Óþelló fyrst íslenskra leikverka til Slóvakíu Stefán Þór Hjartarson skrifar 14. júní 2017 12:00 Gísli Örn verður meðal annars með Masterclass á hátíðinni. Vísir/Eyþór „Vesturporti og Þjóðleikhúsinu var boðið að fara á leiklistarhátíð í Bratislava í Slóvakíu sem er í gangi núna. Þetta er rosalega spennandi hátíð og það er gaman að segja frá því að það er orðið uppselt á sýningarnar okkar þarna – við erum að fara að sýna þetta á íslensku í aðalsalnum í þjóðleikhúsinu í Slóvakíu, sem er risastór, þannig að það er slatti af fólki að fara að horfa á þetta með texta. Gísli ætlar líka að vera með Masterclass þarna úti – það mætir fullt af fólki á það líka. Við munum svo læðast út af Grímunni, við eigum nefnilega næturflug út á föstudaginn,“ segir Nana Alfredsdóttir hjá Vesturporti en þau eru á leiðinni út til Slóvakíu með Óþelló – þar með er það í fyrsta sinn sem íslenskt leikhús er sýnt þar í landi. Það er hátíðin Eurokontext sem stendur fyrir komu Vesturports og til þess fékk hátíðin norskan EES-styrk. Dramatúrg hátíðarinnar er Miriam Kicinová og er yfirskrift hennar fremur pólitísk – sú í ár hefur til að mynda skírskotun í slóvaska öfgaflokka. „Þessi hátíð er mjög skemmtileg – það er sem sagt alltaf annað hvert ár leiklist og hitt árið ópera og dans. Nú er það leiklistin, en yfirskrift hátíðarinnar er í þetta sinn „menning ógnað af menningu“ [e. civilization threatened by civilization]. Á síðustu hátíð var talað um Berlínarmúrinn og hvernig við í Evrópu erum búin að brjóta niður Berlínarmúrinn en erum enn að byggja nýja veggi – hvernig sagan endurtekur sig. Nú er verið að ræða það að það sé ekki alltaf utanaðkomandi ógn sem stefni siðmenningunni í hættu heldur sé það eitthvað innan okkar eigin siðmenningar sem geti verið ógnin – til að mynda öfgaflokkar. Það eru sextán verk sýnd á hátíðinni og þau voru öll valin með þetta í huga, þess vegna á Óþelló upp á pallborðið þarna. Síðan er fólk líka spennt fyrir því að sjá Jagó sem kvenkarakter – þetta fræga illmenni er oftast karlhlutverk þannig að það er spenna fyrir því.“ Það virðist vera meira en nóg að gera hjá Vesturporti. Hvað er svona á döfinni? „Það er svo mikil eftirspurn eftir okkur erlendis, en við förum til Póllands í haust til dæmis – Austur-Evrópa er að kalla. Síðan erum við að sýna Í Hjarta Hróa hattar í L.A. og Ameríkutúr í kjölfarið... já og svo er það Ellý hérna heima, þannig að það er alltaf líf og fjör.“ Tengdar fréttir Týnd í plasti og vondum hugmyndum Óþelló á algjörum villigötum. 29. desember 2016 12:00 Óþelló boðin þátttaka á einni stærstu leiklistarhátíð heims Leikhópurinn mun ferðast til Bogotá í mars 2018. 28. desember 2016 20:30 Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fleiri fréttir Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Vesturporti og Þjóðleikhúsinu var boðið að fara á leiklistarhátíð í Bratislava í Slóvakíu sem er í gangi núna. Þetta er rosalega spennandi hátíð og það er gaman að segja frá því að það er orðið uppselt á sýningarnar okkar þarna – við erum að fara að sýna þetta á íslensku í aðalsalnum í þjóðleikhúsinu í Slóvakíu, sem er risastór, þannig að það er slatti af fólki að fara að horfa á þetta með texta. Gísli ætlar líka að vera með Masterclass þarna úti – það mætir fullt af fólki á það líka. Við munum svo læðast út af Grímunni, við eigum nefnilega næturflug út á föstudaginn,“ segir Nana Alfredsdóttir hjá Vesturporti en þau eru á leiðinni út til Slóvakíu með Óþelló – þar með er það í fyrsta sinn sem íslenskt leikhús er sýnt þar í landi. Það er hátíðin Eurokontext sem stendur fyrir komu Vesturports og til þess fékk hátíðin norskan EES-styrk. Dramatúrg hátíðarinnar er Miriam Kicinová og er yfirskrift hennar fremur pólitísk – sú í ár hefur til að mynda skírskotun í slóvaska öfgaflokka. „Þessi hátíð er mjög skemmtileg – það er sem sagt alltaf annað hvert ár leiklist og hitt árið ópera og dans. Nú er það leiklistin, en yfirskrift hátíðarinnar er í þetta sinn „menning ógnað af menningu“ [e. civilization threatened by civilization]. Á síðustu hátíð var talað um Berlínarmúrinn og hvernig við í Evrópu erum búin að brjóta niður Berlínarmúrinn en erum enn að byggja nýja veggi – hvernig sagan endurtekur sig. Nú er verið að ræða það að það sé ekki alltaf utanaðkomandi ógn sem stefni siðmenningunni í hættu heldur sé það eitthvað innan okkar eigin siðmenningar sem geti verið ógnin – til að mynda öfgaflokkar. Það eru sextán verk sýnd á hátíðinni og þau voru öll valin með þetta í huga, þess vegna á Óþelló upp á pallborðið þarna. Síðan er fólk líka spennt fyrir því að sjá Jagó sem kvenkarakter – þetta fræga illmenni er oftast karlhlutverk þannig að það er spenna fyrir því.“ Það virðist vera meira en nóg að gera hjá Vesturporti. Hvað er svona á döfinni? „Það er svo mikil eftirspurn eftir okkur erlendis, en við förum til Póllands í haust til dæmis – Austur-Evrópa er að kalla. Síðan erum við að sýna Í Hjarta Hróa hattar í L.A. og Ameríkutúr í kjölfarið... já og svo er það Ellý hérna heima, þannig að það er alltaf líf og fjör.“
Tengdar fréttir Týnd í plasti og vondum hugmyndum Óþelló á algjörum villigötum. 29. desember 2016 12:00 Óþelló boðin þátttaka á einni stærstu leiklistarhátíð heims Leikhópurinn mun ferðast til Bogotá í mars 2018. 28. desember 2016 20:30 Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fleiri fréttir Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Óþelló boðin þátttaka á einni stærstu leiklistarhátíð heims Leikhópurinn mun ferðast til Bogotá í mars 2018. 28. desember 2016 20:30