Fyrrverandi Actavistoppar freista þess að kaupa verksmiðju Actavis Hörður Ægisson skrifar 14. júní 2017 07:00 Í júní 2015 var tilkynnt um að verksmiðjan yrði tekin úr notkun árið 2017 og 300 störf myndu tapast. vísir/eyþór Hópur fyrrverandi lykilstjórnenda og starfsmanna Actavis freistar þess nú að ganga frá kaupum á lyfjaverksmiðju fyrirtækisins í Hafnarfirði en eigandi hennar er ísraelska samheitalyfjafyrirtækið Teva. Talið er að kaupverðið geti verið í kringum 15 milljónir evra, jafnvirði um 1.700 milljóna íslenskra króna miðað við núverandi gengi, en vonir standa til að hægt verði að ganga frá kaupunum á allra næstu vikum, samkvæmt heimildum Markaðarins. Á meðal þeirra sem leiða hópinn eru Stefán Jökull Sveinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri þróunarsviðs Actavis á heimsvísu, Torfi Rafn Halldórsson, eigandi íslenska lyfja- og heilbrigðisvörufyrirtækisins Williams & Hall, Bolli Thoroddsen, fyrrverandi sérfræðingur hjá Actavis Group, og Sigurgeir Guðlaugsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Novator Healthcare og Novator Partners, en hann stýrði jafnframt samruna og yfirtökum Actavis á árunum 2003 til 2006. Á undanförnum árum hefur Sigurgeir meðal annars verið framkvæmdastjóri líftæknifyrirtækisins Zymetech og starfrækt ráðgjafarfyrirtækið Citalfort Consulting.Stefán Jökull Sveinsson, fyrrverandi yfirmaður þróunarsviðs Actavis á heimsvísu.Hópurinn vinnur nú að því að ljúka við fjármögnun vegna fyrirhugaðra kaupa á verksmiðjunni en ýmsir innlendir fjárfestar eru sagðir áhugasamir um að það takist að viðhalda þeirri lyfjaframleiðslu á Íslandi sem lagðist af þegar verksmiðjan var tekin úr notkun í byrjun þessa árs. Á meðal fjárfesta sem leitað hefur verið til er Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, fyrrverandi forstjóri Actavis á Íslandi, en í samtali við Markaðinn sagðist hún ekki hafa tekið neina ákvörðun á þessu stigi um hvort hún myndi hafa aðkomu að kaupunum. Auk þeirrar fjárhæðar sem hópurinn þarf að reiða fram vegna kaupanna þarf líklega annað eins fjármagn til viðbótar eigi að tryggja rekstur og starfsemi verksmiðjunnar til að byrja með, að sögn þeirra sem þekkja vel til í lyfjageiranum. Það er fyrirtækjaráðgjöf Virðingar ásamt erlendum ráðgjafa sem leiðir söluferlið en formlegar viðræður við kaupendahópinn hófust fyrir um mánuði. ViðskiptaMogginn greindi frá því þann 4. maí síðastliðinn að tveir fjárfestahópar væru að bítast um að kaupa verksmiðjuna. Áform fyrrverandi yfirmanna og starfsmanna Actavis standa einkum til þess að nýta verksmiðjuna til lyfjaframleiðslu fyrir önnur lyfjafyrirtæki en auk þess er stefnt að því að fá markaðsleyfi fyrir framleiðslu á samheitalyfjum.Alvogen vildi kaupa verksmiðju Actavis Lyfjafyrirtækið Allergan, þáverandi móðurfélag Actavis á Íslandi, tilkynnti í júní 2015 um þá ákvörðun sína að verksmiðjunni í Hafnarfirði yrði lokað árið 2017 og að um 300 störf myndu tapast samhliða því. Frá því var greint í Fréttablaðinu skömmu síðar að lyfjafyrirtækið Alvogen, sem er stýrt af Róberti Wessman, fyrrverandi forstjóra Actavis, hefði gert formlegt tilboð í verksmiðju Actavis en það var með þeim skilyrðum að framleiðsla fyrir íslenska markaðinn myndi fylgja með í kaupunum. Ekki var áhugi fyrir því af hálfu Teva, núverandi móðurfélags Actavis á Íslandi, og því varð ekkert af kaupunum.Bolli Thoroddsen, fyrrverandi starfsmaður Actavis Group.Actavis hefur gengið kaupum og sölum á undanförnum árum. Lyfjafyrirtækið Watson keypti þannig félagið árið 2012 og sameinuðust þá fyrirtækin undir nafni Actavis en þremur árum síðar var nafninu breytt í Allergan. Starfsemin á Íslandi hefur hins vegar haldið Actavis-nafninu þrátt fyrir sameininguna við Allergan og síðar kaup Teva á samheitalyfjahluta Allergan fyrir rúmlega 40 milljarða Bandaríkjadala í ágúst 2016. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Viðskipti innlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Hópur fyrrverandi lykilstjórnenda og starfsmanna Actavis freistar þess nú að ganga frá kaupum á lyfjaverksmiðju fyrirtækisins í Hafnarfirði en eigandi hennar er ísraelska samheitalyfjafyrirtækið Teva. Talið er að kaupverðið geti verið í kringum 15 milljónir evra, jafnvirði um 1.700 milljóna íslenskra króna miðað við núverandi gengi, en vonir standa til að hægt verði að ganga frá kaupunum á allra næstu vikum, samkvæmt heimildum Markaðarins. Á meðal þeirra sem leiða hópinn eru Stefán Jökull Sveinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri þróunarsviðs Actavis á heimsvísu, Torfi Rafn Halldórsson, eigandi íslenska lyfja- og heilbrigðisvörufyrirtækisins Williams & Hall, Bolli Thoroddsen, fyrrverandi sérfræðingur hjá Actavis Group, og Sigurgeir Guðlaugsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Novator Healthcare og Novator Partners, en hann stýrði jafnframt samruna og yfirtökum Actavis á árunum 2003 til 2006. Á undanförnum árum hefur Sigurgeir meðal annars verið framkvæmdastjóri líftæknifyrirtækisins Zymetech og starfrækt ráðgjafarfyrirtækið Citalfort Consulting.Stefán Jökull Sveinsson, fyrrverandi yfirmaður þróunarsviðs Actavis á heimsvísu.Hópurinn vinnur nú að því að ljúka við fjármögnun vegna fyrirhugaðra kaupa á verksmiðjunni en ýmsir innlendir fjárfestar eru sagðir áhugasamir um að það takist að viðhalda þeirri lyfjaframleiðslu á Íslandi sem lagðist af þegar verksmiðjan var tekin úr notkun í byrjun þessa árs. Á meðal fjárfesta sem leitað hefur verið til er Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, fyrrverandi forstjóri Actavis á Íslandi, en í samtali við Markaðinn sagðist hún ekki hafa tekið neina ákvörðun á þessu stigi um hvort hún myndi hafa aðkomu að kaupunum. Auk þeirrar fjárhæðar sem hópurinn þarf að reiða fram vegna kaupanna þarf líklega annað eins fjármagn til viðbótar eigi að tryggja rekstur og starfsemi verksmiðjunnar til að byrja með, að sögn þeirra sem þekkja vel til í lyfjageiranum. Það er fyrirtækjaráðgjöf Virðingar ásamt erlendum ráðgjafa sem leiðir söluferlið en formlegar viðræður við kaupendahópinn hófust fyrir um mánuði. ViðskiptaMogginn greindi frá því þann 4. maí síðastliðinn að tveir fjárfestahópar væru að bítast um að kaupa verksmiðjuna. Áform fyrrverandi yfirmanna og starfsmanna Actavis standa einkum til þess að nýta verksmiðjuna til lyfjaframleiðslu fyrir önnur lyfjafyrirtæki en auk þess er stefnt að því að fá markaðsleyfi fyrir framleiðslu á samheitalyfjum.Alvogen vildi kaupa verksmiðju Actavis Lyfjafyrirtækið Allergan, þáverandi móðurfélag Actavis á Íslandi, tilkynnti í júní 2015 um þá ákvörðun sína að verksmiðjunni í Hafnarfirði yrði lokað árið 2017 og að um 300 störf myndu tapast samhliða því. Frá því var greint í Fréttablaðinu skömmu síðar að lyfjafyrirtækið Alvogen, sem er stýrt af Róberti Wessman, fyrrverandi forstjóra Actavis, hefði gert formlegt tilboð í verksmiðju Actavis en það var með þeim skilyrðum að framleiðsla fyrir íslenska markaðinn myndi fylgja með í kaupunum. Ekki var áhugi fyrir því af hálfu Teva, núverandi móðurfélags Actavis á Íslandi, og því varð ekkert af kaupunum.Bolli Thoroddsen, fyrrverandi starfsmaður Actavis Group.Actavis hefur gengið kaupum og sölum á undanförnum árum. Lyfjafyrirtækið Watson keypti þannig félagið árið 2012 og sameinuðust þá fyrirtækin undir nafni Actavis en þremur árum síðar var nafninu breytt í Allergan. Starfsemin á Íslandi hefur hins vegar haldið Actavis-nafninu þrátt fyrir sameininguna við Allergan og síðar kaup Teva á samheitalyfjahluta Allergan fyrir rúmlega 40 milljarða Bandaríkjadala í ágúst 2016. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Viðskipti innlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira