Alls voru 15 mörk skoruð í leikjunum fimm í 9. umferð Pepsi-deildar kvenna í gærkvöldi.
Þór/KA er áfram með fullt hús stiga á toppi deildarinnar eftir 0-1 útisigur á FH. Hin kornunga Karen María Sigurgeirsdóttir skoraði sigurmarkið mínútu fyrir leikslok.
Breiðablik rústaði Grindavík suður með sjó 0-5 og Valur vann KR með sömu markatölu. Mexíkósku landsliðskonurnar Anisa Raquel Guajardo og Ariana Calderon skoruðu báðar tvö mörk fyrir Val sem hefur unnið fimm leiki í röð.
ÍBV bar sigurorð af Haukum, 3-0, þar sem tvær stelpur sem eru fæddar árið 2002 komust á blað. Þá tryggði Agla María Albertsdóttir Stjörnunni sigur á Fylki.
Öll 15 mörkin úr 9. umferðinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
