Frábær veiði á urriða við Árbót Karl Lúðvíksson skrifar 16. júní 2017 06:09 Feyknaveiði hefur verið á Árbótarsvæðinu í Aðaldal. Mynd: Kristján Páll Rafnsson Veiðisvæðið kennt við Árbót þekkja kannski ekki margir en þetta er engu að síður eitt af skemmtilegri veiðisvæðum á urriða og lax í Aðaldalnum. Heildarlengdin á veiðisvæðinu eru tæpir 4 km og á því svæði má finna marga þekkta veiðistaði eins og Tjarnarhólmaflúð, Símastrengu Höskuldavík, Bótastreng og Lönguflúð. Það getur verið mikill urriði á svæðinu og hann er að öllu jöfnu vænn en meðalþyngd er um 3-4 pund og það er ekkert sjaldgæft í sjálfu sér að fá fiska um 5-8 pund. Stærri sjást reglulega en veiðast sjaldan. Veiðimenn sem hafa verið að veiðum í Árbót hafa átt frábæra daga í vikunni en á tveimur dögum lönduðu stangirnar tvær sem veiða svæðið hátt í 60 vænum urriðum og að sögn veiðimanna er mikið líf á svæðinu. Það hafa að auki sést laxar við nokkra veiðistaði svo hann er klárlega mættur á svæðið og bara tíma spursmál hvenær sá fyrsti fellur fyrir flugum veiðimanna. Það sem gefur síðan best í urriðann er þurrfluga og andstreymisveiði með púpu en straumflugurnar geta gefið vel líka ef það er kalt í veðri. Mest lesið Helgarviðtalið: Hitsaði 12 punda lax með áhorfendur á bakkanum Veiði Það eru lika stórir laxar í Grímsá Veiði Allir velkomnir á afmælishátið SVFR í Elliðaárdalnum. Veiði Aukin veiði fjölgar refum Veiði Stöngum fækkað á svæði II í Blöndu Veiði Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði Langá opnaði í morgun með 13 löxum á 3 tímum Veiði Veiðitúr til Grænlands í verðlaun Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði
Veiðisvæðið kennt við Árbót þekkja kannski ekki margir en þetta er engu að síður eitt af skemmtilegri veiðisvæðum á urriða og lax í Aðaldalnum. Heildarlengdin á veiðisvæðinu eru tæpir 4 km og á því svæði má finna marga þekkta veiðistaði eins og Tjarnarhólmaflúð, Símastrengu Höskuldavík, Bótastreng og Lönguflúð. Það getur verið mikill urriði á svæðinu og hann er að öllu jöfnu vænn en meðalþyngd er um 3-4 pund og það er ekkert sjaldgæft í sjálfu sér að fá fiska um 5-8 pund. Stærri sjást reglulega en veiðast sjaldan. Veiðimenn sem hafa verið að veiðum í Árbót hafa átt frábæra daga í vikunni en á tveimur dögum lönduðu stangirnar tvær sem veiða svæðið hátt í 60 vænum urriðum og að sögn veiðimanna er mikið líf á svæðinu. Það hafa að auki sést laxar við nokkra veiðistaði svo hann er klárlega mættur á svæðið og bara tíma spursmál hvenær sá fyrsti fellur fyrir flugum veiðimanna. Það sem gefur síðan best í urriðann er þurrfluga og andstreymisveiði með púpu en straumflugurnar geta gefið vel líka ef það er kalt í veðri.
Mest lesið Helgarviðtalið: Hitsaði 12 punda lax með áhorfendur á bakkanum Veiði Það eru lika stórir laxar í Grímsá Veiði Allir velkomnir á afmælishátið SVFR í Elliðaárdalnum. Veiði Aukin veiði fjölgar refum Veiði Stöngum fækkað á svæði II í Blöndu Veiði Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði Langá opnaði í morgun með 13 löxum á 3 tímum Veiði Veiðitúr til Grænlands í verðlaun Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði