Verið með lögfræðing á línunni Henry Birgir Gunnarsson skrifar 21. júní 2017 06:00 Patrekur hefur verið að ná mjög eftirtektarverðum árangri í Austurríki. vísir/afp Patrekur Jóhannesson kom landsliði Austurríkis á sitt þriðja stórmót undir hans stjórn um síðustu helgi. Strákarnir hans unnu þá Bosníu, 34-32, í hreinum úrslitaleik um sæti á EM. Frábær árangur hjá Patreki sem er með ungt lið í höndunum og ekki marga atvinnumenn. „Þetta var frábært. Ég var með fimm leikmenn meidda í þessum leik og tveir gáfu ekki kost á sér af því þeir þurftu að vinna,“ segir Patrekur og hlær dátt.Dró gamla kempu á flot „Þetta var sérstök staða. Í liðinu hjá mér núna voru menn með samtals 669 landsleiki en þegar ég var á HM í Katar með gamla liðið mitt þá voru landsleikirnir 1.340. Ég spilaði á markverði í seinni hálfleik sem er búinn að spila fimm landsleiki og einn í vörninni á tvo landsleiki. Það gerir þetta enn sætara. Það hjálpaði líka til að ég var með Vytautas Ziura sem er 38 ára. Hann var hættur en ég náði í hann enda sá besti í austurrísku deildinni. Vonandi kemur hann með á EM. Hann sagði að það væri ekki séns en ég vona það.“Vann Ísland í Ólafsvík Ísland og Austurríki munu ekki mætast á EM þar sem þau eru í sama styrkleikaflokki. Patti er bara ánægður með það. „Mér finnst ekkert gaman að spila við Ísland. Þeir fóru illa með okkur á EM í Danmörku enda vildu strákarnir ekki tapa fyrir mér. Við spiluðum líka einu sinni við Ísland í Ólafsvík og þá unnum við með níu. Þeir unnu kannski á EM en við unnum á Ólafsvík. Það er eitthvað,“ segir Patti léttur.Ekki alltaf allir til í að spila Þó svo Dagur Sigurðsson og Patrekur hafi gert frábæra hluti fyrir austurrískan handbolta síðustu tíu ár á íþróttin enn undir högg að sækja þar í landi enda samkeppnin mikil. Það getur stundum pirrað Patrek. „Það eru ekki alltaf allir til í að spila og það pirraði mig. Slíkt myndi aldrei gerast á Íslandi. Sambandið er samt frábært og umgjörðin í kringum liðið mjög góð og fagmannleg. Menn eru svolítið heimakærir og vilja ekki reyna fyrir sér í öðrum deildum og það stendur þeim fyrir þrifum. Nikola Bilyk er búinn að vera í eitt ár hjá Kiel og framfarirnar hjá honum eru ótrúlegar. Liðið verður að fá fleiri atvinnumenn. Ég hef verið með lögfræðing og lækni á línunni en þarf fleiri atvinnumenn þó svo hitt sé svalt,“ segir Patrekur og vonast enn eftir því að handboltamenningin styrkist í landinu. „Þetta er fótbolta- og skíðaland. Það kemur vonandi meiri áhugi fyrir handbolta í landinu með góðum árangri. Svo höldum við EM eftir þrjú ár og þá verður vakningin vonandi orðin meiri.“Mitt besta með landsliðinu Í ljósi þess að Patrekur byrjaði að byggja upp nýtt lið fyrir tveimur árum og var án margra manna um síðustu helgi segir hann að þessi árangur að komast á EM sé einstaklega sætur. „Ég var mjög stoltur af því að slá Noreg út fyrir HM í Katar. Ég var líka ánægður er við lentum í riðli með Rússum, Serbíu og Bosníu. Það var erfiður riðill og við lentum í öðru sæti. Þetta er samt held ég það besta sem ég hef gert með landsliðinu. Af því það voru svo margir lykilmenn fjarverandi. Þetta var eins og Ísland hefði verið án Arons, Gauja og fleiri,“ segir Patrekur stoltur.Þýskaland bíður betri tíma Patrekur fékk fyrirspurn á dögunum um hvort hann hefði áhuga á að taka við þjálfarastarfinu hjá þýska úrvalsdeildarliðinu Hannover-Burgdorf sem Rúnar Kárason leikur með. Patrekur gaf það frá sér enda nýbúinn að semja við Selfyssinga. „Það er alltaf gaman að fá svona fyrirspurnir en ég ætla að standa við minn samning við Selfoss. Ég er ekkert að fara og minn tími í Þýskalandi kemur síðar.“ Íslenski handboltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Sjá meira
Patrekur Jóhannesson kom landsliði Austurríkis á sitt þriðja stórmót undir hans stjórn um síðustu helgi. Strákarnir hans unnu þá Bosníu, 34-32, í hreinum úrslitaleik um sæti á EM. Frábær árangur hjá Patreki sem er með ungt lið í höndunum og ekki marga atvinnumenn. „Þetta var frábært. Ég var með fimm leikmenn meidda í þessum leik og tveir gáfu ekki kost á sér af því þeir þurftu að vinna,“ segir Patrekur og hlær dátt.Dró gamla kempu á flot „Þetta var sérstök staða. Í liðinu hjá mér núna voru menn með samtals 669 landsleiki en þegar ég var á HM í Katar með gamla liðið mitt þá voru landsleikirnir 1.340. Ég spilaði á markverði í seinni hálfleik sem er búinn að spila fimm landsleiki og einn í vörninni á tvo landsleiki. Það gerir þetta enn sætara. Það hjálpaði líka til að ég var með Vytautas Ziura sem er 38 ára. Hann var hættur en ég náði í hann enda sá besti í austurrísku deildinni. Vonandi kemur hann með á EM. Hann sagði að það væri ekki séns en ég vona það.“Vann Ísland í Ólafsvík Ísland og Austurríki munu ekki mætast á EM þar sem þau eru í sama styrkleikaflokki. Patti er bara ánægður með það. „Mér finnst ekkert gaman að spila við Ísland. Þeir fóru illa með okkur á EM í Danmörku enda vildu strákarnir ekki tapa fyrir mér. Við spiluðum líka einu sinni við Ísland í Ólafsvík og þá unnum við með níu. Þeir unnu kannski á EM en við unnum á Ólafsvík. Það er eitthvað,“ segir Patti léttur.Ekki alltaf allir til í að spila Þó svo Dagur Sigurðsson og Patrekur hafi gert frábæra hluti fyrir austurrískan handbolta síðustu tíu ár á íþróttin enn undir högg að sækja þar í landi enda samkeppnin mikil. Það getur stundum pirrað Patrek. „Það eru ekki alltaf allir til í að spila og það pirraði mig. Slíkt myndi aldrei gerast á Íslandi. Sambandið er samt frábært og umgjörðin í kringum liðið mjög góð og fagmannleg. Menn eru svolítið heimakærir og vilja ekki reyna fyrir sér í öðrum deildum og það stendur þeim fyrir þrifum. Nikola Bilyk er búinn að vera í eitt ár hjá Kiel og framfarirnar hjá honum eru ótrúlegar. Liðið verður að fá fleiri atvinnumenn. Ég hef verið með lögfræðing og lækni á línunni en þarf fleiri atvinnumenn þó svo hitt sé svalt,“ segir Patrekur og vonast enn eftir því að handboltamenningin styrkist í landinu. „Þetta er fótbolta- og skíðaland. Það kemur vonandi meiri áhugi fyrir handbolta í landinu með góðum árangri. Svo höldum við EM eftir þrjú ár og þá verður vakningin vonandi orðin meiri.“Mitt besta með landsliðinu Í ljósi þess að Patrekur byrjaði að byggja upp nýtt lið fyrir tveimur árum og var án margra manna um síðustu helgi segir hann að þessi árangur að komast á EM sé einstaklega sætur. „Ég var mjög stoltur af því að slá Noreg út fyrir HM í Katar. Ég var líka ánægður er við lentum í riðli með Rússum, Serbíu og Bosníu. Það var erfiður riðill og við lentum í öðru sæti. Þetta er samt held ég það besta sem ég hef gert með landsliðinu. Af því það voru svo margir lykilmenn fjarverandi. Þetta var eins og Ísland hefði verið án Arons, Gauja og fleiri,“ segir Patrekur stoltur.Þýskaland bíður betri tíma Patrekur fékk fyrirspurn á dögunum um hvort hann hefði áhuga á að taka við þjálfarastarfinu hjá þýska úrvalsdeildarliðinu Hannover-Burgdorf sem Rúnar Kárason leikur með. Patrekur gaf það frá sér enda nýbúinn að semja við Selfyssinga. „Það er alltaf gaman að fá svona fyrirspurnir en ég ætla að standa við minn samning við Selfoss. Ég er ekkert að fara og minn tími í Þýskalandi kemur síðar.“
Íslenski handboltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Sjá meira