Í dag verður leikið til úrslita í KPMG bikarnum í Íslandsmótinu í höggleik sem fer fram í Vestmannaeyjum.
Í úrslitum kvennamegin mætast Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Helga Kristín Einarsdóttir, báðar úr GK. Úrslitaleikurinn á milli þeirra hefst klukkan 09:00.
Í leiknum um þriðja sætið mætast Hafdís Alda Jóhannsdóttir og Anna Sólveig Snorradóttir, báðar einnig úr GK. Þær hefja leik klukkan 08.40.
Í úrslitum karlamegin eru það Alfreð Brynjar Kristinsson, úr GKG, sem mætir Agli Ragnari Gunnarssyni,líka úr GKG. Leikurinn á milli þeirra hefst klukkan 08:50.
Um þriðja sætið karlamegin berjast þeir Jóhannes Guðmundsson, úr GR, og Stefán Þór Bogason, líka úr GR. Þeirra leikur hefst klukkan 08:30.
Hægt verður að fylgjast með úrslitunum í beinni á twittersíðu GSÍ.
