Vopn eða ekki vopn Helga Vala Helgadóttir skrifar 26. júní 2017 07:00 Mikil umræða hefur, eðlilega, skapast í samfélaginu vegna nýtilkomins vopnaburðar lögreglunnar á Íslandi. Í mínu starfi þarf ég iðulega að eiga í samskiptum við laganna verði. Þessir starfsmenn okkar eru að langmestum meirihluta virkilega að leggja sig fram. Hugsjónir gera það að verkum að þau endast í þessu starfi allan þennan tíma því vinnuaðstæður eru fyrir neðan allar hellur. Langtímaveikindi eru vel þekkt í þessari stétt. Álagið er svo ofboðslegt að mann langar helst til að setjast niður með þeim, faðma og segja afsakið. Afsakið hvað við borgum ykkar ömurlega lág laun. Afsakið hvað við látum ykkur vinna mikið. Afsakið að við fjölgum ekki löggum til að minnka álagið. Afsakið hvað stjórnvöld meta starf ykkar lítils. Þegar á reynir þurfum við á okkar færustu löggum að halda. Þar dugir ekki bara að vopna mannskapinn heldur þurfum við að vera viss um að hinn vopnum búni laganna vörður hafi fengið fullnægjandi nætursvefn dagana á undan. Það er því miður ekki raunin því samkvæmt mínum upplýsingum er það vel þekkt að lögga vinni 100 yfirvinnutíma í hverjum mánuði. Það þýðir að löggan sem þú hittir hefur unnið 25 klukkustundir aukalega í vikunni. Það gera til dæmis fimm klukkustundir aukalega á dag alla virka daga vikunnar. Ég kalla á þjóðarátak um innviði kerfisins. Ég vil borga lögregluþjónum mannsæmandi laun og gera vinnuaðstæður þeirra viðunandi áður en við tökum ákvörðun um að vopnbúa alla. Þegar álagið er ómennskt gerast líka slysin. Búum þannig um okkar laganna verði að þeim líði vel í vinnunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Vala Helgadóttir Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun
Mikil umræða hefur, eðlilega, skapast í samfélaginu vegna nýtilkomins vopnaburðar lögreglunnar á Íslandi. Í mínu starfi þarf ég iðulega að eiga í samskiptum við laganna verði. Þessir starfsmenn okkar eru að langmestum meirihluta virkilega að leggja sig fram. Hugsjónir gera það að verkum að þau endast í þessu starfi allan þennan tíma því vinnuaðstæður eru fyrir neðan allar hellur. Langtímaveikindi eru vel þekkt í þessari stétt. Álagið er svo ofboðslegt að mann langar helst til að setjast niður með þeim, faðma og segja afsakið. Afsakið hvað við borgum ykkar ömurlega lág laun. Afsakið hvað við látum ykkur vinna mikið. Afsakið að við fjölgum ekki löggum til að minnka álagið. Afsakið hvað stjórnvöld meta starf ykkar lítils. Þegar á reynir þurfum við á okkar færustu löggum að halda. Þar dugir ekki bara að vopna mannskapinn heldur þurfum við að vera viss um að hinn vopnum búni laganna vörður hafi fengið fullnægjandi nætursvefn dagana á undan. Það er því miður ekki raunin því samkvæmt mínum upplýsingum er það vel þekkt að lögga vinni 100 yfirvinnutíma í hverjum mánuði. Það þýðir að löggan sem þú hittir hefur unnið 25 klukkustundir aukalega í vikunni. Það gera til dæmis fimm klukkustundir aukalega á dag alla virka daga vikunnar. Ég kalla á þjóðarátak um innviði kerfisins. Ég vil borga lögregluþjónum mannsæmandi laun og gera vinnuaðstæður þeirra viðunandi áður en við tökum ákvörðun um að vopnbúa alla. Þegar álagið er ómennskt gerast líka slysin. Búum þannig um okkar laganna verði að þeim líði vel í vinnunni.
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun