Neðanjarðarsenan tekin fyrir í tónleikaröð Stefán Þór Hjartarson skrifar 21. júní 2017 16:45 Þórður Ingi Jónsson, eða Lord Pusswhip, heldur Stage Dive Fest til að koma ungum og efnilegum tónlistarmönnum á framfæri. Vísir/Eyþór Stage Dive Fest er tónleikaröð sem er haldin á Húrra nú í fimmta sinn, og tilgangurinn er að styðja við unga tónlistarmenn í neðanjarðarsenunni í Reykjavík, helst í rapp- og raftónlist þó það sé ekki krafa,“ segir Þórður Ingi Jónsson, eða Lord Pusswhip, einn aðstandandi Stage Dive Fest sem eins og hann segir er nú haldin í fimmta sinn á skemmtistaðnum Húrra. Með honum eru það þeir Mælginn og Bngrboy sem sjá um að halda viðburðinn. Þetta kvöld kemur Lord Pusswhip fram sjálfur ásamt Countess Malaise en þau hafa verið að sjóða saman görótta hiphop-blöndu upp á síðkastið. Í febrúar á þessu ári gaf Lord Pusswhip út mixteipið Lord Pusswhip is Dead þar sem hann gerir upp feril sinn síðustu fimm árin. Countess Malaise er listamannsnafn Dýrfinnu Benita en hún hefur verið nokkuð iðin við kolann á árinu og gaf meðal annars út lagið Skip a Case. Ásamt Malaise og Pusswhip spilar Kuldaboli mínímalíska synthatóna sem gætu kveikt vetrarfíling í brjósti gesta svona í miðjum júní, Andsetinn kemur fram – drungalegur neðanjarðarrappari og m e g e n, elektrónískt dúó sem er nýkomið af Secret Solstice hátíðinni og má alveg gera ráð fyrir því að þeir verði alveg funheitir og snúi tökkunum af mikilli lipurð. Leikar hefjast klukkan átta. Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Stage Dive Fest er tónleikaröð sem er haldin á Húrra nú í fimmta sinn, og tilgangurinn er að styðja við unga tónlistarmenn í neðanjarðarsenunni í Reykjavík, helst í rapp- og raftónlist þó það sé ekki krafa,“ segir Þórður Ingi Jónsson, eða Lord Pusswhip, einn aðstandandi Stage Dive Fest sem eins og hann segir er nú haldin í fimmta sinn á skemmtistaðnum Húrra. Með honum eru það þeir Mælginn og Bngrboy sem sjá um að halda viðburðinn. Þetta kvöld kemur Lord Pusswhip fram sjálfur ásamt Countess Malaise en þau hafa verið að sjóða saman görótta hiphop-blöndu upp á síðkastið. Í febrúar á þessu ári gaf Lord Pusswhip út mixteipið Lord Pusswhip is Dead þar sem hann gerir upp feril sinn síðustu fimm árin. Countess Malaise er listamannsnafn Dýrfinnu Benita en hún hefur verið nokkuð iðin við kolann á árinu og gaf meðal annars út lagið Skip a Case. Ásamt Malaise og Pusswhip spilar Kuldaboli mínímalíska synthatóna sem gætu kveikt vetrarfíling í brjósti gesta svona í miðjum júní, Andsetinn kemur fram – drungalegur neðanjarðarrappari og m e g e n, elektrónískt dúó sem er nýkomið af Secret Solstice hátíðinni og má alveg gera ráð fyrir því að þeir verði alveg funheitir og snúi tökkunum af mikilli lipurð. Leikar hefjast klukkan átta.
Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira