Fín fyrsta vakt í Víðidalsá Karl Lúðvíksson skrifar 21. júní 2017 11:00 Jóhann Hafnfjörð Rafnsson með flottan lax úr V'iðidalsá í opnun Nú opnar hver laxveiðiáin á fætur annari og það styttist í að laxveiðin verði komin í fullan gír fljótlega eftir mánaðarmótin. Víðidalsá opnaði í gær og við höfum fengið góðar fréttir af þeirri opnun en fyrsta vakt gaf fimmtán laxa og þann stærsta 94 sm. Fyrsti laxinn kom upp úr einum besta staðnum í ánni, Harðeyrarstreng, og þar sáust fleiri laxar. Það er lax á öllum svæðum og eins og von var á í Víðidalnum er stærsti hluti aflans vænn tveggja ára lax en þó hefur orðið vart við smálaxa víða í ánni. Árnar á norðurlandi virðast flest allar fara mjög vel af stað og gefur þetta góða von um framhaldið en það kemur ekki í ljós fyrr en fyrstu smálaxagöngurnar mæta. Einhverjir hafa þó haft á orði að þetta sé svolítið líkt sumrinu í fyrra sem fór af stað með hvelli en svo datt botninn hratt úr göngunum og lítið af fiski gekk í árnar eftir miðjan part sumars. Þetta skýrist á næstu vikum þegar stóru flóðin hafa skilað sínu. Mest lesið Helgarviðtalið: Hitsaði 12 punda lax með áhorfendur á bakkanum Veiði Það eru lika stórir laxar í Grímsá Veiði Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði Langá opnaði í morgun með 13 löxum á 3 tímum Veiði Blússandi gangur í laxveiðinni Veiði Fín veiði í Minnivallalæk Veiði Fiskurinn tregur í köldu Þingvallavatni Veiði Landnám laxa í Selá gengur vonum framar Veiði Góð vika í veiðivötnum og veiðin að aukast Veiði
Nú opnar hver laxveiðiáin á fætur annari og það styttist í að laxveiðin verði komin í fullan gír fljótlega eftir mánaðarmótin. Víðidalsá opnaði í gær og við höfum fengið góðar fréttir af þeirri opnun en fyrsta vakt gaf fimmtán laxa og þann stærsta 94 sm. Fyrsti laxinn kom upp úr einum besta staðnum í ánni, Harðeyrarstreng, og þar sáust fleiri laxar. Það er lax á öllum svæðum og eins og von var á í Víðidalnum er stærsti hluti aflans vænn tveggja ára lax en þó hefur orðið vart við smálaxa víða í ánni. Árnar á norðurlandi virðast flest allar fara mjög vel af stað og gefur þetta góða von um framhaldið en það kemur ekki í ljós fyrr en fyrstu smálaxagöngurnar mæta. Einhverjir hafa þó haft á orði að þetta sé svolítið líkt sumrinu í fyrra sem fór af stað með hvelli en svo datt botninn hratt úr göngunum og lítið af fiski gekk í árnar eftir miðjan part sumars. Þetta skýrist á næstu vikum þegar stóru flóðin hafa skilað sínu.
Mest lesið Helgarviðtalið: Hitsaði 12 punda lax með áhorfendur á bakkanum Veiði Það eru lika stórir laxar í Grímsá Veiði Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði Langá opnaði í morgun með 13 löxum á 3 tímum Veiði Blússandi gangur í laxveiðinni Veiði Fín veiði í Minnivallalæk Veiði Fiskurinn tregur í köldu Þingvallavatni Veiði Landnám laxa í Selá gengur vonum framar Veiði Góð vika í veiðivötnum og veiðin að aukast Veiði