Saumar veggteppi byggt á Riddarateppinu Sæunn Gísladóttir skrifar 26. júní 2017 07:00 Sólveig Hrönn er nýútskrifuð af fornmáladeild í Menntaskólanum í Reykjavík og stefnir á nám í fornfræði í vetur. vísir/eyþór Sólveig Hrönn Hilmarsdóttir er 19 ára gömul og fæst nú við öðruvísi sumarstarf en flestir. Á vegum Skapandi sumarstarfa í Garðabæ er hún að sauma veggteppi byggt á hinu fræga Riddarateppi sem er til sýnis í Þjóðminjasafninu. „Ég var að vinna í Skapandi sumarstörfum í fyrra og mér fannst það mjög skemmtilegt þannig að ég ákvað að sækja um aftur í ár en með öðruvísi verkefni. Mér hefur alltaf fundist mjög gaman að gera eitthvað í höndunum. Í fyrra fór ég að pæla í útsaumi og viðhorfi til útsaums. Svo sótti ég um með það í huga að gera útsaumsverk og mér fannst spennandi hugmynd að ætla bara að gera eitt verk yfir sumarið,“ segir Sólveig. „Það hljómar eins og lítið þegar maður segist ætla að gera eitt verk en þegar maður sér það skilur maður af hverju var bara hægt að gera eitt verk.“ Sólveig hefur verið að rannsaka sögu handverks íslenskra kvenna og lýtur verk hennar meðal annars að nafnleysi saumakvenna fyrri alda og tímanum að baki útsaumsverkum. Sólveig veit ekki enn þá hversu stórt verk hennar verður. „Riddarateppið sjálft er held ég 130 x 160 cm. Ég ætla að byrja á að gera myndirnar sex sem eru í miðjunni og í kringum þær eru drekar sem mig langar að gera líka. Þannig að í rauninni er erfitt að segja til um hversu stórt þetta verður." Útsaumsverk hafa varðveist illa og eru að jafnaði höfundarlaus. Það einskorðast ekki við Ísland en saumur, vefnaður og aðrar hannyrðir þóttu einungis kvenlegar greinar og voru flokkaðar sem nytjalist en ekki alvöru listgreinar. Með verkefninu langar Sólveigu að sýna hversu mörg spor felast í einu dagsverki og efla vitund um gildi handverks og þá vinnu sem liggur að baki. Skapandi sumarstörf vara í átta vikur. Sólveig segir verkefnið fara vel af stað hjá sér og mun hún sýna það í lok júlí. Sólveig er nýútskrifuð af fornmáladeild í Menntaskólanum í Reykjavík. Hún hyggur á að hefja háskólanám í fornfræði í vetur. „Það mætti kannski segja að ég sé áhugasöm um gamla tíma," segir hún. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun Kristján Guðmundsson látinn Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum Sjá meira
Sólveig Hrönn Hilmarsdóttir er 19 ára gömul og fæst nú við öðruvísi sumarstarf en flestir. Á vegum Skapandi sumarstarfa í Garðabæ er hún að sauma veggteppi byggt á hinu fræga Riddarateppi sem er til sýnis í Þjóðminjasafninu. „Ég var að vinna í Skapandi sumarstörfum í fyrra og mér fannst það mjög skemmtilegt þannig að ég ákvað að sækja um aftur í ár en með öðruvísi verkefni. Mér hefur alltaf fundist mjög gaman að gera eitthvað í höndunum. Í fyrra fór ég að pæla í útsaumi og viðhorfi til útsaums. Svo sótti ég um með það í huga að gera útsaumsverk og mér fannst spennandi hugmynd að ætla bara að gera eitt verk yfir sumarið,“ segir Sólveig. „Það hljómar eins og lítið þegar maður segist ætla að gera eitt verk en þegar maður sér það skilur maður af hverju var bara hægt að gera eitt verk.“ Sólveig hefur verið að rannsaka sögu handverks íslenskra kvenna og lýtur verk hennar meðal annars að nafnleysi saumakvenna fyrri alda og tímanum að baki útsaumsverkum. Sólveig veit ekki enn þá hversu stórt verk hennar verður. „Riddarateppið sjálft er held ég 130 x 160 cm. Ég ætla að byrja á að gera myndirnar sex sem eru í miðjunni og í kringum þær eru drekar sem mig langar að gera líka. Þannig að í rauninni er erfitt að segja til um hversu stórt þetta verður." Útsaumsverk hafa varðveist illa og eru að jafnaði höfundarlaus. Það einskorðast ekki við Ísland en saumur, vefnaður og aðrar hannyrðir þóttu einungis kvenlegar greinar og voru flokkaðar sem nytjalist en ekki alvöru listgreinar. Með verkefninu langar Sólveigu að sýna hversu mörg spor felast í einu dagsverki og efla vitund um gildi handverks og þá vinnu sem liggur að baki. Skapandi sumarstörf vara í átta vikur. Sólveig segir verkefnið fara vel af stað hjá sér og mun hún sýna það í lok júlí. Sólveig er nýútskrifuð af fornmáladeild í Menntaskólanum í Reykjavík. Hún hyggur á að hefja háskólanám í fornfræði í vetur. „Það mætti kannski segja að ég sé áhugasöm um gamla tíma," segir hún.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun Kristján Guðmundsson látinn Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum Sjá meira