tækið sem við virðumst hafa er samtalið — samtalið við aðra í svipuðum sporum.“ Að endingu hvetur Halldór alla til að hugsa um dauðann og læra listina að lifa, og deyja: „Það er svolítið þannig í okkar samfélagsgerð að maður á að vera ungur og heilbrigður. Þegar maður er ungur þá telur maður sig gjarnan í trú um að maður lifi að eilífu. Ég var um tvítugt þegar ég var í þínum sporum, ungur blaðamaður, þá var lífið mér óendanlegt. En það er ekki mikið í okkar samfélagsgerð — markaðssamfélaginu — sem fær okkur til að leita eftir þeirri speki sem er fólgin í því að læra listina að lifa, og jafnvel listina að deyja. Þetta þekktur fyrri kynslóðir á Íslandi og víðar, það var hluti af því að vera manneskja að maður var alinn upp í návist í dauðans.“ „Þetta er hluti af sterilíseringu 20. aldarinnar, dauðinn var færður inn á spítala og svo fylgdi það að maður átt helst ekki að tala um han. Það átti allt að vera svo gott, það voru framfarir og menn horfðust ekki í augu við þá staðreynd að líf okkar er fullt af háska og við erum forgengilegar lífverur. Við erum dýrategund sem deyr, eins og allar aðrar. Það er ekki í tísku að temja sér þessa speki. Maður lifir vel þegar maður horfist í augu við sinn eigin dauða og forgengileika… Við þyrftum kannski að gera meira af því að kenna það.“ Fréttaskýringar Mest lesið Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent
Dauðinn getur verið ótímabær, en aldrei óeðlilegur. Þetta segir Birna Dröfn Jónasdóttir sem missti föður sinn ung að árum. Hún hvetur foreldra til að ræða við börn sín um dauðann. Í sama streng tekur Halldór Reynisson, rektor Skálholtsskóla, en hann hefur aðstoðað syrgjendur á öllum aldri við að takast á við harm sinn. Halldór segir tímann ekki lækna öll sár og kallar eftir meiri umræðu um listina að lifa, og deyja.Fjallað var um föðurmissi í 19:10 í gærkvöldi að loknum kvöldfréttum Stöðvar 2. Hægt er að horfa á umfjöllina í heild hér að neðan. Birna Dröfn Jónasdóttir var tólf ára þegar faðir hennar drukknaði á Spáni. Árið var 1997. Flestir kannast við það sem tók við hjá Birnu og fjölskyldu hennar. Húsið fylltist af fólki, blómum og auðvitað mat - fjölskyldan sameinaðist í sorginni. En lífið gekk sinn vanagang. Birna fór í skólann og var þá ekki aðeins Birna Dröfn, heldur Birna Dröfn sem hafði misst pabba sinn. Hún ræddi við skólasálfræðinginn, sem hjálpaði að sögn Birnu, en sjálf sorgin var lítið rædd þar. Orðið pabbi varð í kjölfarið fyrirferðarminna í orðaforða Birnu. Þegar Birna missti síðan móður sína árið 2012 eftir stutt veikindi, var hún staðráðin í að takast á við harminn með öðrum hætti. „Eftir að pabbi dó, þá gat ég ekki sagt orðið pabbi, því ég átti engan pabba,“ segir Birna. „Mér fannst ég ekki mega tala um hann. Eins og allir yrðu svo vandræðalegir ef ég myndi tala um hann. Ég var mjög meðvituð um að gera þetta ekki þegar mamma dó. Núna tala ég um þau á hverjum degi, hendi þeim inn í samræður þegar vinkonur mínar eru að tala um mömmur sínar og pabba. Þó einhver sé dáinn þá er hann enn hluti af lífi þínu.“Á Íslandi misstu sextíu og fimm börn foreldri á síðasta ári.VÍSIR/STÖÐ 2Að upplifa foreldramissi í bernsku er einhver mesti harmur sem einstaklingur getur upplifað. Þetta er áfall sem vegur að grunnstoðum einstaklingsins - með foreldrinu hverfur öryggið sem áhyggjulaus æskan veitir. Birna segir mikilvægt að leyfa börnum að vera virkir þátttakendur í sorginni en eftir fráfall móður sinnar hefur hún lagt áherslu á að ræða sorgina og einnig hjálpað öðrum að gera það í gegnum samtökin Nýja dögun, sem veita þeim stuðning sem gengið hafa í gegnum ástvinamissi.Birna Dröfn hvetur foreldra til að ræða dauðann við börn sín.VÍSIR/STÖÐ 2„Ég sá mömmu gráta og ég vorkenndi henni svo mikið, en ég get ekki farið til hennar því hún passaði að ég myndi ekki sjá að henni liði illa. Ég held að foreldrar — eftirlifandi foreldrar — séu mikið að reyna að flækja ekki líf barnanna meira en þegar er búið að gera. Þannig tala þau ekki við barnið um sinn harm og sínar tilfinningar. Ég tel að það sé mjög mikilvægt að leyfa börnunum að vera með í sorginni, alveg eins og í öllu öðru.“ Samtökin Ný dögun eru þrjátíu ára á þessu ári. Halldór Reynisson, rektor Skálholtsskóla, kom að stofnun þeirra. Á síðustu áratugum hefur orðið vitundarvakning um andleg málefni, um sorgina og afleiðingar hennar. Halldór telur þó að gera þurfi meira í ræða um dauðann, þá sérstaklega þegar börn eru annars vegar. „Þegar maður missir foreldri þá endar bernskan að vissu leyti,“ segir Halldór. „Börn sem missa einhvern nákominn ótímabært verða fullorðin fyrir aldur fram, og það er ekki hollt. Þegar við erum börn veita foreldrarnir okkur öryggi og öryggistilfinningin er einhver mesta þörf sem við höfum þegar við erum að vaxa úr grasi. Þegar mamma og eða pabbi deyr þá er öryggi mínu ógnað á þessum aldri.“ Halldór segir mikilvægt að börn fái að taka þátt í harminum sem fjölskyldan gengur í gegnum og í því ferli sem tekur við eftir andlát ástvinar. Það sé í raun réttur barnsins að fá að gera það.Halldór Reynisson, rektor Skálholtsskóla.„Þau upplifa það oft að þau eru svikin þegar það er reynt að halda þeim fyrir utan þetta. Ég hef reynslu af því að fara með lítil börn, allt niður í 2 til 3 ára börn, að kistu foreldris og það er þeim eðlilegt. Þeim er líka eðlilegt að taka þátt í þessu, þessum hinstu sporum, þessu ritúali sem við tengjum við lífslok.“ Sonur Birnu er sjö ára gamall og hann man vel eftir ömmu sinni. Birna segir honum reglulega sögur af ömmu og afa, hvernig manneskjur þau voru og hvernig þau létust. „Hann veit að þau dóu ung og hann gerir sér grein fyrir að svona hlutir gerast, en það hefur ekki þayu áhrif að hann sé kvíðinn fyrir dauðanum eða hræddur um að missa mig eða pabba sinn.“Sp. blm. En þú? Óttaðist þú dauðann eftir að þú misstir mömmu þína?„Já, ég var lengi rosalega hrædd við dauðann. Ég var hrædd um að mamma myndi deyja líka og hvað við myndum gera. Við erum fjögur systkynin, en ég var stressuð fyrir því að eitthvað myndi gerast. Ég var orðin 27 ára þegar það gerist og það var hrikalegt, en við vorum öll orðin það stór að við gátum séð um okkur sjálf.“ Birna og Halldór segja foreldramissinn sannarlega geta skilgreint líf þess sem verður fyrir honum, en með því að ræða dauðann , fræða börnin um hann og styðja við bakið á þeim sem upplifa missinn, þá sé hægt að nálgast hann á uppbyggilegan hátt.Sp. blm. Hvað höfum við lært?„Við höfum lært það að leyfa börnunum að vera með. Og það er allt í lagi að tala um dauðann við börn. Dauðinn er partur af lífi okkar, þó svo að hann sé ekki alltaf tímabær. Þó svo að þú hafir lent í áfalli þá þarf það ekki að skilgreina líf þitt. Ég ætla ekki alltaf að vera Birna sem á enga mömmu og engan pabba, ég ætla að vera Birna sem lenti í áfalli og tókst á við það.“Halldór segir mikilvægt að læra listina að lifa, og listina að deyja.VÍSIR/VILHELMÞannig er aldrei of seint að leita sér aðstoðar. Það eitt að færa tilfinningar sínar í orð og spegla sig í öðrum getur hjálpað. „Tíminn læknar ekki sárin í þessu tilviki,“ segir Halldór. „Það þarf að vinna með sárin og ná ákveðinni heilun. Besta tækið sem við virðumst hafa er samtalið — samtalið við aðra í svipuðum sporum.“ Að endingu hvetur Halldór alla til að hugsa um dauðann og læra listina að lifa, og deyja: „Það er svolítið þannig í okkar samfélagsgerð að maður á að vera ungur og heilbrigður. Þegar maður er ungur þá telur maður sig gjarnan í trú um að maður lifi að eilífu. Ég var um tvítugt þegar ég var í þínum sporum, ungur blaðamaður, þá var lífið mér óendanlegt. En það er ekki mikið í okkar samfélagsgerð — markaðssamfélaginu — sem fær okkur til að leita eftir þeirri speki sem er fólgin í því að læra listina að lifa, og jafnvel listina að deyja. Þetta þekktur fyrri kynslóðir á Íslandi og víðar, það var hluti af því að vera manneskja að maður var alinn upp í návist í dauðans.“ „Þetta er hluti af sterilíseringu 20. aldarinnar, dauðinn var færður inn á spítala og svo fylgdi það að maður átt helst ekki að tala um han. Það átti allt að vera svo gott, það voru framfarir og menn horfðust ekki í augu við þá staðreynd að líf okkar er fullt af háska og við erum forgengilegar lífverur. Við erum dýrategund sem deyr, eins og allar aðrar. Það er ekki í tísku að temja sér þessa speki. Maður lifir vel þegar maður horfist í augu við sinn eigin dauða og forgengileika… Við þyrftum kannski að gera meira af því að kenna það.“