Hlutabréfaeign almennings aldrei minni Hörður Ægisson skrifar 15. júní 2017 07:00 Markaðsvirði skráðra hlutabréfa í Kauphöllinni er samtals um 1.200 milljarðar króna. Vísir/Stefán Bein hlutabréfaeign íslenskra heimila í skráðum félögum nemur samtals um 49 milljörðum króna, eða aðeins um fjórum prósentum af heildarmarkaðsvirði fyrirtækja í Kauphöllinni, og hefur hlutfallið ekki verið lægra í að minnsta kosti fimmtán ár. Þannig hefur hlutafjáreign heimila farið hlutfallslega lækkandi á undanförnum árum samhliða endurreisn íslensks hlutabréfamarkaðar en á árunum fyrir fall fjármálakerfisins átti almenningur að jafnaði á bilinu samanlagt um 12 til 17 prósent af markaðsvirði skráðra hlutabréfa, að því er fram kemur í gögnum sem Kauphöllin tók saman fyrir Fréttablaðið. Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, segir það vera „ákveðið heilbrigðismerki“ að almenningur sé virkur í fjárfestingum á hlutabréfamarkaði og því sé þessi þróun „áhyggjuefni“. Hann telur þetta til marks um að „við séum ennþá á þeim stað að þurfa að byggja upp traust gagnvart markaðnum“ auk þess sem almenningur hafi á síðustu árum hugsanlega fremur kosið að ráðstafa sparnaði sínum til fjárfestinga í fasteignum í stað hlutabréfa.Páll segir það vera "ákveðið heilbrigðismerki“ að almenningur sé virkur í fjárfestingum á hlutabréfamarkaði.Vísir/StefánPáll segist hins vegar hafa væntingar um að með aukinni velmegun og minni verðhækkunum á fasteignamarkaði munum við sjá meiri áhuga almennings á því að fjárfesta í hlutabréfum, einkum og sér í lagi þegar stóru viðskiptabankarnir verði skráðir á markað. Hann telur engu að síður ólíklegt að eignarhald almennings á skráðum hlutabréfum verði í líkingu við það sem þekktist frá aldamótum og fram að hruni. Lífeyrissjóðir áttu í maí um 40 prósent allra skráðra hlutabréfa í Kauphöllinni. Hlutabréfaeign einkafjárfesta í gegnum eignarhaldsfélög nemur tæplega 20 prósentum af markaðsvirði skráðra fyrirtækja á meðan hlutdeild erlendra fjárfesta er um 18 prósent.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Sjá meira
Bein hlutabréfaeign íslenskra heimila í skráðum félögum nemur samtals um 49 milljörðum króna, eða aðeins um fjórum prósentum af heildarmarkaðsvirði fyrirtækja í Kauphöllinni, og hefur hlutfallið ekki verið lægra í að minnsta kosti fimmtán ár. Þannig hefur hlutafjáreign heimila farið hlutfallslega lækkandi á undanförnum árum samhliða endurreisn íslensks hlutabréfamarkaðar en á árunum fyrir fall fjármálakerfisins átti almenningur að jafnaði á bilinu samanlagt um 12 til 17 prósent af markaðsvirði skráðra hlutabréfa, að því er fram kemur í gögnum sem Kauphöllin tók saman fyrir Fréttablaðið. Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, segir það vera „ákveðið heilbrigðismerki“ að almenningur sé virkur í fjárfestingum á hlutabréfamarkaði og því sé þessi þróun „áhyggjuefni“. Hann telur þetta til marks um að „við séum ennþá á þeim stað að þurfa að byggja upp traust gagnvart markaðnum“ auk þess sem almenningur hafi á síðustu árum hugsanlega fremur kosið að ráðstafa sparnaði sínum til fjárfestinga í fasteignum í stað hlutabréfa.Páll segir það vera "ákveðið heilbrigðismerki“ að almenningur sé virkur í fjárfestingum á hlutabréfamarkaði.Vísir/StefánPáll segist hins vegar hafa væntingar um að með aukinni velmegun og minni verðhækkunum á fasteignamarkaði munum við sjá meiri áhuga almennings á því að fjárfesta í hlutabréfum, einkum og sér í lagi þegar stóru viðskiptabankarnir verði skráðir á markað. Hann telur engu að síður ólíklegt að eignarhald almennings á skráðum hlutabréfum verði í líkingu við það sem þekktist frá aldamótum og fram að hruni. Lífeyrissjóðir áttu í maí um 40 prósent allra skráðra hlutabréfa í Kauphöllinni. Hlutabréfaeign einkafjárfesta í gegnum eignarhaldsfélög nemur tæplega 20 prósentum af markaðsvirði skráðra fyrirtækja á meðan hlutdeild erlendra fjárfesta er um 18 prósent.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Sjá meira