Yoko Ono gerð að meðhöfundi lagsins Imagine Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. júní 2017 11:45 Yoko Ono og John Lennon. Vísir/getty Yoko Ono verður gerð að meðhöfundi lagsins Imagine en lagið er eitt vinsælasta lag eiginmanns hennar, Johns Lennon heitins. Tilkynning um ákvörðunina var send út í New York í Bandaríkjunum í gær. BBC greinir frá. Ákvörðunin, sem sögð er hafa komið mörgum á óvart, var gerð opinber á árlegum fundi Sambands tónlistarútgefenda í New York í gær. Málið var útskýrt með þeim hætt að „mikið af því [laginu] – textinn og hugmyndin – er frá Yoko.“ Þá var bútur úr Imagine spilaður fyrir viðstadda og lagið sagt „átt að vera viðurkennt sem lag úr smiðju Lennon og Ono.“ Ono var sjálf viðstödd athöfnina ásamt syni sínum, Sean Ono Lennon, til að taka við verðlaunum fyrir „lag aldarinnar“ til heiðurs áðurnefndu Imagine. Hún var ekki látin vita fyrirfram af ákvörðuninni. „Þegar þau samþykktu þetta opinberlega, í gegnum frásögn föður míns, að móðir mín sé meðhöfundur Imagine, lags aldarinnar, þetta gæti verið stærsti gleðidagur ævi okkar mömmu,“ sagði Lennon í viðtali við tímaritið Billboard í gær. Á síðari árum hefur Yoko Ono lent í nokkrum útistöðum vegna höfundarréttar á lögum eiginmanns síns. Hún hótaði því meðal annars að lögsækja fyrrverandi Bítilinn Paul McCartney fyrir að breyta höfundarskráningu á 19 Bítlalögum sem gefin voru út á plötu hans árið 2002. Ekki er víst hvenær skráning Ono sem meðhöfundur Imagine tekur gildi en talið er að viðbót nafns hennar við lagið gæti mætt einhverri andstöðu.Hér að neðan má hlusta á hinn sögufræga friðarbrag Imagine. Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Fleiri fréttir Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Yoko Ono verður gerð að meðhöfundi lagsins Imagine en lagið er eitt vinsælasta lag eiginmanns hennar, Johns Lennon heitins. Tilkynning um ákvörðunina var send út í New York í Bandaríkjunum í gær. BBC greinir frá. Ákvörðunin, sem sögð er hafa komið mörgum á óvart, var gerð opinber á árlegum fundi Sambands tónlistarútgefenda í New York í gær. Málið var útskýrt með þeim hætt að „mikið af því [laginu] – textinn og hugmyndin – er frá Yoko.“ Þá var bútur úr Imagine spilaður fyrir viðstadda og lagið sagt „átt að vera viðurkennt sem lag úr smiðju Lennon og Ono.“ Ono var sjálf viðstödd athöfnina ásamt syni sínum, Sean Ono Lennon, til að taka við verðlaunum fyrir „lag aldarinnar“ til heiðurs áðurnefndu Imagine. Hún var ekki látin vita fyrirfram af ákvörðuninni. „Þegar þau samþykktu þetta opinberlega, í gegnum frásögn föður míns, að móðir mín sé meðhöfundur Imagine, lags aldarinnar, þetta gæti verið stærsti gleðidagur ævi okkar mömmu,“ sagði Lennon í viðtali við tímaritið Billboard í gær. Á síðari árum hefur Yoko Ono lent í nokkrum útistöðum vegna höfundarréttar á lögum eiginmanns síns. Hún hótaði því meðal annars að lögsækja fyrrverandi Bítilinn Paul McCartney fyrir að breyta höfundarskráningu á 19 Bítlalögum sem gefin voru út á plötu hans árið 2002. Ekki er víst hvenær skráning Ono sem meðhöfundur Imagine tekur gildi en talið er að viðbót nafns hennar við lagið gæti mætt einhverri andstöðu.Hér að neðan má hlusta á hinn sögufræga friðarbrag Imagine.
Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Fleiri fréttir Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira