Ísinn loksins brotinn hjá Guðrúnu Brá Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. júní 2017 06:00 Egill Ragnar og Guðrún Brá með bikarana í gær. mynd/gsí Ný nöfn voru rituð á Íslandsmeistarabikarana í holukeppni í gærkvöldi þegar tveir ungir kylfingar báru sigur úr býtum á Íslandsmótinu sem haldið var í Vestmannaeyjum. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, fagnaði sigri í kvennaflokki eftir sigur á Helgu Kristínu Einarsdóttur, GK, og Egill Ragnar Gunnarsson, GKG, lagði Alfreð Brynjar Kristinsson í úrslitum í karlaflokki. Egill var að klára sitt fyrsta ár í háskólagolfinu í Bandaríkjunum og kemur heim með látum en Guðrún Brá var að ljúka háskólanámi og er komin heim eftir þrjú og hálft ár í háskólagolfinu.Loksins, loksins. Þrátt fyrir að vera aðeins 23 ára gömul hefur Guðrún Brá verið einn besti kylfingur landsins um nokkurra ára skeið. Hún var algjör barnastjarna og hefur oft verið í baráttunni um stóru titlana en aldrei hafði henni tekist að verða Íslandsmeistari í höggleik eða holukeppni fyrr en í gær. „Það hlaut að koma að þessu,“ sagði Guðrún Brá hress og kát þegar Fréttablaðið náði tali af henni í gær þar sem hún snæddi sigurmáltíð í Vestmannaeyjum. „Nú er ég loksins búin að opna hliðið og þá fara stóru titlarnir vonandi að detta inn,“ bætir hún við. Guðrún Brá var mjög ánægð með spilamennsku sína og hún passaði sig á því að hugsa ekki neitt um þau skipti sem hún hefur látið þá stóru renna sér úr greipum. „Ég var rosalega ákveðin í að það myndi ekki koma upp í hausinn á mér og það tókst. Ég var líka að gera fá mistök og spila stöðugt golf. Þetta var spennandi og góður leikur en ég hélt alltaf að minnsta kosti einnar holu forskoti og náði að vinna sem var æðislegt,“ sagði hún en er þá ekki stefnan á að taka höggleikinn líka? „Jú, fyrst ég er byrjuð er ekkert annað í stöðunni.“ Guðrún Brá er komin heim úr háskólanámi en ætlar sér í Q-School í haust. Hún ber háskólaverunni góða sögu. „Þetta er búin að vera alveg geðveik reynsla. Maður finnur alveg hvernig maður verður betri í öllu og hvað þetta hjálpar manni mikið. Það er svo mikill munur að geta spilað við bestu aðstæður allt árið um kring,“ sagði Guðrún Brá Björgvinsdóttir.Tveir titlar á einni viku Hinn tvítugi Egill Ragnar hefur átt góða tíma á golfvellinum síðustu daga því viku áður en hann fagnaði sigri í holukeppni fullorðinna vann hann holukeppni pilta 19-21 árs. Tveir Íslandsmeistaratitlar á sjö dögum. „Það er ekki slæmt,“ sagði Egill eftir sigurinn í gær en hann kvaðst ekkert stressaður þrátt fyrir að vera í forystunni gegn Alfreð Brynjari sem er, fyrir þá sem ekki vita, bróðir Ólafíu Þórunnar. „Það var ekkert stress eða svoleiðis í gangi. Ég tók bara eitt högg fyrir í einu og reyndi að halda rónni. Ég er að spila mjög gott golf núna. Það er allt að smella og þetta lítur bara vel út hjá mér.“ Egill Ragnar er eins og Guðrún Brá nýkominn heim úr háskóla en hann var að klára fyrsta árið sitt hjá Georgia State. „Veran úti hefur hjálpað mér mikið. Maður áttar sig betur á öllu sem er í gangi og svona og hvernig á að skipuleggja leikinn sinn. Þetta hjálpar allt saman,“ sagði Egill Ragnar Gunnarsson sem ætlar að spila Íslandsmótið í höggleik en hann fer svo aftur út í ágúst. Golf Tengdar fréttir Egill Ragnar og Guðrún Brá Íslandsmeistarar í holukeppni 2017 Leikið var til úrslita um KPMG bikarinn og í boði var Íslandsmeistaratitilinn í holukeppni árið 2017 í karla- og kvennaflokki í Vestmannaeyjum í dag. 25. júní 2017 15:01 Mest lesið Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ Sport Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Handbolti Dagskráin í dag: Risaleikur á Kópavogsvelli, Knicks geta sent Celtics í sumarfrí og PGA Sport Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti Fleiri fréttir Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Rosalegur ráshópur McIlroy Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Fjórtán ára strákur kominn í lokaúrtökumót fyrir Opna bandaríska Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Sjá meira
Ný nöfn voru rituð á Íslandsmeistarabikarana í holukeppni í gærkvöldi þegar tveir ungir kylfingar báru sigur úr býtum á Íslandsmótinu sem haldið var í Vestmannaeyjum. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, fagnaði sigri í kvennaflokki eftir sigur á Helgu Kristínu Einarsdóttur, GK, og Egill Ragnar Gunnarsson, GKG, lagði Alfreð Brynjar Kristinsson í úrslitum í karlaflokki. Egill var að klára sitt fyrsta ár í háskólagolfinu í Bandaríkjunum og kemur heim með látum en Guðrún Brá var að ljúka háskólanámi og er komin heim eftir þrjú og hálft ár í háskólagolfinu.Loksins, loksins. Þrátt fyrir að vera aðeins 23 ára gömul hefur Guðrún Brá verið einn besti kylfingur landsins um nokkurra ára skeið. Hún var algjör barnastjarna og hefur oft verið í baráttunni um stóru titlana en aldrei hafði henni tekist að verða Íslandsmeistari í höggleik eða holukeppni fyrr en í gær. „Það hlaut að koma að þessu,“ sagði Guðrún Brá hress og kát þegar Fréttablaðið náði tali af henni í gær þar sem hún snæddi sigurmáltíð í Vestmannaeyjum. „Nú er ég loksins búin að opna hliðið og þá fara stóru titlarnir vonandi að detta inn,“ bætir hún við. Guðrún Brá var mjög ánægð með spilamennsku sína og hún passaði sig á því að hugsa ekki neitt um þau skipti sem hún hefur látið þá stóru renna sér úr greipum. „Ég var rosalega ákveðin í að það myndi ekki koma upp í hausinn á mér og það tókst. Ég var líka að gera fá mistök og spila stöðugt golf. Þetta var spennandi og góður leikur en ég hélt alltaf að minnsta kosti einnar holu forskoti og náði að vinna sem var æðislegt,“ sagði hún en er þá ekki stefnan á að taka höggleikinn líka? „Jú, fyrst ég er byrjuð er ekkert annað í stöðunni.“ Guðrún Brá er komin heim úr háskólanámi en ætlar sér í Q-School í haust. Hún ber háskólaverunni góða sögu. „Þetta er búin að vera alveg geðveik reynsla. Maður finnur alveg hvernig maður verður betri í öllu og hvað þetta hjálpar manni mikið. Það er svo mikill munur að geta spilað við bestu aðstæður allt árið um kring,“ sagði Guðrún Brá Björgvinsdóttir.Tveir titlar á einni viku Hinn tvítugi Egill Ragnar hefur átt góða tíma á golfvellinum síðustu daga því viku áður en hann fagnaði sigri í holukeppni fullorðinna vann hann holukeppni pilta 19-21 árs. Tveir Íslandsmeistaratitlar á sjö dögum. „Það er ekki slæmt,“ sagði Egill eftir sigurinn í gær en hann kvaðst ekkert stressaður þrátt fyrir að vera í forystunni gegn Alfreð Brynjari sem er, fyrir þá sem ekki vita, bróðir Ólafíu Þórunnar. „Það var ekkert stress eða svoleiðis í gangi. Ég tók bara eitt högg fyrir í einu og reyndi að halda rónni. Ég er að spila mjög gott golf núna. Það er allt að smella og þetta lítur bara vel út hjá mér.“ Egill Ragnar er eins og Guðrún Brá nýkominn heim úr háskóla en hann var að klára fyrsta árið sitt hjá Georgia State. „Veran úti hefur hjálpað mér mikið. Maður áttar sig betur á öllu sem er í gangi og svona og hvernig á að skipuleggja leikinn sinn. Þetta hjálpar allt saman,“ sagði Egill Ragnar Gunnarsson sem ætlar að spila Íslandsmótið í höggleik en hann fer svo aftur út í ágúst.
Golf Tengdar fréttir Egill Ragnar og Guðrún Brá Íslandsmeistarar í holukeppni 2017 Leikið var til úrslita um KPMG bikarinn og í boði var Íslandsmeistaratitilinn í holukeppni árið 2017 í karla- og kvennaflokki í Vestmannaeyjum í dag. 25. júní 2017 15:01 Mest lesið Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ Sport Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Handbolti Dagskráin í dag: Risaleikur á Kópavogsvelli, Knicks geta sent Celtics í sumarfrí og PGA Sport Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti Fleiri fréttir Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Rosalegur ráshópur McIlroy Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Fjórtán ára strákur kominn í lokaúrtökumót fyrir Opna bandaríska Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Sjá meira
Egill Ragnar og Guðrún Brá Íslandsmeistarar í holukeppni 2017 Leikið var til úrslita um KPMG bikarinn og í boði var Íslandsmeistaratitilinn í holukeppni árið 2017 í karla- og kvennaflokki í Vestmannaeyjum í dag. 25. júní 2017 15:01
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn