Handtakan varð að heimsfrétt enda á ferðinni einn frægasti íþróttamaður heimsins þótt að illa hafi gengið hjá kappanum síðustu ár.
Það er ljós á öllu í þessu myndbandi að Tiger er í engu ástandi til að aka bíl því hann er óskýr í máli, ringlaður og það reynist honum mjög erfitt að fylgja fyrirmælum lögreglunnar.
Lögreglumaðurinn biður Tiger meðal annars að ganga eftir beinni línu sem gengur mjög illa hjá kappanum.
Florida police release dashcam video of golfer Tiger Woods, after he was found asleep at the wheel of his car https://t.co/apV5AhzRgFpic.twitter.com/SnLndxhjZb
— BBC News (World) (@BBCWorld) June 1, 2017
Tiger Woods: Police dashcam footage shows golf star's arrest in Florida https://t.co/iFAumWfn4Qpic.twitter.com/95Hp36Vntm
— Sky News (@SkyNews) June 1, 2017
Tiger fannst í Mercedes-Benz AMG 65 bíl sínum við vegakantinn en honum tókst þó ekki að koma bílnum alveg af veginum og lokaði hann því hálfvegis hægri akreininni. Bílinn var líka eitthvað skemmdur og það er því ekkert skrýtið að lögreglan hafi stoppað.
Lögreglumaðurinn gefst síðan á endanum upp á Tiger og handtekur hann vegna grunsemda um að hafa keyrt undir áhrifum.
Ekkert áfengismagn fannst þegar Tiger var látinn blása en hann viðurkenndi strax að hafa verið að taka lyf. Tiger er að glíma við eftirmála aðgerðar á baki sem hefur haldið honum mikið frá keppni á síðustu misserum.
Sjónvarpsstöðvarnar í Bandaríkjunum hafa keppst við að sýna myndbandið eftir að það var gert opinbert í nótt.