Ejub: Höfum oft átt góða leiki gegn FH Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. júlí 2017 21:58 Úr leiknum í kvöld. vísir/ernir Ejub Purisevic, þjálfari Víkings Ó., var að vonum kampakátur eftir sigur hans manna á Íslandsmeisturum FH í Kaplakrika í kvöld. Þetta var þriðji leikur FH og Víkings í Krikanum í efstu deild og Ólsarar hafa ekki enn tapað á þessum sterka heimavelli meistaranna. „Við höfum oft átt góða leiki gegn FH hérna. Umgjörðin skapar kannski stemmningu. Þetta var frábær leikur. Við vorum vel skipulagðir og alltaf inni í leiknum,“ sagði Ejub eftir leik. „Það gekk nokkurn veginn allt upp. Við vorum agaðir, skipulagðir og lokuðum á það sem skapar hættu. Rosalega margir voru einbeittir allan tímann í kvöld. Á móti svona liði þarf meira og minna allt að ganga upp til að vinna,“ bætti Ejub við. Varnarleikur Ólsara var virkilega öflugur í leiknum í kvöld og FH-ingar fengu ekki mörg opin færi. „Við gerðum ráð fyrir því að FH yrði meira með boltann og það kom okkur ekki á óvart. En við náðum að loka á þá og gáfum þeim lítinn tíma þegar þeir komu inn á okkar vallarhelming. Þeir sköpuðu sér ekki mörg færi,“ sagði Ejub. Allir þrír sigrar Víkings í sumar hafa komið gegn liðum í efstu fjórum sætum Pepsi-deildarinnar. Kann Ejub einhverja skýringu á þessu góða gengi gegn sterkustu liðum deildarinnar? „Þú reynir alltaf að skipuleggja liðið en svo eru hlutir sem þú ræður ekki við. Síðasti leikur gegn Víkingi R. var nákvæmlega eins skipulagður og þessi en svo gerðum við mistök. Vissulega skipulegg ég leikina gegn sterkustu liðunum aðeins öðruvísi en það er ekki mikill munur,“ sagði Ejub að endingu. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: FH - Víkingur Ó. 0-2 | Ólsarar lyftu sér upp úr fallsæti með fræknum sigri í Krikanum Víkingur Ó. er kominn upp úr fallsæti eftir frækinn sigur á Íslandsmeisturum FH. 7. júlí 2017 22:00 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti Fleiri fréttir Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Sjá meira
Ejub Purisevic, þjálfari Víkings Ó., var að vonum kampakátur eftir sigur hans manna á Íslandsmeisturum FH í Kaplakrika í kvöld. Þetta var þriðji leikur FH og Víkings í Krikanum í efstu deild og Ólsarar hafa ekki enn tapað á þessum sterka heimavelli meistaranna. „Við höfum oft átt góða leiki gegn FH hérna. Umgjörðin skapar kannski stemmningu. Þetta var frábær leikur. Við vorum vel skipulagðir og alltaf inni í leiknum,“ sagði Ejub eftir leik. „Það gekk nokkurn veginn allt upp. Við vorum agaðir, skipulagðir og lokuðum á það sem skapar hættu. Rosalega margir voru einbeittir allan tímann í kvöld. Á móti svona liði þarf meira og minna allt að ganga upp til að vinna,“ bætti Ejub við. Varnarleikur Ólsara var virkilega öflugur í leiknum í kvöld og FH-ingar fengu ekki mörg opin færi. „Við gerðum ráð fyrir því að FH yrði meira með boltann og það kom okkur ekki á óvart. En við náðum að loka á þá og gáfum þeim lítinn tíma þegar þeir komu inn á okkar vallarhelming. Þeir sköpuðu sér ekki mörg færi,“ sagði Ejub. Allir þrír sigrar Víkings í sumar hafa komið gegn liðum í efstu fjórum sætum Pepsi-deildarinnar. Kann Ejub einhverja skýringu á þessu góða gengi gegn sterkustu liðum deildarinnar? „Þú reynir alltaf að skipuleggja liðið en svo eru hlutir sem þú ræður ekki við. Síðasti leikur gegn Víkingi R. var nákvæmlega eins skipulagður og þessi en svo gerðum við mistök. Vissulega skipulegg ég leikina gegn sterkustu liðunum aðeins öðruvísi en það er ekki mikill munur,“ sagði Ejub að endingu.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: FH - Víkingur Ó. 0-2 | Ólsarar lyftu sér upp úr fallsæti með fræknum sigri í Krikanum Víkingur Ó. er kominn upp úr fallsæti eftir frækinn sigur á Íslandsmeisturum FH. 7. júlí 2017 22:00 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti Fleiri fréttir Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Sjá meira
Umfjöllun: FH - Víkingur Ó. 0-2 | Ólsarar lyftu sér upp úr fallsæti með fræknum sigri í Krikanum Víkingur Ó. er kominn upp úr fallsæti eftir frækinn sigur á Íslandsmeisturum FH. 7. júlí 2017 22:00