Framtíðarsýn sem ber ávöxt Magnús Guðmundsson skrifar 17. júní 2017 10:00 Gunnar B. Kvaran, stjórnandi Astrup Fearnley samtímalistasafnsins stendur hér nánast inni í verki Damiens Hirt, Mother and Child Divided, 1993, sem er í eigu safnsins. Mynd/Michael Angeles Yst á bryggjusporðinum á Tjuvholmen í Ósló stendur Astrup Fearnley samtímalistasafnið í fádæma fallegum byggingum sem mynda eins og glugga út í hinn stóra heim. Gunnar B. Kvaran listfræðingur, sem hefur stýrt safninu allt frá 2001, segir að það sé líka viðeigandi þar sem safnið hafi lengi haft það markmið að veita gestum sínum sýn inn í veröld alþjóðlegrar samtímalistar enda er safneignin einstök á meðal einkasafna á Norðurlöndum. Nýverið var opnuð til að mynda í safninu mögnuð yfirlitssýning á kínverskri samtímalist sem vert er að hvetja fólk til þess að kynna sér nánar. Gunnar hefur búið og starfað í Noregi í tuttugu ár. Hann er kvikur, líflegur og léttur á fæti og það leynir sér ekki að listin er ástríða. Ævistarfið og áhugamálið eru eitt og hið sama.Ásmundur og Barthes „Faðir minn er Karl Kvaran, myndlistarmaður og abstraktmálari, og ég er alinn upp á vinnustofunni hjá honum. Þegar ég fer í gegnum menntaskóla þá hef ég áhuga á myndlist, bókmenntum og heimspeki og velti fyrir mér hvað ég ætti að gera með þennan áhuga,“ segir Gunnar og rifjar upp æskuárin. „Ég valdi að fara til Frakklands vegna þess að þar áttu sér stað miklar hræringar í bókmenntaheiminum þar sem póst-strúktúralistarnir voru að koma fram á sviðið. Fræðimenn á borð við Roland Barthes og þessir menn sem komu fram á sjötta og sjöunda áratugnum, en þegar ég er þarna á áttunda áratugnum eru þeir orðnir stóra viðmiðið í þessum alþjóðlega heimi. Farnir að hafa áhrif á listasöguna og hvernig listfræðingar og listheimspekingar hugsa. Þessir menn lausrifu listasöguna út úr þessum hefðbundna sögulega, formalíska lestri og inn kemur allur þessi lestur sem hefur að gera með merkingarfræðina og heimspekina og allar hugmyndirnar sem við fengum frá bókmenntunum.“ Þessi þróun heillaði mig og því fór ég til Aix en Provance og skrifaði mína doktorsritgerð, sem fjallaði um Ásmund Sveinsson og stílhugtakið í myndlist, þar og það var mjög góður tími. Þegar ég var að skrifa mína ritgerð fékk ég starf við Ásmundarsafn, en Ásmundur var þá orðinn mjög fullorðinn, við að skrásetja safnið sem átti svo að renna til borgarinnar eftir hans dag. Þetta svona markaði upphafið að mínum ferli heima.“Astrup Fearnley listasafnið stendur í fádæma fallegri byggingu sem er hönnuð af ítalska arkitektinum Renzo Piano.Mynd/Astrup Fearnley MuseetDyravörður á Kjarvalsstöðum Í framhaldi af starfinu við Ásmundarsafn var Gunnari boðið að vera listráðunautur á Kjarvalsstöðum en að tveimur árum liðnum tók hann svo við starfi forstöðumanns. „Þetta var skemmtilegur tími því það var mjög gott fólk í menningarmálanefndinni og metnaðarfullt fyrir hönd listarinnar. Ég lagði því til að við myndum hætta að leigja út Kjarvalsstaði fyrir sýningar og breyta þeim og Ásmundarsafni í Listasafn Reykjavíkur. Þetta samþykkti menningarmálanefndin sem fól í sér mikla framför því þetta kostaði mikla peninga. Það þurfti að auka fjárveitingar til safnsins því með breytingunni byrjuðum við að kúratera sýningar við söfnin. Fyrir þann tíma hafði listráðunautur aðeins það hlutverk að segja: Já, þetta er listamaður sem við getum leigt sal, en ekki þessum. Þessi er listamaður en ekki þessi. – Þetta var svona dyravarðarhlutverk,“ segir Gunnar og hlær. „En þetta hafði mikið að segja fyrir íslenska listamenn því þetta gerði mikið fyrir þeirra sjálfsvirðingu. Allt í einu gátum við boðið t.d. Kristjáni Guðmundssyni, Helga Þorgils og Louisu Matthíasdóttur að sýna, þar sem við fjármögnuðum allt frá lánum á verkum að flutningi og sýningarskrá. Auk þess fengum við tækifæri til að setja saman umfangsmiklar sýningar á borð við Íslenska abstraktlist, Skúlptúr, skúlptúr, skúlptúr og fleiri yfirlitssýningar. Þetta gekk ljómandi vel enda var aðsóknin ótrúlega góð. En svo fáum við þessa miklu gjöf frá Erró sem var gríðarleg lyftistöng fyrir safnið og þar með vorum við tekin alvarlega sem safn. Við keyptum líka inn mikið af verkum íslenskra listamanna á þessum tíma. En þar sem við höfðum ekki safnahús þá var það takmarkað sem fólk sá af þeirri starfsemi. Þá fór í gang Korpúlfsstaðaverkefnið sem endaði með Hafnarhúsinu nokkrum árum seinna.“ Aðspurður segir Gunnar að þessum breytingum hafi í raun ekki fylgt ýkja mikil átök. „Það var náttúrulega mikið skrifað í blöðin á þessum tíma og ég man að menn eins og Bragi Ásgeirsson voru fullir efasemda og skrifuðu krassandi greinar. Hann var svona einna ákafastur enda hræddur um að þarna væri verið að mismuna og fara inn í einhverja íslenska listpólitík sem ég var alls ekki að gera. En svo var Sverrir Ólafsson líka atkvæðamikill og skrifaði mikið og eins listamenn eins og Hannes Lárusson sem taldi að þarna væri of mikið vald í höndum safnsins. Þetta voru þó tiltölulega fáar raddir því almennt var þetta hagkvæmt fyrirkomulag og síðan kom það í ljós að sýningarnar sem við framleiddum voru langt í frá einsleitar. Það voru margir ólíkir listamenn sýndir enda var annað ekki mögulegt því þessi stofnun varð mjög stór mjög hratt. Þannig að ef við ætluðum að fá inn samtal við almenning þá urðum við að spila breitt á sviðið. Að auki byrjuðum við að flytja inn sýningar og lögðum áherslu á hefðbundnari nálgun þar, náðum meðal annars til okkar stórri sýningu á vegum Rodin safnsins, Miro og marga fleiri snillinga þar sem eitt leiddi af öðru og þá reyndist tengslanetið frá námsárunum í Frakklandi óneitanlega ansi vel.“Jeff Koons, Michael Jackson og Bubbles, 1988, eitt af þekktustu verkunum í eigu Astrup Fearnley samtímalistasafnsins.Mynd/Astrup Fearnley MuseetGluggi til Bandaríkjanna Gunnar rifjar upp að þegar verkefnið með Hafnarhúsið hafi verið komið á fullt hafi honum verið boðið að taka við Listasafninu í Bergen sem hentaði vel þar sem seinna ráðningartímabilinu var að ljúka. „Á Íslandi voru ekki svo margir möguleikar eða mörg söfn þannig að ég ákvað að slá til. Þetta var mikill lærdómur og ævintýri fyrir mig því safnið í Bergen á frábært alþjóðlegt safn verka og hefur á að skipa frábæru fagfólki. Það var mjög vel tekið á móti mér í Bergen en ég var enn í þessum byggingarmótus eftir Reykjavík, með hamarinn á lofti og adrenalínið í blóðinu og sá að safnið í Bergen var allt of lítið. Þannig að eins og heima í Reykjavík fór ég í að fá safnið stækkað og nú með því að safnið fékk að yfirtaka gamla rafveituhúsið í Bergen sem er ótrúlega flott bygging frá fjórða áratugnum og við hliðina á safninu,“ segir Gunnar og hlær að þessum rammíslenska framkvæmdaham sem hann hafi verið í á þessum árum. Gunnar var fjögur ár í Bergen þangað til hann tók við starfi forstöðumanns Astrup Fearnley þar sem hans beið það spennandi verkefni að einbeita sér að bandarískri samtímalist. „Á þessum tíma var stjórnarformaðurinn og safnarinn á bak við safnið, Hans Rasmus Astrup, byrjaður að skoða bandaríska samtímalistamenn á borð við Felix Gonzales-Torres, Robert Gober og Matthew Barney. Markmiðið var svo að byggja upp öflugt safn bandarískra verkra frá áttunda áratugnum og fram til dagsins í dag. Finna listamenn sem gætu styrkt þennan hluta safnsins, listamenn á borð við Cindy Sherman, Richard Prince, Jeff Kooons og fleiri. Listamenn sem þá voru ekkert svo dýrir í samanburði við verðið sem er á þeim í dag. En til þess að koma okkur lengra inn í samtíðina þá fór ég þá leið að taka nokkur ár í að rannsaka það sem er að gerast í Bandaríkjunum og fylgjast um leið vel með Kína en þar var að koma fram þriðja kynslóð listamanna sem hafa allt aðra stöðu en fyrsta kynslóð samtímalistar. Rannsóknin varð til þess að við ferðuðumst mikið um Bandaríkin á næstu árum og þá komumst við handan við galleríin – komumst út í senuna sjálfa áður en val galleríanna átti sér stað. Við fórum mikið í listaháskólana, kynntumst ungum gagnrýnendum sem voru að kynna sína kynslóð og fengum mjög breiða sýn á bandaríska samtímalist og keyptum samtímis gífurlega mikið magn af verkum. Í framhaldinu gerðum við ásamt Hans-Ulrich Obrist og Daniel Bierbaum stóra sýningu sem kallaðist Uncertain States of America – American Art in the 3rd Millennium, með verkum þá þessara óþekktu listamanna. Um 70-80% af þeim eru stór nöfn í listaheiminum í dag sem er merkilega hátt hlutfall. En það sem mestu skiptir er að með þessu var loksins komið á Norðurlöndunum safn af bandarískri samtímalist. Markmiðið var að gefa almenningi raunverulega sýn á bandaríska samtímalist frá lokum áttunda áratugarins og fram til dagsins í dag og þetta erum við enn að vinna með.“Damien Hirst, Mother and Child Divided, 1993,Mynd/Prudence Cuming Associates ©Damien Hirst and Science Ltd. All rights reserved, DACS 2011Eitt verk borgaði allt Gunnar viðurkennir að vissulega fylgi því ákveðið frelsi að stýra einkasafni í samanburði við safn í opinberri eigu. „Við erum alveg laus við að sjá um listasögu Noregs en við erum norsk stofnun og við megum ekki gleyma því. Þar af leiðandi þá erum við með sýningar með norskum listamönnum. Að auki kaupum við líka verk norskra listamanna en á sömu forsendum, það er að segja, verk listamanna sem við teljum að skipti miklu máli fyrir norska og alþjóðlega myndlist.“ Gunnar bætir við að þessar norsku rætur skipti líka eigendur safnsins miklu máli og rætur safnsins liggi djúpt í norsku viðskiptalífi. „Hans Rasmus Astrup er erfingi að stóru skipafyrirtæki og bæði hans föður– og móðurfjölskylda áttu nokkur af stærstu skipafélögum Noregs í lok nítjándu aldar og upphafi þeirrar tuttugustu. Langalangalangafi hans stofnaði fyrirtækið um 1840 þegar hann byrjaði að selja fisk til Spánar. En fljótlega komst hann að því að það væri arðvænlegra að eiga skipin líka og þar með fór í gang uppbygging á skipafélagi. Í upphafi tuttugstu aldar voru Norðmenn þriðja stærsta skipaveldi heimsins á eftir Bretum og Þjóðverjum en í fyrri heimsstyrjöldinni, þegar þeir þurftu að sinna öðru, þá urðu norsku félögin þau stærstu í heimi. Þá streymdi hingað alveg gríðarlegur auður og á þessum tíma voru eigendur þessara skipafélaga farnir að fjárfesta í myndlist auk þess að eiga peninga á bankareikningum um allan heim. Þegar heimskreppan skall á verða peningar afar vafasamur og eiginlega hálf ónýtur gjaldmiðill en þá hafði Stang-fjölskyldan, móðurfjölskylda Hans Rasmus Astrup, byggt upp gífurlegt listasafn af verkum Cézanne, Renoir, Gauguin, stærsta safn Norður-Evrópu af impressjónistum á þessum tíma. Í borðstofunni hjá afa Hans Rasmusar hékk verk Gauguin: Hvaðan komum við, hvað erum við, hvert erum við að fara? Höfuðverk listasögunnar og ótrúlegur fjársjóður sem hangir nú uppi í Boston. Í kreppunni hrundi svo skipaiðnaðurinn eins og annað en fjölskyldan gat borgað allar sínar skuldir, komið skipafélögunum á réttan kjöl, aðeins með því að selja þetta eina verk. Það er magnað en fyrir vikið er Hans Rasmus líka mjög meðvitaður um það hvað listasagan og listheimurinn felur í sér og hvað þarf til. Hann hefur alltaf sinnt þessu af ástríðu og þetta er eina einkasafnið á Norðurlöndum af þessari stærðargráðu og það eina sem hefur haft metnað til þess að byggja upp slíkt safn. Það eru auðvitað til margir ríkari menn hér um slóðir en þeir hafa bara ekki haft áhuga á þessu viðfangsefni eða skilning á möguleikunum.“Anselm Kiefer, The High Priestess/Zweistromland,1985-1989, eitt af magnaðri verkum í eigu Astrup Fearnley.Mynd/Astrup Fearnley MuseetVerkfæri og vinnukúltúr Þessi alþjóðlegi listheimur er gríðarlega stór en skyldi það hafa mótað Gunnar að koma úr litlu samfélagi út í þennan stóra heim? „Já, kannski,“ segir Gunnar hugsi. „Þetta hefur að gera með sjálfsmyndina. Þú ert hluti af litlu samfélagi og færð ákveðna viðurkenningu frá því og í litlu listasamfélagi eins og heima er maður afskaplega nálægt listalífinu og hluti af því öllu. Það getur verið gott að koma úr litlu samfélagi þar sem maður fær tækifæri til þess að vinna með öll verkfærin, hvort sem er í tengslum við listina, listamennina, fjölmiðla, stjórnsýsluna og svo framvegis. Þannig að það að starfa heima reyndist mér vera gífurlega mikill og góður lærdómur þó svo skalinn væri allt annar því inntakið og mekaníkin er í raun sú sama. Veikleikinn aftur á móti er að maður kemur nýr inn í listasamfélag sem maður þekkir ekki og samsetningin er miklu flóknari hér. Þannig að maður þarf að læra að skilja hvernig allt gengur fyrir sig og sérstaklega er mikill munur á vinnukúltúr. Á Íslandi er alltaf sterk tilhneiging, og ég var engin undantekning á því, að vinna meira eins og einræðisherra. Hér hins vegar er miklu láréttari strúktur í samfélaginu og í stofnunum. Miklu meira samtal og áhugi á því að finna sameiginlegan flöt. Þannig að þegar ég legg fram mitt plan hér þá þarf ég að vinna það meira út frá ákveðnu samþykki og sameiginlegri sýn fleiri aðila. Ég hef mína stjórn sem hefur ráðið mig til verksins en inni í stofnuninni sjálfri er lögð áhersla á að allir séu með og það er ákveðið lýðræði í vinnukúltúrnum hér og því þarf að nálgast allt út frá þeirri samræðuhefð.“ Gunnar segir að það skipti líka máli í þessu samhengi að á Íslandi séu bókmenntirnar móðurskipið innan listheimsins. „Bókmenntaheimurinn og -fræðin heima á Íslandi er komin mun lengra innan háskólanna og er búin að framleiða miklu meiri þekkingu en listfræðin en þetta hefur breyst mikið á síðustu tuttugu árum. Við Íslendingar þurfum ekki að gera annað en að líta á okkar skólagöngu til þess að sjá hversu sterk staða bókmenntanna er og hefur verið lengi. Skólakerfið á Íslandi hefur aldrei sinnt listasögu eða myndlist að nokkru marki. Meira að segja var það þannig með mig sem var alinn upp á vinnustofu myndlistarmanns að þær umræður um myndlist sem ég tók þátt í með föður mínum og hans kollegum voru mjög takmarkandi. Hann sem abstrakt listamaður hafði í raun takmarkaða orðræðu til þess að útlista sínar ætlanir sem hann hafði þó ótvírætt eins og maður sér vel þegar verkin eru skoðuð. Hans verk voru mjög hugsuð en hann hafði fá verkfæri til þess að lýsa sínum ásetningi. Ég minnist þess þegar ég sat og hlustaði á pabba og Þorvald Skúlason þá var þetta á stundum hálfgerður hugsanaflutningur því þessar samræður voru leitandi.“ Gunnar segir að tungumálið og staðbundin menning, hvernig maður upplifir heiminn, setji sín mörk á það sem við hugsum og gerum og þess vegna skipti þetta miklu máli. „Ákveðin birtingarmynd þessa er að það má vel sjá móta fyrir sérkennum listamanna út frá tungumálinu þrátt fyrir þá alheimsvæðingu myndmáls sem hefur átt sér stað í listinni á síðustu áratugum. Þannig að ef við myndum skoða vel verk eftir Ragnar Kjartansson, Erró og marga íslenska listamenn þá kæmum við til með að geta einangrað ákveðin samfélagsleg og menningarleg fyrirbæri og þá jafnvel í tengslum við tungumálið. Það er það sem gefur þessum listamönnum ákveðna sérstöðu þó svo þeir séu líka hluti af stærri heild. Í dag er enginn einn samnefnari í myndlistarheiminum, heldur er hann samsettur og jafnvel kakófónía, af ólíkum hugmyndum sem í raun eiga rætur í ólíkri menningararfleifð. Það leiðir til þess að í þessum alþjóðlega myndlistarheimi er ekki lengur neitt stigveldi.“Gestirnir vilja læra Myndlistin hefur alla tíð verið Gunnari ástríða og hann segir að vissulega felist ákveðin forréttindi í því að fá að starfa við áhugamál sitt. „En það er mér líka ástríða að byggja upp þetta safn og einkasafn á borð við þetta verður að geta sýnt fram á ákveðna þekkingarframleiðslu og ekki láta staðar numið við að vera flottur búðargluggi. Fyrir mig persónulega var mjög mikilvægt að fá stjórnina til að skilja að þetta er ekki bara spurning um að kaupa myndlist og sýna heldur sé það ekki síður mikilvægt að hafa hér fagfólk og framleiða þekkingu og kunnáttu. Við þurfum líka að vera meðvituð um þá þróun sem hefur verið að eiga sér stað í Evrópu síðasta áratuginn þar sem samtímalistin er komin með nýja stöðu hjá almenningi. Það hefur orðið gríðarleg aukning á listsýningum almennt og í Ósló er þetta sérstaklega áberandi því hér hefur orðið bylting í því sem kalla má borgarmenningu. Þegar ég kom hingað fyrir tuttugu árum var Ósló frekar grá og leiðinleg borg en svo smám saman hefur vaxið hér fram skýr borgarmenning með kaffihúsum, útiveitingahúsum og fyrsta flokks veitingastöðum. Söfnin eru þær stofnanir sem hafa notið hvað mest þessarar breyttu borgarmenningar því þau eru svo aðgengileg almenningi. En við fundum líka að kröfurnar til safnsins breyttust og létum framkvæma skoðanakönnun fyrir tveimur árum til þess að átta okkur betur á þessu. Spurðum aðeins einnar einfaldrar spurningar: Af hverju kemurðu í listasafn? Svo greindum við þetta eftir alls konar hópum en í öllum þessum hópum voru yfir 75 prósent sem svöruðu einfaldlega: Ég kem í listasafnið til þess að læra um list. Þetta var í senn óvænt og ánægjulegt. Við áttum alls ekki von á þessu en söfnin eru einu stofnanirnar sem framleiða og miðla þekkingu með þessum hætti og svo áttaði fólk sig líka á því hversu alþjóðlegt þetta safn er. En þetta er auðvitað alveg eins og með tónlistina þar sem fólk vill fá fjölbreytni og hlusta á alþjóðlega tónlist og þetta sýndi okkur að fólk hefur áhuga á alþjóðlegri myndlist.“ Gunnar segist líka hafa fundið fyrir bæði undrun og hrifningu á meðal gesta yfir því að þetta sé einkasafn. „Þetta þykir fólki sérstakt í þessu sósíaldemókratíska kóngaríki sem Noregur er þar sem menningin og samfélagið er ríkisrekið frá a til ö. En þetta er hluti af því að auka fjölbreytnina, rétt eins og í fjölmiðlum og öðru, því það er mikilvægt að það séu margar raddir sem eru að segja okkur allar þessar ólíku sögur, hvort sem það er um heimsmálin eða samtímalist. Þannig að við höfum markvisst komið inn með raddir sem segja almenningi sögur frá bandarískri samtímalist, kínverskri samtímalist og alls konar erlendum listamönnum. Þetta hefur orðið til þess að fólk nýtur þess að koma hingað og sjá eitthvað annað, fjarlægt og spennandi og það gleður okkur mikið.“Damien Hirst, hluti af verkinu Mother and Child Divided, 1993, í eigu Astrup Fearnley.Mynd/Prudence Cuming Associates ©Damien Hirst and Science Ltd. All rights reserved, DACS 2011Ávöxtur menningarpólitíkur Það er annað í þessu samhengi sem er mjög mikilvægt að nefna, ekki síst í tengslum við íslenska listasenu, sem er að hér í Noregi hefur verið rekin gífurlega öflug og meðvituð menningarpólitík síðastliðin 20 ár. Þessi menningarpólitík er núna að bera ávöxt en hún byrjaði með því að í samvinnu við samtök listamanna áttaði pólitíkin sig á því að menningin er burðarstólpi í samfélaginu og að menningarheimurinn og myndlistin líkt og aðrar listgreinar þyrfti að geta notið góðs af þeim auði sem þjóðin ætti í olíupeningunum. Þá kemur snemma fram hugmynd um að búa til kerfi sem er eins konar borgaralaunakerfi, þar sem fólk hefur alltaf sína grunnframfærslu. Þetta gerir það að verkum að nánast allir listamenn í Noregi eru á 50 til 100% launum og auk þess njóta ný gallerí stuðnings fyrstu tvö árin. Í kjölfarið á þessum grunni byrjuðu þeir að efla listasöfnin vítt og breitt um landið og bjuggu til kerfi utan um það. Þetta nýttist okkur vel þegar ég var í Bergen og þar fengum við fjárframlag til að styrkja þekkingarsköpun safnanna og til að safna listaverkum. Þriðji þátturinn er svo uppbygging á nýjum listasöfnum og menningarhúsum. Þetta hefur gert það að verkum að núna höfum við hér listaverkamarkað, því þetta hefur líka aukið tilvist safnara og okkar tilvist hefur líka smitað, en það er sagt að það séu um 200 safnarar í Noregi og þar af einir tíu af alþjóðlegum gæðum. Í Ósló núna eru kannski ein fimm gallerí sem kalla má alþjóðleg og eru að selja alþjóðlega og norska myndlist. Þetta þýðir að norskir myndlistarmenn hafa öðlast allt aðra tilvist í þessum alþjóðlega heimi og í dag eru að minnsta kosti tíu norskir myndlistarmenn sem eru komnir á ólíka staði í þessu stóra alþjóðlega listkerfi. Það er gríðarlega mikið fyrir ekki stærri þjóð en þarna erum við að tala um afsprengi þessarar menningarpólitíkur sem ákvað að gefa listamönnunum tækifæri, lífsviðurværi og möguleika á því að þróa sína listsköpun.“Dreifing auðsins Gunnar segir að þetta sé honum sérstaklega hugleikið þessa dagana í ljósi þess sem er að gerast á Íslandi. „Ég sá það í blöðunum um daginn að listamenn heima á Íslandi eru að berjast fyrir því að fá borgað fyrir það að verkin þeirra séu sett upp á sýningar,“ segir Gunnar og nú er honum mikið niðri fyrir. „Hér eru það bara lög. Ef ég sýni verk eftir norskan listamann verð ég að borga honum laun fyrir það. Annað er galið.“ En er þetta ekki bara eitthvað sem moldrík olíuþjóð getur leyft sér? „Nei, þetta er byggt á flottri framtíðarsýn og það þarf að sjá langt fram í tímann til þess að hrinda slíku í framkvæmd. Þetta hefur nefnilega ekki bara að gera með olíuna heldur einfaldlega þá staðreynd að norskt samfélag er gagnsætt og þannig byggt upp að auðnum er dreift út í samfélagið – út til almennings. Tökum Frakkland sem dæmi því það er líkast til mun ríkara land en skipting verðmætanna og dreifing er bara miklu minni. Á Íslandi getum við horft til þess að ef sjávarútvegurinn væri þjóðnýttur á sama hátt og olían er þjóðnýtt hér, þá væri auðvitað grundvöllur ríkissjóðs allt annar. Núna fara þessir peningar bara til einhverra einstaklinga, á örfáar hendur. Þetta er stóri munurinn. Hér er ekkert yfirdrifið en allt samkvæmt ákveðinni þörf og hvort sem þú ert til hægri eða vinstri í pólitík þá er fólk sammála um ákveðin grundvallargildi. Menningarpólitíkin hér er ljóslifandi afleiðing af þessari dreifingu auðsins og eitt af því flottasta sem maður getur talað um í norsku samfélagi. Þetta er einstök framtíðarsýn. Við á Astrup Fearnley erum líka þátttakendur og mikilvægur hlekkur í þessari stóru menningarlegu sókn Norðmanna og það skiptir okkur miklu máli.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 17. júní. Menning Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Yst á bryggjusporðinum á Tjuvholmen í Ósló stendur Astrup Fearnley samtímalistasafnið í fádæma fallegum byggingum sem mynda eins og glugga út í hinn stóra heim. Gunnar B. Kvaran listfræðingur, sem hefur stýrt safninu allt frá 2001, segir að það sé líka viðeigandi þar sem safnið hafi lengi haft það markmið að veita gestum sínum sýn inn í veröld alþjóðlegrar samtímalistar enda er safneignin einstök á meðal einkasafna á Norðurlöndum. Nýverið var opnuð til að mynda í safninu mögnuð yfirlitssýning á kínverskri samtímalist sem vert er að hvetja fólk til þess að kynna sér nánar. Gunnar hefur búið og starfað í Noregi í tuttugu ár. Hann er kvikur, líflegur og léttur á fæti og það leynir sér ekki að listin er ástríða. Ævistarfið og áhugamálið eru eitt og hið sama.Ásmundur og Barthes „Faðir minn er Karl Kvaran, myndlistarmaður og abstraktmálari, og ég er alinn upp á vinnustofunni hjá honum. Þegar ég fer í gegnum menntaskóla þá hef ég áhuga á myndlist, bókmenntum og heimspeki og velti fyrir mér hvað ég ætti að gera með þennan áhuga,“ segir Gunnar og rifjar upp æskuárin. „Ég valdi að fara til Frakklands vegna þess að þar áttu sér stað miklar hræringar í bókmenntaheiminum þar sem póst-strúktúralistarnir voru að koma fram á sviðið. Fræðimenn á borð við Roland Barthes og þessir menn sem komu fram á sjötta og sjöunda áratugnum, en þegar ég er þarna á áttunda áratugnum eru þeir orðnir stóra viðmiðið í þessum alþjóðlega heimi. Farnir að hafa áhrif á listasöguna og hvernig listfræðingar og listheimspekingar hugsa. Þessir menn lausrifu listasöguna út úr þessum hefðbundna sögulega, formalíska lestri og inn kemur allur þessi lestur sem hefur að gera með merkingarfræðina og heimspekina og allar hugmyndirnar sem við fengum frá bókmenntunum.“ Þessi þróun heillaði mig og því fór ég til Aix en Provance og skrifaði mína doktorsritgerð, sem fjallaði um Ásmund Sveinsson og stílhugtakið í myndlist, þar og það var mjög góður tími. Þegar ég var að skrifa mína ritgerð fékk ég starf við Ásmundarsafn, en Ásmundur var þá orðinn mjög fullorðinn, við að skrásetja safnið sem átti svo að renna til borgarinnar eftir hans dag. Þetta svona markaði upphafið að mínum ferli heima.“Astrup Fearnley listasafnið stendur í fádæma fallegri byggingu sem er hönnuð af ítalska arkitektinum Renzo Piano.Mynd/Astrup Fearnley MuseetDyravörður á Kjarvalsstöðum Í framhaldi af starfinu við Ásmundarsafn var Gunnari boðið að vera listráðunautur á Kjarvalsstöðum en að tveimur árum liðnum tók hann svo við starfi forstöðumanns. „Þetta var skemmtilegur tími því það var mjög gott fólk í menningarmálanefndinni og metnaðarfullt fyrir hönd listarinnar. Ég lagði því til að við myndum hætta að leigja út Kjarvalsstaði fyrir sýningar og breyta þeim og Ásmundarsafni í Listasafn Reykjavíkur. Þetta samþykkti menningarmálanefndin sem fól í sér mikla framför því þetta kostaði mikla peninga. Það þurfti að auka fjárveitingar til safnsins því með breytingunni byrjuðum við að kúratera sýningar við söfnin. Fyrir þann tíma hafði listráðunautur aðeins það hlutverk að segja: Já, þetta er listamaður sem við getum leigt sal, en ekki þessum. Þessi er listamaður en ekki þessi. – Þetta var svona dyravarðarhlutverk,“ segir Gunnar og hlær. „En þetta hafði mikið að segja fyrir íslenska listamenn því þetta gerði mikið fyrir þeirra sjálfsvirðingu. Allt í einu gátum við boðið t.d. Kristjáni Guðmundssyni, Helga Þorgils og Louisu Matthíasdóttur að sýna, þar sem við fjármögnuðum allt frá lánum á verkum að flutningi og sýningarskrá. Auk þess fengum við tækifæri til að setja saman umfangsmiklar sýningar á borð við Íslenska abstraktlist, Skúlptúr, skúlptúr, skúlptúr og fleiri yfirlitssýningar. Þetta gekk ljómandi vel enda var aðsóknin ótrúlega góð. En svo fáum við þessa miklu gjöf frá Erró sem var gríðarleg lyftistöng fyrir safnið og þar með vorum við tekin alvarlega sem safn. Við keyptum líka inn mikið af verkum íslenskra listamanna á þessum tíma. En þar sem við höfðum ekki safnahús þá var það takmarkað sem fólk sá af þeirri starfsemi. Þá fór í gang Korpúlfsstaðaverkefnið sem endaði með Hafnarhúsinu nokkrum árum seinna.“ Aðspurður segir Gunnar að þessum breytingum hafi í raun ekki fylgt ýkja mikil átök. „Það var náttúrulega mikið skrifað í blöðin á þessum tíma og ég man að menn eins og Bragi Ásgeirsson voru fullir efasemda og skrifuðu krassandi greinar. Hann var svona einna ákafastur enda hræddur um að þarna væri verið að mismuna og fara inn í einhverja íslenska listpólitík sem ég var alls ekki að gera. En svo var Sverrir Ólafsson líka atkvæðamikill og skrifaði mikið og eins listamenn eins og Hannes Lárusson sem taldi að þarna væri of mikið vald í höndum safnsins. Þetta voru þó tiltölulega fáar raddir því almennt var þetta hagkvæmt fyrirkomulag og síðan kom það í ljós að sýningarnar sem við framleiddum voru langt í frá einsleitar. Það voru margir ólíkir listamenn sýndir enda var annað ekki mögulegt því þessi stofnun varð mjög stór mjög hratt. Þannig að ef við ætluðum að fá inn samtal við almenning þá urðum við að spila breitt á sviðið. Að auki byrjuðum við að flytja inn sýningar og lögðum áherslu á hefðbundnari nálgun þar, náðum meðal annars til okkar stórri sýningu á vegum Rodin safnsins, Miro og marga fleiri snillinga þar sem eitt leiddi af öðru og þá reyndist tengslanetið frá námsárunum í Frakklandi óneitanlega ansi vel.“Jeff Koons, Michael Jackson og Bubbles, 1988, eitt af þekktustu verkunum í eigu Astrup Fearnley samtímalistasafnsins.Mynd/Astrup Fearnley MuseetGluggi til Bandaríkjanna Gunnar rifjar upp að þegar verkefnið með Hafnarhúsið hafi verið komið á fullt hafi honum verið boðið að taka við Listasafninu í Bergen sem hentaði vel þar sem seinna ráðningartímabilinu var að ljúka. „Á Íslandi voru ekki svo margir möguleikar eða mörg söfn þannig að ég ákvað að slá til. Þetta var mikill lærdómur og ævintýri fyrir mig því safnið í Bergen á frábært alþjóðlegt safn verka og hefur á að skipa frábæru fagfólki. Það var mjög vel tekið á móti mér í Bergen en ég var enn í þessum byggingarmótus eftir Reykjavík, með hamarinn á lofti og adrenalínið í blóðinu og sá að safnið í Bergen var allt of lítið. Þannig að eins og heima í Reykjavík fór ég í að fá safnið stækkað og nú með því að safnið fékk að yfirtaka gamla rafveituhúsið í Bergen sem er ótrúlega flott bygging frá fjórða áratugnum og við hliðina á safninu,“ segir Gunnar og hlær að þessum rammíslenska framkvæmdaham sem hann hafi verið í á þessum árum. Gunnar var fjögur ár í Bergen þangað til hann tók við starfi forstöðumanns Astrup Fearnley þar sem hans beið það spennandi verkefni að einbeita sér að bandarískri samtímalist. „Á þessum tíma var stjórnarformaðurinn og safnarinn á bak við safnið, Hans Rasmus Astrup, byrjaður að skoða bandaríska samtímalistamenn á borð við Felix Gonzales-Torres, Robert Gober og Matthew Barney. Markmiðið var svo að byggja upp öflugt safn bandarískra verkra frá áttunda áratugnum og fram til dagsins í dag. Finna listamenn sem gætu styrkt þennan hluta safnsins, listamenn á borð við Cindy Sherman, Richard Prince, Jeff Kooons og fleiri. Listamenn sem þá voru ekkert svo dýrir í samanburði við verðið sem er á þeim í dag. En til þess að koma okkur lengra inn í samtíðina þá fór ég þá leið að taka nokkur ár í að rannsaka það sem er að gerast í Bandaríkjunum og fylgjast um leið vel með Kína en þar var að koma fram þriðja kynslóð listamanna sem hafa allt aðra stöðu en fyrsta kynslóð samtímalistar. Rannsóknin varð til þess að við ferðuðumst mikið um Bandaríkin á næstu árum og þá komumst við handan við galleríin – komumst út í senuna sjálfa áður en val galleríanna átti sér stað. Við fórum mikið í listaháskólana, kynntumst ungum gagnrýnendum sem voru að kynna sína kynslóð og fengum mjög breiða sýn á bandaríska samtímalist og keyptum samtímis gífurlega mikið magn af verkum. Í framhaldinu gerðum við ásamt Hans-Ulrich Obrist og Daniel Bierbaum stóra sýningu sem kallaðist Uncertain States of America – American Art in the 3rd Millennium, með verkum þá þessara óþekktu listamanna. Um 70-80% af þeim eru stór nöfn í listaheiminum í dag sem er merkilega hátt hlutfall. En það sem mestu skiptir er að með þessu var loksins komið á Norðurlöndunum safn af bandarískri samtímalist. Markmiðið var að gefa almenningi raunverulega sýn á bandaríska samtímalist frá lokum áttunda áratugarins og fram til dagsins í dag og þetta erum við enn að vinna með.“Damien Hirst, Mother and Child Divided, 1993,Mynd/Prudence Cuming Associates ©Damien Hirst and Science Ltd. All rights reserved, DACS 2011Eitt verk borgaði allt Gunnar viðurkennir að vissulega fylgi því ákveðið frelsi að stýra einkasafni í samanburði við safn í opinberri eigu. „Við erum alveg laus við að sjá um listasögu Noregs en við erum norsk stofnun og við megum ekki gleyma því. Þar af leiðandi þá erum við með sýningar með norskum listamönnum. Að auki kaupum við líka verk norskra listamanna en á sömu forsendum, það er að segja, verk listamanna sem við teljum að skipti miklu máli fyrir norska og alþjóðlega myndlist.“ Gunnar bætir við að þessar norsku rætur skipti líka eigendur safnsins miklu máli og rætur safnsins liggi djúpt í norsku viðskiptalífi. „Hans Rasmus Astrup er erfingi að stóru skipafyrirtæki og bæði hans föður– og móðurfjölskylda áttu nokkur af stærstu skipafélögum Noregs í lok nítjándu aldar og upphafi þeirrar tuttugustu. Langalangalangafi hans stofnaði fyrirtækið um 1840 þegar hann byrjaði að selja fisk til Spánar. En fljótlega komst hann að því að það væri arðvænlegra að eiga skipin líka og þar með fór í gang uppbygging á skipafélagi. Í upphafi tuttugstu aldar voru Norðmenn þriðja stærsta skipaveldi heimsins á eftir Bretum og Þjóðverjum en í fyrri heimsstyrjöldinni, þegar þeir þurftu að sinna öðru, þá urðu norsku félögin þau stærstu í heimi. Þá streymdi hingað alveg gríðarlegur auður og á þessum tíma voru eigendur þessara skipafélaga farnir að fjárfesta í myndlist auk þess að eiga peninga á bankareikningum um allan heim. Þegar heimskreppan skall á verða peningar afar vafasamur og eiginlega hálf ónýtur gjaldmiðill en þá hafði Stang-fjölskyldan, móðurfjölskylda Hans Rasmus Astrup, byggt upp gífurlegt listasafn af verkum Cézanne, Renoir, Gauguin, stærsta safn Norður-Evrópu af impressjónistum á þessum tíma. Í borðstofunni hjá afa Hans Rasmusar hékk verk Gauguin: Hvaðan komum við, hvað erum við, hvert erum við að fara? Höfuðverk listasögunnar og ótrúlegur fjársjóður sem hangir nú uppi í Boston. Í kreppunni hrundi svo skipaiðnaðurinn eins og annað en fjölskyldan gat borgað allar sínar skuldir, komið skipafélögunum á réttan kjöl, aðeins með því að selja þetta eina verk. Það er magnað en fyrir vikið er Hans Rasmus líka mjög meðvitaður um það hvað listasagan og listheimurinn felur í sér og hvað þarf til. Hann hefur alltaf sinnt þessu af ástríðu og þetta er eina einkasafnið á Norðurlöndum af þessari stærðargráðu og það eina sem hefur haft metnað til þess að byggja upp slíkt safn. Það eru auðvitað til margir ríkari menn hér um slóðir en þeir hafa bara ekki haft áhuga á þessu viðfangsefni eða skilning á möguleikunum.“Anselm Kiefer, The High Priestess/Zweistromland,1985-1989, eitt af magnaðri verkum í eigu Astrup Fearnley.Mynd/Astrup Fearnley MuseetVerkfæri og vinnukúltúr Þessi alþjóðlegi listheimur er gríðarlega stór en skyldi það hafa mótað Gunnar að koma úr litlu samfélagi út í þennan stóra heim? „Já, kannski,“ segir Gunnar hugsi. „Þetta hefur að gera með sjálfsmyndina. Þú ert hluti af litlu samfélagi og færð ákveðna viðurkenningu frá því og í litlu listasamfélagi eins og heima er maður afskaplega nálægt listalífinu og hluti af því öllu. Það getur verið gott að koma úr litlu samfélagi þar sem maður fær tækifæri til þess að vinna með öll verkfærin, hvort sem er í tengslum við listina, listamennina, fjölmiðla, stjórnsýsluna og svo framvegis. Þannig að það að starfa heima reyndist mér vera gífurlega mikill og góður lærdómur þó svo skalinn væri allt annar því inntakið og mekaníkin er í raun sú sama. Veikleikinn aftur á móti er að maður kemur nýr inn í listasamfélag sem maður þekkir ekki og samsetningin er miklu flóknari hér. Þannig að maður þarf að læra að skilja hvernig allt gengur fyrir sig og sérstaklega er mikill munur á vinnukúltúr. Á Íslandi er alltaf sterk tilhneiging, og ég var engin undantekning á því, að vinna meira eins og einræðisherra. Hér hins vegar er miklu láréttari strúktur í samfélaginu og í stofnunum. Miklu meira samtal og áhugi á því að finna sameiginlegan flöt. Þannig að þegar ég legg fram mitt plan hér þá þarf ég að vinna það meira út frá ákveðnu samþykki og sameiginlegri sýn fleiri aðila. Ég hef mína stjórn sem hefur ráðið mig til verksins en inni í stofnuninni sjálfri er lögð áhersla á að allir séu með og það er ákveðið lýðræði í vinnukúltúrnum hér og því þarf að nálgast allt út frá þeirri samræðuhefð.“ Gunnar segir að það skipti líka máli í þessu samhengi að á Íslandi séu bókmenntirnar móðurskipið innan listheimsins. „Bókmenntaheimurinn og -fræðin heima á Íslandi er komin mun lengra innan háskólanna og er búin að framleiða miklu meiri þekkingu en listfræðin en þetta hefur breyst mikið á síðustu tuttugu árum. Við Íslendingar þurfum ekki að gera annað en að líta á okkar skólagöngu til þess að sjá hversu sterk staða bókmenntanna er og hefur verið lengi. Skólakerfið á Íslandi hefur aldrei sinnt listasögu eða myndlist að nokkru marki. Meira að segja var það þannig með mig sem var alinn upp á vinnustofu myndlistarmanns að þær umræður um myndlist sem ég tók þátt í með föður mínum og hans kollegum voru mjög takmarkandi. Hann sem abstrakt listamaður hafði í raun takmarkaða orðræðu til þess að útlista sínar ætlanir sem hann hafði þó ótvírætt eins og maður sér vel þegar verkin eru skoðuð. Hans verk voru mjög hugsuð en hann hafði fá verkfæri til þess að lýsa sínum ásetningi. Ég minnist þess þegar ég sat og hlustaði á pabba og Þorvald Skúlason þá var þetta á stundum hálfgerður hugsanaflutningur því þessar samræður voru leitandi.“ Gunnar segir að tungumálið og staðbundin menning, hvernig maður upplifir heiminn, setji sín mörk á það sem við hugsum og gerum og þess vegna skipti þetta miklu máli. „Ákveðin birtingarmynd þessa er að það má vel sjá móta fyrir sérkennum listamanna út frá tungumálinu þrátt fyrir þá alheimsvæðingu myndmáls sem hefur átt sér stað í listinni á síðustu áratugum. Þannig að ef við myndum skoða vel verk eftir Ragnar Kjartansson, Erró og marga íslenska listamenn þá kæmum við til með að geta einangrað ákveðin samfélagsleg og menningarleg fyrirbæri og þá jafnvel í tengslum við tungumálið. Það er það sem gefur þessum listamönnum ákveðna sérstöðu þó svo þeir séu líka hluti af stærri heild. Í dag er enginn einn samnefnari í myndlistarheiminum, heldur er hann samsettur og jafnvel kakófónía, af ólíkum hugmyndum sem í raun eiga rætur í ólíkri menningararfleifð. Það leiðir til þess að í þessum alþjóðlega myndlistarheimi er ekki lengur neitt stigveldi.“Gestirnir vilja læra Myndlistin hefur alla tíð verið Gunnari ástríða og hann segir að vissulega felist ákveðin forréttindi í því að fá að starfa við áhugamál sitt. „En það er mér líka ástríða að byggja upp þetta safn og einkasafn á borð við þetta verður að geta sýnt fram á ákveðna þekkingarframleiðslu og ekki láta staðar numið við að vera flottur búðargluggi. Fyrir mig persónulega var mjög mikilvægt að fá stjórnina til að skilja að þetta er ekki bara spurning um að kaupa myndlist og sýna heldur sé það ekki síður mikilvægt að hafa hér fagfólk og framleiða þekkingu og kunnáttu. Við þurfum líka að vera meðvituð um þá þróun sem hefur verið að eiga sér stað í Evrópu síðasta áratuginn þar sem samtímalistin er komin með nýja stöðu hjá almenningi. Það hefur orðið gríðarleg aukning á listsýningum almennt og í Ósló er þetta sérstaklega áberandi því hér hefur orðið bylting í því sem kalla má borgarmenningu. Þegar ég kom hingað fyrir tuttugu árum var Ósló frekar grá og leiðinleg borg en svo smám saman hefur vaxið hér fram skýr borgarmenning með kaffihúsum, útiveitingahúsum og fyrsta flokks veitingastöðum. Söfnin eru þær stofnanir sem hafa notið hvað mest þessarar breyttu borgarmenningar því þau eru svo aðgengileg almenningi. En við fundum líka að kröfurnar til safnsins breyttust og létum framkvæma skoðanakönnun fyrir tveimur árum til þess að átta okkur betur á þessu. Spurðum aðeins einnar einfaldrar spurningar: Af hverju kemurðu í listasafn? Svo greindum við þetta eftir alls konar hópum en í öllum þessum hópum voru yfir 75 prósent sem svöruðu einfaldlega: Ég kem í listasafnið til þess að læra um list. Þetta var í senn óvænt og ánægjulegt. Við áttum alls ekki von á þessu en söfnin eru einu stofnanirnar sem framleiða og miðla þekkingu með þessum hætti og svo áttaði fólk sig líka á því hversu alþjóðlegt þetta safn er. En þetta er auðvitað alveg eins og með tónlistina þar sem fólk vill fá fjölbreytni og hlusta á alþjóðlega tónlist og þetta sýndi okkur að fólk hefur áhuga á alþjóðlegri myndlist.“ Gunnar segist líka hafa fundið fyrir bæði undrun og hrifningu á meðal gesta yfir því að þetta sé einkasafn. „Þetta þykir fólki sérstakt í þessu sósíaldemókratíska kóngaríki sem Noregur er þar sem menningin og samfélagið er ríkisrekið frá a til ö. En þetta er hluti af því að auka fjölbreytnina, rétt eins og í fjölmiðlum og öðru, því það er mikilvægt að það séu margar raddir sem eru að segja okkur allar þessar ólíku sögur, hvort sem það er um heimsmálin eða samtímalist. Þannig að við höfum markvisst komið inn með raddir sem segja almenningi sögur frá bandarískri samtímalist, kínverskri samtímalist og alls konar erlendum listamönnum. Þetta hefur orðið til þess að fólk nýtur þess að koma hingað og sjá eitthvað annað, fjarlægt og spennandi og það gleður okkur mikið.“Damien Hirst, hluti af verkinu Mother and Child Divided, 1993, í eigu Astrup Fearnley.Mynd/Prudence Cuming Associates ©Damien Hirst and Science Ltd. All rights reserved, DACS 2011Ávöxtur menningarpólitíkur Það er annað í þessu samhengi sem er mjög mikilvægt að nefna, ekki síst í tengslum við íslenska listasenu, sem er að hér í Noregi hefur verið rekin gífurlega öflug og meðvituð menningarpólitík síðastliðin 20 ár. Þessi menningarpólitík er núna að bera ávöxt en hún byrjaði með því að í samvinnu við samtök listamanna áttaði pólitíkin sig á því að menningin er burðarstólpi í samfélaginu og að menningarheimurinn og myndlistin líkt og aðrar listgreinar þyrfti að geta notið góðs af þeim auði sem þjóðin ætti í olíupeningunum. Þá kemur snemma fram hugmynd um að búa til kerfi sem er eins konar borgaralaunakerfi, þar sem fólk hefur alltaf sína grunnframfærslu. Þetta gerir það að verkum að nánast allir listamenn í Noregi eru á 50 til 100% launum og auk þess njóta ný gallerí stuðnings fyrstu tvö árin. Í kjölfarið á þessum grunni byrjuðu þeir að efla listasöfnin vítt og breitt um landið og bjuggu til kerfi utan um það. Þetta nýttist okkur vel þegar ég var í Bergen og þar fengum við fjárframlag til að styrkja þekkingarsköpun safnanna og til að safna listaverkum. Þriðji þátturinn er svo uppbygging á nýjum listasöfnum og menningarhúsum. Þetta hefur gert það að verkum að núna höfum við hér listaverkamarkað, því þetta hefur líka aukið tilvist safnara og okkar tilvist hefur líka smitað, en það er sagt að það séu um 200 safnarar í Noregi og þar af einir tíu af alþjóðlegum gæðum. Í Ósló núna eru kannski ein fimm gallerí sem kalla má alþjóðleg og eru að selja alþjóðlega og norska myndlist. Þetta þýðir að norskir myndlistarmenn hafa öðlast allt aðra tilvist í þessum alþjóðlega heimi og í dag eru að minnsta kosti tíu norskir myndlistarmenn sem eru komnir á ólíka staði í þessu stóra alþjóðlega listkerfi. Það er gríðarlega mikið fyrir ekki stærri þjóð en þarna erum við að tala um afsprengi þessarar menningarpólitíkur sem ákvað að gefa listamönnunum tækifæri, lífsviðurværi og möguleika á því að þróa sína listsköpun.“Dreifing auðsins Gunnar segir að þetta sé honum sérstaklega hugleikið þessa dagana í ljósi þess sem er að gerast á Íslandi. „Ég sá það í blöðunum um daginn að listamenn heima á Íslandi eru að berjast fyrir því að fá borgað fyrir það að verkin þeirra séu sett upp á sýningar,“ segir Gunnar og nú er honum mikið niðri fyrir. „Hér eru það bara lög. Ef ég sýni verk eftir norskan listamann verð ég að borga honum laun fyrir það. Annað er galið.“ En er þetta ekki bara eitthvað sem moldrík olíuþjóð getur leyft sér? „Nei, þetta er byggt á flottri framtíðarsýn og það þarf að sjá langt fram í tímann til þess að hrinda slíku í framkvæmd. Þetta hefur nefnilega ekki bara að gera með olíuna heldur einfaldlega þá staðreynd að norskt samfélag er gagnsætt og þannig byggt upp að auðnum er dreift út í samfélagið – út til almennings. Tökum Frakkland sem dæmi því það er líkast til mun ríkara land en skipting verðmætanna og dreifing er bara miklu minni. Á Íslandi getum við horft til þess að ef sjávarútvegurinn væri þjóðnýttur á sama hátt og olían er þjóðnýtt hér, þá væri auðvitað grundvöllur ríkissjóðs allt annar. Núna fara þessir peningar bara til einhverra einstaklinga, á örfáar hendur. Þetta er stóri munurinn. Hér er ekkert yfirdrifið en allt samkvæmt ákveðinni þörf og hvort sem þú ert til hægri eða vinstri í pólitík þá er fólk sammála um ákveðin grundvallargildi. Menningarpólitíkin hér er ljóslifandi afleiðing af þessari dreifingu auðsins og eitt af því flottasta sem maður getur talað um í norsku samfélagi. Þetta er einstök framtíðarsýn. Við á Astrup Fearnley erum líka þátttakendur og mikilvægur hlekkur í þessari stóru menningarlegu sókn Norðmanna og það skiptir okkur miklu máli.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 17. júní.
Menning Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira