Golf

Ólafía spilaði vel á lokahringnum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Ólafía Þórunn spilaði vel í dag.
Ólafía Þórunn spilaði vel í dag. vísir
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, spilaði vel á lokahringnum á Walmart-mótinu á LPGA-mótaröðinni í Arkansas í dag.

Ólafía lauk leik á einu höggi undir pari í dag en í heildina spilaði hún mótið á fjórum höggum undir pari og er jöfn sex öðrum í 58. sæti þegar aðeins tveir kylfingar sem eru fyrir aftan hana eiga eftir að ljúka leik.

Hún byrjaði daginn á fugli á fyrstu og þriðju holu og var tveimur undir eftir fyrri níu. Seinni helmingurinn byrjaði ekki vel því Ólafía fékk skolla á 10. holu og skramba á 13. holu. Hún kom sér aftur í fuglagírinn á 15. holu.

Ólafía fékk svo tvö pör í röð áður en hún negldi niður fugli á 18. holunni og endaði sem fyrr segir á fjórum höggum undir pari vallarins.

Þetta er gott veganesti fyrir stóru stundina um næstu helgi þegar Ólafía tekur fyrst íslenskra kylfinga þátt í risamóti en eins og kom fram í dag fékk hún boð um að spila á KPMG-mótinu í Chicago.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×