Fjórir efstir og jafnir eftir fyrstu tvo hringina á Opna bandaríska

Þetta eru Englendingarnir Paul Casey og Tommy Fleetwood og Bandaríkjamennirnir Brian Harman og Brooks Koepka. Þeir eru allir á sjö höggum undir pari.
Margir sterkir kylfingar komust ekki í gegnum niðurskurðinn.
Þeirra á meðal var Dustin Johnson sem vann mótið í fyrra. Henrik Stenson, Bubba Watson og Rory McIlroy eru einnig úr leik.
Keppni heldur áfram í dag en bein útsending frá mótinu hefst klukkan 17:00 á Golfstöðinni.
Tengdar fréttir

Gagnrýndi að karginn hafi verið sleginn en átti sjálfur í mestu vandræðum með hann | Myndband
Keppni á Opna bandaríska meistaramótinu hófst í gær.

Mickelson tekur fjölskylduna fram yfir US Open
Það varð ljóst nú í hádeginu að einn besti kylfingur heims, Phil Mickelson, gæti ekki tekið þátt á US Open sem hefst í dag. Hann dró sig úr keppni af fjölskylduástæðum.

McIlroy ósáttur við vælið í öðrum kylfingum
Margir kylfingar á US Open hafa kvartað yfir karganum á Erin Hills þar sem mótið fer fram. Það bar árangur því búið er að slá kargann á fjórum holum.

Loftbelgur hrapaði á US Open | Myndbönd
Það var ekki bara golfið sem vakti athygli á US Open í gær því litlu mátti muna að illa færi er loftbelgur hrapaði til jarðar nærri vellinum.

Meistarinn er nýbakaður faðir og ætlar að verja titilinn
Annað risamót ársins í golfheiminum, US Open, hefst í dag og er búist við skemmtilegu móti á afar erfiðum velli.

Fowler leiðir á US Open
Bandaríkjamaðurinn Rickie Fowler byrjaði best allra á öðru risamóti ársins, US Open, sem hófst á Erin Hills í Wisconsin í gær.

Rose: Þarf að byrja vel og hafa hausinn í lagi
US Open í golfi hefst í vikunni og bestu kylfingar heims eru allir mættir á Erin Hills þar sem mótið fer fram.