Valur og Stjarnan skildu jöfn, 1-1, í stórleik 10. umferðar í Pepsi-deild karla í fótbolta í kvöld.
Hólmbert Aron Friðjónsson kom Stjörnunni yfir með marki í uppbótartíma í fyrri hálfleik en það var ansi glæsilegt mark. Framherjinn stóri og stæðilegi skoraði með bakfallsspyrnu sem var síðasta spyrna fyrri hálfleik.
Bakvörðurinn Bjarni Ólafur Eiríksson jafnaði metin fyrir Valsmenn með föstu skoti upp í þaknetið af stuttu færi eftir að boltinn barst til hans á fjærstöngi. Vel afgreitt hjá reynsluboltanum.
Mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan.
Sjáðu glæsileg mörk Hólmberts og Bjarna Ólafs | Myndband
Tengdar fréttir

Leik lokið: Valur - Stjarnan | Valsmenn endurheimta toppsætið
Stjarnan sækir jafntefli á Hlíðarenda. Valsmenn hirða toppsætið aftur af Grindvíkingum en liðin eru jöfn að stigum á toppnum.