Handbolti

Lovísa áfram á Nesinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Lovísa var markahæsti leikmaður Gróttu í vetur.
Lovísa var markahæsti leikmaður Gróttu í vetur. vísir/ernir
Lovísa Thompson skrifaði í gærkvöldi undir tveggja ára samning við handknattleiksdeild Gróttu.

Lovísa, sem er 17 ára, hefur verið í stóru hlutverki hjá Gróttu undanfarin ár.

Hún var í Gróttuliðinu sem vann þrjá stærstu titlana tímabilið 2014-15 og skoraði markið sem tryggði Gróttu fyrsta Íslandsmeistaratitilinn í sögu félagsins. Grótta varði svo titilinn tímabilið á eftir.

Lovísa skoraði 110 mörk í 20 leikjum í Olís-deild kvenna í vetur og var markahæst í liði Gróttu. Seltirningar enduðu í 4. sæti deildarinnar og féllu svo úr leik fyrir Stjörnunni í undanúrslitum.

Lovísa hefur leikið fimm A-landsleiki og skorað fjögur mörk.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×