Kerti sem koma skilaboðum til skila Guðný Hrönn skrifar 15. júní 2017 11:00 Núna er hægt að koma út úr skápnum með því að kveikja á kerti. Í dag verður fögnuður í Kiosk í tilefni þess að vöruhönnuðurinn Þórunn Árnadóttir er að senda frá sér nýja kertalínu en flestir fagurkerar ættu að kannast við PyroPet-kertin sem Þórunn er þekkt fyrir. Fyrir þá sem ekki þekkja PyroPet-kerti Þórunnar þá er um að ræða kerti sem eru eins og dýr í laginu og þegar vaxið bráðnar kemur í ljós beinagrind. „Ég stofnaði PyroPet Candle Company með félaga mínum, Dan Koval árið 2014. PyroPet fæst nú í 27 löndum víðs vegar um heiminn, þar á meðal í yfir 100 verslunum í USA og um 150 verslunum í Frakklandi,“ segir Þórunn um fyrirtækið sem heitir nú 54 Celsius. Nýjasta lína Þórunnar byggir á sömu hugmynd og PyroPet-kertin- þegar vaxið bráðnar kemur í ljós eitthvað óvænt. Nýja kertalínan kallast „I Just Wanted To Tell You“ eða „Mig langaði bara að segja þér“ á íslensku.Þórunn Árnadóttir sendir frá sér nýja kertalínu.FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN„Hvert kerti kemur í lítilli sætri postulínsskál, og ofan á vaxinu stendur: „I Just Wanted To Tell You“. Þegar vaxið bráðnar verður það smátt og smátt glært og þá koma í ljós leyniskilaboð á botni skálarinnar. Þetta er kjörin tækifærisgjöf sem býður upp á óvenjulega og skemmtilega upplifun,“ segir Þórunn. Átta mismunandi kerti eru innan línunnar og öll hafa þau ólík skilaboð. Spurð út í sitt uppáhaldskerti segir Þórunn:„Uppáhaldskertið mitt er eiginlega „I'm flaming gay!“. Er það ekki alveg frábær leið til þess að koma út úr skápnum?“ Partýið í Kiosk hefst klukkan 17.00. „Léttar veigar verða í boði, happdrætti og 20% kynningarafsláttur af kertunum aðeins á þessum viðburði,“ segir Þórunn og hvetur fólk til að láta sjá sig. Mest lesið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Fleiri fréttir Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Í dag verður fögnuður í Kiosk í tilefni þess að vöruhönnuðurinn Þórunn Árnadóttir er að senda frá sér nýja kertalínu en flestir fagurkerar ættu að kannast við PyroPet-kertin sem Þórunn er þekkt fyrir. Fyrir þá sem ekki þekkja PyroPet-kerti Þórunnar þá er um að ræða kerti sem eru eins og dýr í laginu og þegar vaxið bráðnar kemur í ljós beinagrind. „Ég stofnaði PyroPet Candle Company með félaga mínum, Dan Koval árið 2014. PyroPet fæst nú í 27 löndum víðs vegar um heiminn, þar á meðal í yfir 100 verslunum í USA og um 150 verslunum í Frakklandi,“ segir Þórunn um fyrirtækið sem heitir nú 54 Celsius. Nýjasta lína Þórunnar byggir á sömu hugmynd og PyroPet-kertin- þegar vaxið bráðnar kemur í ljós eitthvað óvænt. Nýja kertalínan kallast „I Just Wanted To Tell You“ eða „Mig langaði bara að segja þér“ á íslensku.Þórunn Árnadóttir sendir frá sér nýja kertalínu.FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN„Hvert kerti kemur í lítilli sætri postulínsskál, og ofan á vaxinu stendur: „I Just Wanted To Tell You“. Þegar vaxið bráðnar verður það smátt og smátt glært og þá koma í ljós leyniskilaboð á botni skálarinnar. Þetta er kjörin tækifærisgjöf sem býður upp á óvenjulega og skemmtilega upplifun,“ segir Þórunn. Átta mismunandi kerti eru innan línunnar og öll hafa þau ólík skilaboð. Spurð út í sitt uppáhaldskerti segir Þórunn:„Uppáhaldskertið mitt er eiginlega „I'm flaming gay!“. Er það ekki alveg frábær leið til þess að koma út úr skápnum?“ Partýið í Kiosk hefst klukkan 17.00. „Léttar veigar verða í boði, happdrætti og 20% kynningarafsláttur af kertunum aðeins á þessum viðburði,“ segir Þórunn og hvetur fólk til að láta sjá sig.
Mest lesið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Fleiri fréttir Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira