Bleikjan í Brúará komin í tökustuð Karl Lúðvíksson skrifar 21. júní 2017 10:00 Það hefur verið fín veiði í Brúará Mynd: Veiðistaðavefurinn Brúará hefur ákveðið aðdráttarafl enda er hún ansi mögnuð með fossum og fallegum breiðum þar sem bleikjan hefur gott skjól. Það eru margir sem fara í Brúará án þess að fá nokkuð og eina ástæðan fyrir því er reynsluleysi en við hvetjum þessa veiðimenn til að gefast ekki upp því Brúará er magnaður skóli fyrir þá sem vilja ná góðum tökum á að veiða silung í fallvatni. Það er nefnilega nóg af bleikju í ánni og síðsumars sérstaklega og þá má oft sjá mikið af bleikju við brú. Það þokkalegri ástundun eru menn fljótir að læra á hana og það er um að gera að tala við reynsluboltana til að fá góð ráð og prófa þau síðan. Veiðin hefur verið fín hjá þeim veiðimönnum sem við höfum rætt við en þar fara líka menn sem hafa langa reynslu af veiðum í Brúará og þekkja hana vel. Þegar skilyrðin hafa verið góð er ekki óalgengt að ná 10-15 bleikjum yfir daginn og þetta er mjög flott og vel haldin bleikja. Mest af henni er 2-3 pund en inná milli koma nokkrar stærri. Það er laxavon þarna síðsumars og það veiðast alltaf nokkrir við fossinn en það er þá helst á maðk. Það verður þó að nefna að á góðviðrisdögum getur verið nokkur truflun frá erlendum ferðamönnum sem eru suma dagana ansi fjölmennir við ánna. Mest lesið Blanda aflahæst laxveiðiánna með 762 laxa Veiði Níu dagar í að gæsaveiðin hefjist Veiði Bubbi með 103 sm lax af Nessvæðinu Veiði UV flugur gætu hrært aðeins upp í fiski sem er tregur Veiði Rjúpan kostar allt að 5000 krónur stykkið Veiði 16 laxar á fyrstu vakt í Miðfjarðará Veiði Urriðinn að stækka í Laxá Veiði Mikið vatn en laxinn samt að ganga Veiði Veiðir einhver með Devon í dag? Veiði Gríðarlegur samdráttur í laxveiðinni í ár Veiði
Brúará hefur ákveðið aðdráttarafl enda er hún ansi mögnuð með fossum og fallegum breiðum þar sem bleikjan hefur gott skjól. Það eru margir sem fara í Brúará án þess að fá nokkuð og eina ástæðan fyrir því er reynsluleysi en við hvetjum þessa veiðimenn til að gefast ekki upp því Brúará er magnaður skóli fyrir þá sem vilja ná góðum tökum á að veiða silung í fallvatni. Það er nefnilega nóg af bleikju í ánni og síðsumars sérstaklega og þá má oft sjá mikið af bleikju við brú. Það þokkalegri ástundun eru menn fljótir að læra á hana og það er um að gera að tala við reynsluboltana til að fá góð ráð og prófa þau síðan. Veiðin hefur verið fín hjá þeim veiðimönnum sem við höfum rætt við en þar fara líka menn sem hafa langa reynslu af veiðum í Brúará og þekkja hana vel. Þegar skilyrðin hafa verið góð er ekki óalgengt að ná 10-15 bleikjum yfir daginn og þetta er mjög flott og vel haldin bleikja. Mest af henni er 2-3 pund en inná milli koma nokkrar stærri. Það er laxavon þarna síðsumars og það veiðast alltaf nokkrir við fossinn en það er þá helst á maðk. Það verður þó að nefna að á góðviðrisdögum getur verið nokkur truflun frá erlendum ferðamönnum sem eru suma dagana ansi fjölmennir við ánna.
Mest lesið Blanda aflahæst laxveiðiánna með 762 laxa Veiði Níu dagar í að gæsaveiðin hefjist Veiði Bubbi með 103 sm lax af Nessvæðinu Veiði UV flugur gætu hrært aðeins upp í fiski sem er tregur Veiði Rjúpan kostar allt að 5000 krónur stykkið Veiði 16 laxar á fyrstu vakt í Miðfjarðará Veiði Urriðinn að stækka í Laxá Veiði Mikið vatn en laxinn samt að ganga Veiði Veiðir einhver með Devon í dag? Veiði Gríðarlegur samdráttur í laxveiðinni í ár Veiði