Grindavík vann afar mikilvægan sigur, 2-1, á Fylki í Pepsi-deild kvenna í kvöld.
Þarna mættust liðin í næstneðsta og þriðja neðsta sæti deildarinnar.
Markalaus var í leikhléi en Carolina Mendes kom Grindavík yfir í upphafi síðari hálfleiks. Grindavík var nánast enn að fagna markinu er Thelma Lóa Hermannsdóttir jafnaði fyrir Fylki.
Markvörður Fylkis, Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir, varð svo fyrir því óláni að skora sjálfsmark hálftíma fyrir leikslok og þar við sat.
Grindavík komst upp í sjöunda sæti deildarinnar með sigrinum en Fylkir er eftir sem áður í næstneðsta sæti.
Upplýsingar um markaskorara: fótbolti.net.
Risasigur hjá Grindvíkingum
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið




Wirtz strax kominn á hættusvæði
Enski boltinn



Frimpong strax úr leik hjá Liverpool
Enski boltinn

Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá
Enski boltinn

Féll fimm metra við að fagna marki
Fótbolti
