Leikið var í 4 manna úrslitum karla og kvenna í KPMG bikarnum í Íslandsmótinu í höggleik í dag en aðstæður í Vestmannaeyjum voru frábærar.
Í 4 manna úrslitakeppni kvenna var Guðrún Brá Björgvinsdóttir (GK) fyrst að tryggja sér sæti í úrslitunum á morgun en Guðrún vann Hafdísi Öldu Jóhannsdóttur (GK) 7/6.
Guðrún Brá mætir Helgu Kristínu Einarsdóttur (GK) í úrslitunum eftir að Helga hafði sigrað Önnu Sólveigu Snorradóttur (GK) 4/3. Leikið verður til úrslita í fyrramálið og hefja þær leik á slaginu klukkan 9:00.
Anna Sólveig og Hafdís Alda leika því um þriðja sætið og mun leikur þeirra hefjast klukkan 8:40.
Egill Ragnar Gunnarsson (GKG) sigraði Stefán Þór Bogason (GR) 7/5 og mun því leika til úrslita karlamegin í fyrramálið.
Egill mun mæta Alfreð Brynjari Kristinssyni (GKG) í úrslitunum en Alfreð sigraði Jóhannes Guðmundsson (GR) 3/2 og mun leikur Egils og Alfreðs hefjast klukkan 8:50 í fyrramálið.
Stefán Þór og Jóhannes Guðmundsson munu því berjast um þriðja sætið og leikur þeirra hefst kl 8:30.
Upplýsingar af mótinu fengust af twittersíðu Golfsambands Íslands.
Úrslitin í KPMG bikarnum klár fyrir morgundaginn
Elías Orri Njarðarson skrifar

Mest lesið






„Við erum ekki á góðum stað“
Íslenski boltinn

Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna
Enski boltinn



Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby
Íslenski boltinn