Íslenski boltinn

Beitir: Ég fylgist ekki með fótbolta

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Beitir í markinu hjá KR.
Beitir í markinu hjá KR. vísir/stefán
Beitir Ólafsson hefur komið gríðarlega sterkur inn í mark KR eftir að KR-ingar náðu í hann eftir að tveir aðalmarkverðir liðsins höfðu meiðst.

Beitir er uppalinn HK-ingur en lék með Keflavík síðasta sumar áður en hann hætti svo í fótbolta.

„Fyrir nokkrum vikum átti ég ekki von á því að vera að fara að spila fótboltaleik í sumar og hvað þá Evrópuleik,“ segir Beitir í samtali við Arnar Björnsson en KR á leik í Evrópukeppninni á fimmtudag gegn SJK frá Finnlandi.

„Ég ákvað að taka slaginn er símtalið kom frá KR. Það er mjög gaman að vera kominn aftur. Ég hætti ekki í fótbolta af því það er leiðinlegt heldur af því það var of mikið að gera. Þetta er virkilega gaman.“

Beitir hélt sér í góðu formi þó svo hann væri hættur og það hefur heldur betur skilað sér því hann hefur oft þurft að taka á honum stóra sínum í leikjum sumarsins. Hvaða líkur telur hann KR eiga gegn finnska liðinu?

„Ég þekki ekki finnska liðið. Ég veit lítið og fylgist ekki með fótbolta,“ segitr Beitir heiðarlegur en viðtalið við hann og Willum, þjálfara KR, má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×