Logi Ólafs: Það var byrði á herðum þessara pilta sem þeir áttu erfitt með að bera Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. júlí 2017 22:00 Víkingar í Reykjavík hafa verið á fljúgandi siglingu í Pepsi-deild karla í fótbolta eftir að Logi Ólafsson tók við liðinu þegar Milos Milojevic yfirgaf Fossvoginn og tók við Breiðablik. Víkingar eru búnir að vinna þrjá leiki og gera tvö jafntefli í fyrstu fimm leikjunum undir stjórn Loga og eru í heildina besta lið deildinnar í síðustu fimm umferðum. Logi kom óvænt aftur inn í deildina en hann stýrði síðast Stjörnunni árið 2013 og gerði góða hluti í Garðabænum. „Ég hef nú ekki verið með stórar yfirlýsingar en þó sagt að þetta sé orðið gott og svona. Ég get alveg upplýst það að ég hugsaði mér að taka tvö ár með Stjörnunni á sínum tíma og ljúka mínum ferli þar en það var fremur snubbóttur endir þar. Samt sem áður leið mér ekkert illa með að vera hættur þá,“ segir Logi Ólafsson í 1á1 sem sýndur var á Stöð 2 Sport HD í kvöld. „Alkinn byrjar stundum að drekka aftur ef hann er hættur á annað borð. Það þarf kannski ekki mikið til að kveikja í manni. Eftir að hafa hitt Víkingana hér og skoðað mannskapinn fannst mér þetta spennandi.“ Logi segist ekki hafa sett nein skýr markmið með Víkingsliðið á þessu tímabili heldur vildi hann bara fá það besta út úr leikmannahópnum. „Ég setti engin markmið um hvar við ætluðum að enda eða neitt slíkt. Ég setti bara þá vinnu í gang að reyna að breyta andrúmsloftinu og hugarástandinu og öðru slíku,“ segir hann. „Það var byrði á herðum þessara pilta sem þeir áttu erfitt með að bera og því fannst mér tilvalið að reyna að nálgast þetta með þeim hætti að létta aðeins á stemningunni og reyna að fá menn til að vera jákvæðir og trúa á sína eigin getu.Fótboltaleikur er fullur af mistökum en það verður enginn hengdur fyrir slíkt,“ segir Logi Ólafsson. Brot úr 1á1 má sjá í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Fleiri fréttir „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Sjá meira
Víkingar í Reykjavík hafa verið á fljúgandi siglingu í Pepsi-deild karla í fótbolta eftir að Logi Ólafsson tók við liðinu þegar Milos Milojevic yfirgaf Fossvoginn og tók við Breiðablik. Víkingar eru búnir að vinna þrjá leiki og gera tvö jafntefli í fyrstu fimm leikjunum undir stjórn Loga og eru í heildina besta lið deildinnar í síðustu fimm umferðum. Logi kom óvænt aftur inn í deildina en hann stýrði síðast Stjörnunni árið 2013 og gerði góða hluti í Garðabænum. „Ég hef nú ekki verið með stórar yfirlýsingar en þó sagt að þetta sé orðið gott og svona. Ég get alveg upplýst það að ég hugsaði mér að taka tvö ár með Stjörnunni á sínum tíma og ljúka mínum ferli þar en það var fremur snubbóttur endir þar. Samt sem áður leið mér ekkert illa með að vera hættur þá,“ segir Logi Ólafsson í 1á1 sem sýndur var á Stöð 2 Sport HD í kvöld. „Alkinn byrjar stundum að drekka aftur ef hann er hættur á annað borð. Það þarf kannski ekki mikið til að kveikja í manni. Eftir að hafa hitt Víkingana hér og skoðað mannskapinn fannst mér þetta spennandi.“ Logi segist ekki hafa sett nein skýr markmið með Víkingsliðið á þessu tímabili heldur vildi hann bara fá það besta út úr leikmannahópnum. „Ég setti engin markmið um hvar við ætluðum að enda eða neitt slíkt. Ég setti bara þá vinnu í gang að reyna að breyta andrúmsloftinu og hugarástandinu og öðru slíku,“ segir hann. „Það var byrði á herðum þessara pilta sem þeir áttu erfitt með að bera og því fannst mér tilvalið að reyna að nálgast þetta með þeim hætti að létta aðeins á stemningunni og reyna að fá menn til að vera jákvæðir og trúa á sína eigin getu.Fótboltaleikur er fullur af mistökum en það verður enginn hengdur fyrir slíkt,“ segir Logi Ólafsson. Brot úr 1á1 má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Fleiri fréttir „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti