Íslenski boltinn

Gamla markið hjá Arnari Grétars í Teignum: „Hvar er þessi kraftur í teighöggunum“

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Arnar Grétarsson var gestur í Teignum á Stöð 2 Sport HD í kvöld en hann var í umsjón Rikka G sem leysti Guðmund Benediksson af þessa vikuna. Rikki og Arnar eru miklir golffélagar og nýtti Rikki því tækifærið til að sýna gamalt mark með Arnari fyrst bæði Gummi Ben og Bjarni Guðjóns voru fjarverandi.

„Þú varst enginn þrumufleygur, þú varst meira að setja boltann í markið,“ sagði Rikki glettinn er glæsilegt mark Arnars á móti Keflavík í júní árið 2008 var sýnt á skjánum.

„Þú veist ekkert um fótbolta,“ svaraði Arnar um hæl en Rikki var ekki lengi að skjóta til baka: „Hvar er þessi kraftur í teighöggunum í golfi?“

Þetta skemmtilega innslag má sjá hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×