Despacito virðist hafa hleypt lífi í efnahag Púertó Ríkó Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. júlí 2017 18:48 Luis Fonsi ræðir vinsældir lagsins Despacito í New York í maí síðastliðnum. Áhugi ferðamanna á Púertó Ríkó, sögusviði lagsins Despacito sem trónir nú á toppi vinsældarlista um heim allan, hefur aukist um 45 prósent síðan lagið kom út. Í frétt Billboard kemur fram að lagið, sem tónlistarmennirnir Luis Fonsi, Daddy Yankee – og síðar Justin Bieber – flytja, hafi greinilega aukið áhuga ferðamanna á svæðinu. Efnahagskreppa hefur lengi ríkt í Púertó Ríkó, sem er sérstakt sambandssvæði innan Bandaríkjanna, vegna gríðarlegrar skuldsetningar stjórnvalda. Í Despacito segir meðal annars „This is how we do it down in Puerto Rico,“ eða „Svona gerum við þetta í Púertó Ríkó,“ og tónlistarmyndband lagsins er þar að auki tekið upp á fallegum stöðum á svæðinu. Ferðamannaiðnaðurinn hefur notið góðs af þessu og margir hafa gripið til þess að bjóða upp á ferðir til staða, sem sjá má í tónlistarmyndbandinu. Luis Fonsi, einn flytjenda lagsins, var yfir sig ánægður með fréttirnar og sagði Púertó Ríkó hina eiginlegu aðalpersónu myndbandsins.Hér að neðan má sjá myndbandið við lagið Despacito í flutningi Luis Fonsi og Daddy Yankee en þeir eru báðir fæddir í Púertó Ríkó. Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Áhugi ferðamanna á Púertó Ríkó, sögusviði lagsins Despacito sem trónir nú á toppi vinsældarlista um heim allan, hefur aukist um 45 prósent síðan lagið kom út. Í frétt Billboard kemur fram að lagið, sem tónlistarmennirnir Luis Fonsi, Daddy Yankee – og síðar Justin Bieber – flytja, hafi greinilega aukið áhuga ferðamanna á svæðinu. Efnahagskreppa hefur lengi ríkt í Púertó Ríkó, sem er sérstakt sambandssvæði innan Bandaríkjanna, vegna gríðarlegrar skuldsetningar stjórnvalda. Í Despacito segir meðal annars „This is how we do it down in Puerto Rico,“ eða „Svona gerum við þetta í Púertó Ríkó,“ og tónlistarmyndband lagsins er þar að auki tekið upp á fallegum stöðum á svæðinu. Ferðamannaiðnaðurinn hefur notið góðs af þessu og margir hafa gripið til þess að bjóða upp á ferðir til staða, sem sjá má í tónlistarmyndbandinu. Luis Fonsi, einn flytjenda lagsins, var yfir sig ánægður með fréttirnar og sagði Púertó Ríkó hina eiginlegu aðalpersónu myndbandsins.Hér að neðan má sjá myndbandið við lagið Despacito í flutningi Luis Fonsi og Daddy Yankee en þeir eru báðir fæddir í Púertó Ríkó.
Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira