44 laxar á land á fyrsta degi í Miðfjarðará Karl Lúðvíksson skrifar 16. júní 2017 05:57 Rafn með fallega hrygnu í opnun Miðfjarðarár í gær Mynd: Miðfjarðará Lodge FB Miðfjarðará hefur undanfarin ár verið ein af bestu laxveiðiám landsins og það eru þess vegna margir sem hafa verið að bíða eftir fréttum af veiði í opnun í gær. Það má í raun segja með sanni að opnunardagurinn hafi verið alveg einn sá besti í ánni sem menn muna eftir en samtals komu 44 laxar á land og langmest af því var vænn tveggja ára lax og mikið af þessum laxi var 85-93 sm sem eru fáheyrð hlutföll. Nokkrir vænir smálaxar veiddust líka en hans tími er ekki kominn í ánni ennþá. Veiðin var vel dreifð um það svæði sem veitt var á og mest veiddist á hitch. Það er minna vatn í ánni en menn vilja sjá svona í opnun en það hafði ekkert að segja um veiðina sjálfa og það sem það er vætutíð framundan á Miðfjarðará eftir að lyfta sér aðeins upp. Síðustu ár hafa verið alveg ótrúleg í ánni og er þar eflaust miklu að þakka að bæði var maðkveiði hætt og svo til öllum laxi sleppt með einhverjum undantekningum þó en þær eru ekki margar. Meira að segja í fyrrasumar þegar veiðin var róleg í ánum í kring var blússandi veiði í Miðfirðinum og lokatölurnar í fyrra voru 4338 laxar sem er feykilega góð veiði. Meira að segja á afleitu veiðisumri eins og 2014 veiddust 1694 laxar sem er um og yfir meðaltalsveiði betri ánna á landinu. Nú verður spennandi að sjá hvernig framhaldið verður og hvort Miðfjarðará muni enn eitt sumarið sýna hvað í henni býr. Mest lesið Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Vikuveiði upp á 635 laxa Veiði Lokatalan 6068 laxar í Miðfjarðará Veiði
Miðfjarðará hefur undanfarin ár verið ein af bestu laxveiðiám landsins og það eru þess vegna margir sem hafa verið að bíða eftir fréttum af veiði í opnun í gær. Það má í raun segja með sanni að opnunardagurinn hafi verið alveg einn sá besti í ánni sem menn muna eftir en samtals komu 44 laxar á land og langmest af því var vænn tveggja ára lax og mikið af þessum laxi var 85-93 sm sem eru fáheyrð hlutföll. Nokkrir vænir smálaxar veiddust líka en hans tími er ekki kominn í ánni ennþá. Veiðin var vel dreifð um það svæði sem veitt var á og mest veiddist á hitch. Það er minna vatn í ánni en menn vilja sjá svona í opnun en það hafði ekkert að segja um veiðina sjálfa og það sem það er vætutíð framundan á Miðfjarðará eftir að lyfta sér aðeins upp. Síðustu ár hafa verið alveg ótrúleg í ánni og er þar eflaust miklu að þakka að bæði var maðkveiði hætt og svo til öllum laxi sleppt með einhverjum undantekningum þó en þær eru ekki margar. Meira að segja í fyrrasumar þegar veiðin var róleg í ánum í kring var blússandi veiði í Miðfirðinum og lokatölurnar í fyrra voru 4338 laxar sem er feykilega góð veiði. Meira að segja á afleitu veiðisumri eins og 2014 veiddust 1694 laxar sem er um og yfir meðaltalsveiði betri ánna á landinu. Nú verður spennandi að sjá hvernig framhaldið verður og hvort Miðfjarðará muni enn eitt sumarið sýna hvað í henni býr.
Mest lesið Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Vikuveiði upp á 635 laxa Veiði Lokatalan 6068 laxar í Miðfjarðará Veiði