Nokkur aukning í brotum á veiðireglum í vinsælum ám Karl Lúðvíksson skrifar 7. júlí 2017 14:00 Nokkur tilfelli hafa komið upp í dýrum laxveiðiám þar sem veiðimenn hafa verið gripnir við að reyna að húkka laxa. Það eru fáar laxveiðiárnar í dag sem leyfa veiði á öðru agni en maðki og dýrustu árnar eru svo til allar orðnar eingöngu veiddar á flugu. Það er því afar leiðinlegt og í raun sorglegt að heyra um tilkynningar vegna brota á veiðireglum frá veiðimönnum sem eru að koma úr vinsælum laxveiðiám og finna á bakkanum og við hyljina sökkur, flotholt, spúna og nýdauða maðka eftir veiðimenn sem virðast af einhverjum sökum ekki geta farið eftir þeim reglum sem eru settar við árnar. Nokkur dæmi eru um að veiðimenn hafi verið gripnir glóðvolgir við þessa iðju og við tökum það fram að ekki er um veiðiþjófa að ræða heldur veiðimenn sem eru í ánum og hafa greitt fyrir sín veiðileyfi og gengist við þeim skilmálum sem landeigendur og leigutakar setja. Nú þegar, þrátt fyrir að sumarið sé ekki hálfnað höfum við staðfest tilfelli í þremur af vinsælustu veiðiánum á vesturlandi þar sem veiðimenn sem voru gripnir við notkun á ólöglegu agni var vísað úr ánum eftir að hafa verið staðnir að verki við þetta athæfi. Þar eru leigutakar í fullum rétti til að vísa mönnum frá samstundis en í einu af þessu tilfellum þurfti að hóta að hringja á lögreglu því veiðimennirnir neituðu að yfirgefa ánna þrátt fyrir þessi brot. Að sama skapi hafa nokkrir reynt að komast upp með að nota stórar þungar túpur með stærðar krókum til að reyna að húkka laxa í þeim hyljum þar sem þeir gjarnan liggja í bunkum. Sumir hafa meira að segja reynt að setja litlar sökkur eða blýdeig á línurnar að auki til að hjálpa til við húkkið. Mest lesið Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Vikuveiði upp á 635 laxa Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Lokatalan 6068 laxar í Miðfjarðará Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði
Það eru fáar laxveiðiárnar í dag sem leyfa veiði á öðru agni en maðki og dýrustu árnar eru svo til allar orðnar eingöngu veiddar á flugu. Það er því afar leiðinlegt og í raun sorglegt að heyra um tilkynningar vegna brota á veiðireglum frá veiðimönnum sem eru að koma úr vinsælum laxveiðiám og finna á bakkanum og við hyljina sökkur, flotholt, spúna og nýdauða maðka eftir veiðimenn sem virðast af einhverjum sökum ekki geta farið eftir þeim reglum sem eru settar við árnar. Nokkur dæmi eru um að veiðimenn hafi verið gripnir glóðvolgir við þessa iðju og við tökum það fram að ekki er um veiðiþjófa að ræða heldur veiðimenn sem eru í ánum og hafa greitt fyrir sín veiðileyfi og gengist við þeim skilmálum sem landeigendur og leigutakar setja. Nú þegar, þrátt fyrir að sumarið sé ekki hálfnað höfum við staðfest tilfelli í þremur af vinsælustu veiðiánum á vesturlandi þar sem veiðimenn sem voru gripnir við notkun á ólöglegu agni var vísað úr ánum eftir að hafa verið staðnir að verki við þetta athæfi. Þar eru leigutakar í fullum rétti til að vísa mönnum frá samstundis en í einu af þessu tilfellum þurfti að hóta að hringja á lögreglu því veiðimennirnir neituðu að yfirgefa ánna þrátt fyrir þessi brot. Að sama skapi hafa nokkrir reynt að komast upp með að nota stórar þungar túpur með stærðar krókum til að reyna að húkka laxa í þeim hyljum þar sem þeir gjarnan liggja í bunkum. Sumir hafa meira að segja reynt að setja litlar sökkur eða blýdeig á línurnar að auki til að hjálpa til við húkkið.
Mest lesið Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Vikuveiði upp á 635 laxa Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Lokatalan 6068 laxar í Miðfjarðará Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði