Á abstraktlínu en þó með tengingar við raunheima Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 29. júní 2017 10:45 Maður hefur á tilfinningunni að eitthvað sé nýbúið að gerast, segir Davíð Örn í Hverfisgalleríi. Vísir/Ernir Litrík verk mæta augum í Hverfisgalleríi við Hverfisgötu í Reykjavík. Sum þeirra eru máluð á gamla nytjahluti og teygja sig jafnvel út á veggina. Sýningin ber titilinn River únd bátur og sýnandinn Davíð Örn Halldórson segir hana fjalla um forgengileika listamannsins. Kveðst þó ekki vera að segja sögur, ekki í þetta skiptið. „En maður fær á tilfinninguna að eitthvað sé nýbúið að gerast eða eitthvað sé að fara að gerast,“ segir hann og bætir við til skýringar: „Málverkin mín eru þannig að þau eru á einhverri línu sem er abstrakt en þó með tengingar við raunheima, samt eru engar fígúrur, engar persónur, heldur táknmyndir sem koma fram, kannski blóm? – hvað sem er.“Skrifborð nefnist þetta verk sem er 71x100 cm.Davíð Örn segir titla verkanna annaðhvort hjálpa fólki að ráða í þau eða villa algerlega fyrir. „Það eru bara mínir eigin prívat brandarar sem hjálpa mér að muna hvaða málverk er um að ræða. Engar algerlega heilagar reglur.“ Hann notar húsgögn og hurðir og hvað sem er til að mála á. Fer hann kannski í hús og málar á gamlar hurðir fyrir fólk? „Ha, ha, nei, en ég hef málað eitt borðstofuborð fyrir vinafólk mitt. Ég er með opna vinnustofu, ef fólk er að henda einhverju sem ég gæti nýtt mér.Brúðarbíllinn – brúðubíllinn 43x152 cm.Á þessari sýningu eru nokkrar myndir málaðar á skáphurðir úr sömu innréttingunni. Svo eru hér tvær borðplötur, önnur úr leikskóla og hin grunnskóla,“ bendir hann á og hefur augljóslega leyft gömlum tölustöfum að halda sér á annarri plötunni. Er alltaf gaman hjá honum í vinnunni? „Já, já. Núna er ég samt kominn í frí. Málið er að ég er búinn að vanrækja tíu mánaða son minn og heimili síðustu vikur og er að reyna að bæta það upp nú þegar ég er búinn að ýta sýningunni úr vör. Síðar stilli ég upp nýrri vinnustofu og byrja að mála fyrir næstu sýningu. Það kemur að því.“ Menning Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun Kristján Guðmundsson látinn Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum Sjá meira
Litrík verk mæta augum í Hverfisgalleríi við Hverfisgötu í Reykjavík. Sum þeirra eru máluð á gamla nytjahluti og teygja sig jafnvel út á veggina. Sýningin ber titilinn River únd bátur og sýnandinn Davíð Örn Halldórson segir hana fjalla um forgengileika listamannsins. Kveðst þó ekki vera að segja sögur, ekki í þetta skiptið. „En maður fær á tilfinninguna að eitthvað sé nýbúið að gerast eða eitthvað sé að fara að gerast,“ segir hann og bætir við til skýringar: „Málverkin mín eru þannig að þau eru á einhverri línu sem er abstrakt en þó með tengingar við raunheima, samt eru engar fígúrur, engar persónur, heldur táknmyndir sem koma fram, kannski blóm? – hvað sem er.“Skrifborð nefnist þetta verk sem er 71x100 cm.Davíð Örn segir titla verkanna annaðhvort hjálpa fólki að ráða í þau eða villa algerlega fyrir. „Það eru bara mínir eigin prívat brandarar sem hjálpa mér að muna hvaða málverk er um að ræða. Engar algerlega heilagar reglur.“ Hann notar húsgögn og hurðir og hvað sem er til að mála á. Fer hann kannski í hús og málar á gamlar hurðir fyrir fólk? „Ha, ha, nei, en ég hef málað eitt borðstofuborð fyrir vinafólk mitt. Ég er með opna vinnustofu, ef fólk er að henda einhverju sem ég gæti nýtt mér.Brúðarbíllinn – brúðubíllinn 43x152 cm.Á þessari sýningu eru nokkrar myndir málaðar á skáphurðir úr sömu innréttingunni. Svo eru hér tvær borðplötur, önnur úr leikskóla og hin grunnskóla,“ bendir hann á og hefur augljóslega leyft gömlum tölustöfum að halda sér á annarri plötunni. Er alltaf gaman hjá honum í vinnunni? „Já, já. Núna er ég samt kominn í frí. Málið er að ég er búinn að vanrækja tíu mánaða son minn og heimili síðustu vikur og er að reyna að bæta það upp nú þegar ég er búinn að ýta sýningunni úr vör. Síðar stilli ég upp nýrri vinnustofu og byrja að mála fyrir næstu sýningu. Það kemur að því.“
Menning Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun Kristján Guðmundsson látinn Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum Sjá meira