Yoko Ono gerð að meðhöfundi lagsins Imagine Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. júní 2017 11:45 Yoko Ono og John Lennon. Vísir/getty Yoko Ono verður gerð að meðhöfundi lagsins Imagine en lagið er eitt vinsælasta lag eiginmanns hennar, Johns Lennon heitins. Tilkynning um ákvörðunina var send út í New York í Bandaríkjunum í gær. BBC greinir frá. Ákvörðunin, sem sögð er hafa komið mörgum á óvart, var gerð opinber á árlegum fundi Sambands tónlistarútgefenda í New York í gær. Málið var útskýrt með þeim hætt að „mikið af því [laginu] – textinn og hugmyndin – er frá Yoko.“ Þá var bútur úr Imagine spilaður fyrir viðstadda og lagið sagt „átt að vera viðurkennt sem lag úr smiðju Lennon og Ono.“ Ono var sjálf viðstödd athöfnina ásamt syni sínum, Sean Ono Lennon, til að taka við verðlaunum fyrir „lag aldarinnar“ til heiðurs áðurnefndu Imagine. Hún var ekki látin vita fyrirfram af ákvörðuninni. „Þegar þau samþykktu þetta opinberlega, í gegnum frásögn föður míns, að móðir mín sé meðhöfundur Imagine, lags aldarinnar, þetta gæti verið stærsti gleðidagur ævi okkar mömmu,“ sagði Lennon í viðtali við tímaritið Billboard í gær. Á síðari árum hefur Yoko Ono lent í nokkrum útistöðum vegna höfundarréttar á lögum eiginmanns síns. Hún hótaði því meðal annars að lögsækja fyrrverandi Bítilinn Paul McCartney fyrir að breyta höfundarskráningu á 19 Bítlalögum sem gefin voru út á plötu hans árið 2002. Ekki er víst hvenær skráning Ono sem meðhöfundur Imagine tekur gildi en talið er að viðbót nafns hennar við lagið gæti mætt einhverri andstöðu.Hér að neðan má hlusta á hinn sögufræga friðarbrag Imagine. Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Yoko Ono verður gerð að meðhöfundi lagsins Imagine en lagið er eitt vinsælasta lag eiginmanns hennar, Johns Lennon heitins. Tilkynning um ákvörðunina var send út í New York í Bandaríkjunum í gær. BBC greinir frá. Ákvörðunin, sem sögð er hafa komið mörgum á óvart, var gerð opinber á árlegum fundi Sambands tónlistarútgefenda í New York í gær. Málið var útskýrt með þeim hætt að „mikið af því [laginu] – textinn og hugmyndin – er frá Yoko.“ Þá var bútur úr Imagine spilaður fyrir viðstadda og lagið sagt „átt að vera viðurkennt sem lag úr smiðju Lennon og Ono.“ Ono var sjálf viðstödd athöfnina ásamt syni sínum, Sean Ono Lennon, til að taka við verðlaunum fyrir „lag aldarinnar“ til heiðurs áðurnefndu Imagine. Hún var ekki látin vita fyrirfram af ákvörðuninni. „Þegar þau samþykktu þetta opinberlega, í gegnum frásögn föður míns, að móðir mín sé meðhöfundur Imagine, lags aldarinnar, þetta gæti verið stærsti gleðidagur ævi okkar mömmu,“ sagði Lennon í viðtali við tímaritið Billboard í gær. Á síðari árum hefur Yoko Ono lent í nokkrum útistöðum vegna höfundarréttar á lögum eiginmanns síns. Hún hótaði því meðal annars að lögsækja fyrrverandi Bítilinn Paul McCartney fyrir að breyta höfundarskráningu á 19 Bítlalögum sem gefin voru út á plötu hans árið 2002. Ekki er víst hvenær skráning Ono sem meðhöfundur Imagine tekur gildi en talið er að viðbót nafns hennar við lagið gæti mætt einhverri andstöðu.Hér að neðan má hlusta á hinn sögufræga friðarbrag Imagine.
Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira