Ólafía: Átti í rauninni aðeins eitt slæmt högg í dag Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. júní 2017 21:37 Ólafía var nokkuð ánægð með hringinn. „Tilfinningin á fyrsta teig var bara góð. Ég var ekkert stressuð og leið bara vel,“ segir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er íþróttadeild hitti á hana eftir fyrsta hringinn hennar á risamóti. Þetta var fyrsti hringur Íslendings á risamóti. Það var augljóst að hún var ekkert of stressuð því hún fékk fugl á fyrstu holuna. „Ég átti gott dræv og annað högg. Hann rétt lak í sandinn en ég náði að bjarga því,“ segir Ólafía en hún fékk svo annan fugl á sjöunda holu og var þá í efstu sætum mótsins. Sá fugl var einkar glæsilegur. „Ég tók fimm járn í teighöggið og sló gott högg. Ég „sónaði“ svo út og setti púttið í.“ Síðan fór að síga á ógæfuhliðina hjá okkar konu sem endaði á 74 höggum eða þrem yfir pari. Hún er í rúmlega 100. sæti en það er stutt upp aftur. „Ég hefði viljað slá aðeins betur. Niðurstaðan var samt oftast góð og ég átti í rauninni aðeins eitt slæmt högg í dag. Það var teighöggið á fjórtándu og ég lenti í vandræðum þar. Svo var ég smá óheppin á fimmtándu,“ segir Ólafía en lukkan var ekki alltaf í liði með henni er kom að legu boltans á ákveðnum tímum. „Nú hvíli ég mig og fæ mér að borða. Svo langar mig að laga sláttinn minn aðeins. Svo gera ég alltaf sömu rútínuna í púttunum. Svo bara slaka á og hafa gaman.“ Viðtal Þorsteins Hallgrímssonar við Ólafíu má sjá í heild sinni hér að neðan. Golf Tengdar fréttir Sjáðu glæsilegan fugl hjá Ólafíu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er langt komin með sinn fyrsta hring á risamóti í golfi en hún tekur þátt á PGA-meistaramótinu í Chicago. 29. júní 2017 18:16 Skrautlegur fyrsti dagur hjá Ólafíu Fyrsti dagur Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur á risamóti í golfi var nokkuð skrautlegur. Eftir frábæra byrjun missti hún flugið á seinni hlutanum á PGA-meistaramótinu. 29. júní 2017 20:00 Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti Dagskráin: Bónus deild karla í körfu í aðalhlutverki Sport „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
„Tilfinningin á fyrsta teig var bara góð. Ég var ekkert stressuð og leið bara vel,“ segir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er íþróttadeild hitti á hana eftir fyrsta hringinn hennar á risamóti. Þetta var fyrsti hringur Íslendings á risamóti. Það var augljóst að hún var ekkert of stressuð því hún fékk fugl á fyrstu holuna. „Ég átti gott dræv og annað högg. Hann rétt lak í sandinn en ég náði að bjarga því,“ segir Ólafía en hún fékk svo annan fugl á sjöunda holu og var þá í efstu sætum mótsins. Sá fugl var einkar glæsilegur. „Ég tók fimm járn í teighöggið og sló gott högg. Ég „sónaði“ svo út og setti púttið í.“ Síðan fór að síga á ógæfuhliðina hjá okkar konu sem endaði á 74 höggum eða þrem yfir pari. Hún er í rúmlega 100. sæti en það er stutt upp aftur. „Ég hefði viljað slá aðeins betur. Niðurstaðan var samt oftast góð og ég átti í rauninni aðeins eitt slæmt högg í dag. Það var teighöggið á fjórtándu og ég lenti í vandræðum þar. Svo var ég smá óheppin á fimmtándu,“ segir Ólafía en lukkan var ekki alltaf í liði með henni er kom að legu boltans á ákveðnum tímum. „Nú hvíli ég mig og fæ mér að borða. Svo langar mig að laga sláttinn minn aðeins. Svo gera ég alltaf sömu rútínuna í púttunum. Svo bara slaka á og hafa gaman.“ Viðtal Þorsteins Hallgrímssonar við Ólafíu má sjá í heild sinni hér að neðan.
Golf Tengdar fréttir Sjáðu glæsilegan fugl hjá Ólafíu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er langt komin með sinn fyrsta hring á risamóti í golfi en hún tekur þátt á PGA-meistaramótinu í Chicago. 29. júní 2017 18:16 Skrautlegur fyrsti dagur hjá Ólafíu Fyrsti dagur Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur á risamóti í golfi var nokkuð skrautlegur. Eftir frábæra byrjun missti hún flugið á seinni hlutanum á PGA-meistaramótinu. 29. júní 2017 20:00 Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti Dagskráin: Bónus deild karla í körfu í aðalhlutverki Sport „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Sjáðu glæsilegan fugl hjá Ólafíu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er langt komin með sinn fyrsta hring á risamóti í golfi en hún tekur þátt á PGA-meistaramótinu í Chicago. 29. júní 2017 18:16
Skrautlegur fyrsti dagur hjá Ólafíu Fyrsti dagur Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur á risamóti í golfi var nokkuð skrautlegur. Eftir frábæra byrjun missti hún flugið á seinni hlutanum á PGA-meistaramótinu. 29. júní 2017 20:00